Muffins / skonsur

Síða 1 af 1

Skonsur eru í miklu uppáhaldi hjá mér og þær er sérlega einfalt að búa til. Muffins er einnig eitt af því sem virkar flókið að búa til en er svo sára-, sáraeinfalt í rauninni. Það er tvennt sem maður þarf að hafa í huga varðandi muffinsgerð. 1) Veltið deiginu til, ekki hræra það. Ef maður hrærir deigið verða muffinsarnir þungir og leiðinlegir því þeir þurfa loftið til að verða léttir og fínir. 2) Notið form úr siliconi því það er ekki mikil fita í muffinsunum mínum og þeir munu festast við pappírsform. Ég hef gert ótal misheppnaðar tilraunir með pappírsform svo ég tala af reynslu. Silicon form fást í flestum búsáhaldaverslunum eða stærri matvöruverslunum. Það skiptir ekki máli hvort þið notið stórt form fyrir t.d. 12 muffinsa eða 12 stök muffinsform.

Eitt ráð að lokum er að setja deigið í muffinsformin með ískúluskeið, þeir verða fallegri í laginu svoleiðis.


Djúsí muffins með bláberjauppskeru haustsins

Amerískir bláberja- og pecanhnetumuffins

Þessi muffinsar eru reglulega góðir. Það er eitthvað svo unaðslega frábært við bakaðar pecanhnetur og bláber, samsetningin er bara hreint út sagt ómótstæðileg.

Sumarlegir muffinsar

Ananas- og gulrótarmuffins

Nammi namm. Þessir eru sumarlegir og góðir með fullt af vítamínum, trefjum og viðlíka hollustu.

Glúteinlausir muffinsar

Bananamuffins

Þessir glúteinlausu bananamuffinsar komu aldeilis á óvart því bæði ég og Jóhannes mauluðum þá með góðri lyst.

Bananamuffins. Hollir og góðir með kaffinu.

Bananamuffins

Muffinsgerðin á þessu heimili er nú alveg sér kapituli.

Bláberjamuffins

Bláberja- og valhnetumuffins

Þessa uppskrift fann ég í Living etc. (húsablað) sem ég var áskrifandi að hérna í London (einn kosturinn við að búa&;í London&;er að maður getur verið áskrifandi að fullt af blöðum fyrir lítinn pening.

Ljúffengir epla og hveitiklíðsmuffinsar

Epla- og hveitiklíðsmuffins

Þessi uppskrift var aftan á hveitiklíðspakka sem ég keypti einhvern tímann. Mjög holl og góð (með smá breytingum auðvitað), og upplagt að nota epli sem eru farin að láta aðeins á sjá.

Graskers og bananamuffinsar

Graskers- og bananamuffins

Ég átti smá afgang af graskeri úr annarri uppskrift sem ég hafði verið að undirbúa og hugsaði með mér að ég vildi nú endilega nota það (ég hendi aldrei, aldrei mat).

Gulrótar- og bananaskonsur

Gulrótar- og bananaskonsur

Þar sem ég er akkúrat nýkomin frá Skotlandi þá get ég ekki annað en sett inn uppskrift að skonsum.

Gulrótarmuffins, hollir og bragðgóðir

Gulrótarmuffins

Þetta er sama grunnuppskrift og í gulrótarkökunni með kreminu. Jóhannesi finnst gulrótarkakan svo góð og af því hann er svo mikill muffinskarl þá datt honum í hug að gæti verið gott að búa til muffins úr sama deigi.

Suðrænn muffins með ananas og kókos

Hawaii ananasmuffins

Þessi uppskrift er upprunalega úr bók sem ég pantaði af Amazon og heitir The Joy of Muffins. Nigella Lawson (sjónvarpskokkur) mælti með henni og ég sé ekki eftir að hafa keypt hana.

Hollar og góðar skonsur

Kryddaðar skonsur með þurrkuðum ávöxtum

Þetta voru fyrstu skonsur sem ég bakaði og hef bakað þær milljón sinnum síðan.

Þessir eru ægilega góðir og passlega kryddaðir

Kryddaðir appelsínu- og gulrótarmuffins

Ég fékk þessa uppskrift úr einni muffins bók sem ég á sem heitir Muffins; Fast and Fantastic.

Kryddaðir muesli muffins

Þetta er uppskrift sem ég henti saman einn sunnudagsmorguninn.

Mango- og bananamuffins með afrískum áhrifum

Mango- og bananamuffins með pecanhnetum

Það er eitthvað undursamlegt við mango, banana og pecanhnetur. Mango er gríðarlega mikið notað í Afríku og bananar einnig.

Frísklegir og hollir muffinsar í morgunsárið

Morgunverðarmuffins með appelsínukeim

Þessi uppskrift er upprunalega frá Nigellu Lawson (úr How to be a Domestic Goddess) en ég er aðeins búin að hollustuvæna hana.

Orkumuffins

Þessi uppskrift er dálítið tímafrek þannig að gefið ykkur góðan tíma ef þið ætlið að fara að baka hana.

Peru- og engifermuffins

Þessi uppskrift kemur nokkuð breytt úr nýjustu bókinni hennar Nigellu Lawson, Nigella Express.

Glúteinlausir möffinsar

Pistachio og súkkulaðibitamuffins

Þessi uppskrift er glúteinlaus og er úr bókinni Gluten-Free French Desserts and Baked Goods eftir Valérie Cupillard.

Muffins með afrískum áhrifum

Pistachio- og döðlumuffins

Ég veit ekki hvers vegna mér datt í hug pistachio muffinsar þegar ég var við miðbaug Uganda mars 2008.

Hollir og góðir síðsumars muffinsar

Rabarbaramuffins

Ég var að fikta aðeins í eldhúsinu og mundi eftir rabarbarasultu sem ég átti í ísskápnum. Mér fannst upplagt að prófa sultuna í muffinsa og það tókst svona prýðilega.

Skonsur undir japönskum áhrifum

Skonsur með grænu tei og rúsínum

Á ferð okkur um Japan áramótin 2006-7 sáum við á fjölmörgum stöðum að verið var að selja skonsur hvers konar og oft voru þær grænleitar og var þá notað grænt te í uppskriftina.

Súkkulaðimuffins

Súkkulaðimuffins

Hollir og góðir, einfaldir og þægilegir, alltaf góð blanda. Upplagt er að frysta helling af muffinsunum og taka svo með sér þegar maður er á hlaupum!!!!

Hollir og trefjaríkir muffinsar

Sveitamuffins með eplum og hveitiklíð

Þessi uppskrift var aftan á snepli úr einhverjum stórmarkaði hér í London.