Grænmeti

Síða 1 af 5

Ég er eins og þið hafið kannski áttað ykkur á, grænmetisæta (eða réttara sagt er ég ekki kjötæta því ég borða fisk, mjólkurvörur og egg en ekki kjöt) en það útskýrir fjölda grænmetisréttanna sem er hægt að finna á vefnum. Mér finnst grænmeti einfaldlega gott, það er hollt og fer vel í magann. Mér finnst grænmetisbuff og borgarar (eða Tófú-klattar eins og pabbi minn kallar svona buff) svo góður matur og ég tala nú ekki um hnetusteik spari! Ég er einnig hrifin af súpum og pottréttum hvers konar. Ég nota mikið tofu, baunir, hnetur, kartöflur, pasta, bygg og hrísgrjón og úr þessu má búa til fínasta mat sem er hollur fyrir hjarta, bein æðar og vöðva, inniheldur holla fitu, prótein, kolvetni, trefjar, andoxunarefni og alls kyns vítamín. Ég geri gjarnan tvöfalda uppskrift af því sem ég útbý hverju sinni og frysti í minni skömmtum til að eiga síðar í nesti eða í kvöldmat. Það má í raun frysta alla grænmetisrétti nema kannski núðlusúpur (núðlurnar geta orðið leiðinlega mjúkar).


Litríkt rauðrófusalat

Ananas- og rauðrófusalat frá Naivasha

Þetta salat fékk ég fyrst í Naivasha sem er í Kenya, fyrir norðan Nairobi.

Appelsínu- og ólífusalat frá Morocco

Appelsínu- og ólífusalat frá Morocco

Þetta salat er frískandi og sumarlegt og alveg frábært til að bera fram sem öðruvísi salat hvort sem þið berið fram hefðbundið grænt salat líka eða ekki.

Afskaplega fljótleg og bragðgóð asparssúpa

Asparssúpa

Fyrir mér er asparssúpa jólasúpa. Heima hjá mér var alltaf elduð asparssúpa og hún var bara höfð bláspari þ.e. einungis á jólunum.

Austur afríska súpan fína

Austur-afrísk grænmetissúpa með hnetum og sætum kartöflum

Þessi súpa er rosa fín og matarmikil. Ég held að það sé ekki til fullkomnari haustsúpa, svei mér þá.

Fimm krydda grænmetisnúðlur

Austurlenskar fimm krydda grænmetisnúðlur

„Fimm-krydda" hljómar kannski flókið, en er í raun er hægt að kaupa samnefnt krydd í flestum stærri matvöruverslunum og heitir þá yfirleitt „five spice" eða „chinese five spice".

Lítríkt og hollt salat

Avocado- og melónusalat með sítrónugrass-jógúrtsósu

Algjört dásemdar sumarsalat. Cantaloupe melónur eru pakkfullar af Beta Carotene (sem umbreytist í A vítamín í líkamanum) og C vítamínum og eru sérlega góðar fyrir heilsu augnanna.

Salat undir afrískum áhrifum

Avocado-, ananas- og rauðlaukssalat

Þetta salat er frísklegt og gott meðlæti með t.d. grillmat. Það minnir mikið á Afríku en uppskriftin er þó bara úr hausnum á mér (en undir miklum afrískum áhrifum).

Sætar kartöflur með salsa og rifnum osti

Bakaðar sætar kartöflur með osti og tómatsalsa

Þessi uppskrift er nánast beint upp úr ofsalega góðri bók sem ég á og heitir Gluten-free Cooking. Mæli með henni fyrir þá sem þurfa að passa glútein í mat.

Bauna- og spínatsúpa. Mengandi en góð.

Bauna- og spínatsúpa

Þessi súpa ætti eiginlega að heita prumpusúpa....baunir og spínat eru nokkuð góð ávísun á loftgang fram eftir degi en í staðinn hefur súpan það með sér að vera einstaklega holl.

Diskinn á myndinni keypti ég á markaði í Kigali höfuðborg Rwanda

Baunaréttur frá Rwanda

Þegar ég var í Rwanda febrúar 2008 hitti ég stúlku að nafni Nadine í bænum Ruhengeri sem er við rætur Virunga fjallanna.

Blaðlauks og kartöflusúpa - einföld, ódýr og bragðgóð súpa

Blaðlauks- og kartöflumaukssúpa

Þessi súpa er einföld, bragðgóð og ódýr og alveg upplögð í lok mánaðarins þegar buddan er farin að léttast. Súpan hentar vel þeim sem hafa mjólkuróþol sem og glúteinóþol.

Blómkáls- og kartöflusúpa, fínasta uppskerusúpa

Blómkáls- og kartöflusúpa

Þessi súpa er fullkominn að hausti þegar maður getur notað fínu nýju kartöflurnar og ef maður býr svo vel að eiga blómkál úr garðinum þá er það sko ekki verra.

Blómkálssúpa, upplögð með haustinu

Blómkálssúpa

Uppskrift þessi er afar einföld og um leið létt og ódýr og eiginlega það ódýr að kalla mætti súpuna Kreppusúpu.

Grænmetisburrito

Burrito

Ef Jóhannes fær að ráða hvað eigi að vera í matinn (hann fær stundum að ráða) þá segir hann án undantekningar „mmmm burritos”.

Bygg- og cashewhnetuborgarar

Þetta eru góðir grænmetis- og hnetuborgarar sem henta vel sem hvers dags matur og gott að eiga þá í frystinum.

Ljúffengur, ódýr og auðveldur pottréttur fyrir alla fjölskylduna

Chili con elote (chili pottréttur með maískorni)

Reglulega góður pottréttur hér og auðveldur (þó hann virki flókinn). Gott er að búa hann til deginum áður en á að borða hann því hann verður bara betri svoleiðis.

Chili non carne (chillipottréttur með sojakjöti)

Þessi réttur lætur ekki mikið yfir sér, en er mjög góður og einfaldur, upplagður í miðri viku. Best er að gera svolítið stóran skammt og taka með sér í nestisboxið eða borða í hádegismat heima.

Frísklegt og fallegt salat

Coriander- og perusalsa

Þetta er gott meðlæti, afar ferskt og hollt og passar með réttum frá ýmsum löndum t.d. frá Indlandi, Thailandi, Afríku og meira að segja með grillmatnum á Íslandi.

Ilmandi, indversk baunasúpa

Dhal (baunasúpa) með graskeri og kókosmjólk

Haldið þið ekki að gasið á eldavélinni hafið klárast akkúrat þegar ég var að búa til þennan rétt. Það voru um 20 mínútur eftir af eldunartímanum.

Afrískur og heimilislegur ofnréttur

Eggaldin- og tómataofnréttur frá Kenya

Eggaldin og tómatar eru mikið notað hráefni í Kenya og þessi réttur er svona ekta heimilismatur (hjá þeim sem eiga á annað borð eldavél!) og vel seðjandi með góðu brauði.

Eggja- og grænmetisréttur í ofni

Þessi réttur er bara svona hversdagsmatur, ekkert neitt spari en engu að síður bragðgóður, próteinríkur, magur, hollur og verulega þægilegur réttur.

Eggjadropasúpa

Eggjadropa og maískornasúpa

Þessi súpa er voðalega einföld og þægileg, upplögð svona í miðri viku. Hún er líka holl, próteinrík, trefjarík og góð í forrétt ef þið eruð með austurlenska veislu á borðum.

Einfaldur og hollur grænmetisréttur í ofni

Einfaldur grænmetisréttur í ofni

Þessi réttur er bæði einfaldur, hollur og ódýr (alltaf góð blanda).

Einfalt, sumarlegt og litríkt salat

Einfalt salat með tahini salatsósu (dressingu)

Salöt finnst mér best ef í þeim er blanda af grænu, sætu og hráu. Mér finnst sem sagt best að blanda saman grænum blöðum, svolitlu af sætu (eins og mango, eplum, jarðarberjum, vínberjum).

Ferskur aspars með appelsínu-sesamsósu

Þetta er nú eiginlega forréttur, mjög spes (en góður) á bragðið og hentar ekki með öllu. Ég hafði smjörbaunasalat í aðalrétt og þetta var mjög gott með.