Salöt
Árið 1977 fluttu foreldrar mínir til Canada með alla fjölskylduna. Þar bjuggum við í nokkur ár. Ég man lítið eftir þessum tíma en ég hef heyrt ótal sögur. Ein sagan er þannig að þegar við millilentum í Chigaco á leið frá Íslandi þá var farið út að borða. Fjölskyldan settist til borðs og komið var með diska af einhverju grænu og litríku og þeir settir fyrir framan okkur. Mér er sagt að pabbi (alinn upp á ýsu og lambakjöti alla sína tíð) hafi horft á diskinn dálítið vandræðalegur en af því þjónninn var farinn frá borðinu lét hann kyrrt liggja. Hann hreyfði ekki við því sem var á diskinum og við ekki heldur. Þegar þjónninn kom aftur spurði hann hvort að ekki væri allt í lagi: „Jú jú við vildum bara ekki skemma borðskreytingarnar.”
Ananas og ástaraldin með ristuðum kókosflögum
Þetta er auðveldur eftirréttur sem er suðrænn, litríkur og hollur. Ananas er mjög trefjaríkur og er sérlega góður fyrir meltinguna því hann inniheldur meltingarensímið bromelain.
Ananas- og rauðrófusalat frá Naivasha
Þetta salat fékk ég fyrst í Naivasha sem er í Kenya, fyrir norðan Nairobi.
Appelsínu- og ólífusalat frá Morocco
Þetta salat er frískandi og sumarlegt og alveg frábært til að bera fram sem öðruvísi salat hvort sem þið berið fram hefðbundið grænt salat líka eða ekki.
Ávaxtasalat frá Afríku
Á öllum hótelum sem ég hef komið á í Austur Afríku (og þau eru mörg) er borið fram einhvers konar ávaxtasalat í bland við kökur og pönnukökur og fleira góðgæti fyrir svanga ferðamenn.
Avocado- og melónusalat með sítrónugrass-jógúrtsósu
Algjört dásemdar sumarsalat. Cantaloupe melónur eru pakkfullar af Beta Carotene (sem umbreytist í A vítamín í líkamanum) og C vítamínum og eru sérlega góðar fyrir heilsu augnanna.
Avocado-, ananas- og rauðlaukssalat
Þetta salat er frísklegt og gott meðlæti með t.d. grillmat. Það minnir mikið á Afríku en uppskriftin er þó bara úr hausnum á mér (en undir miklum afrískum áhrifum).
Banana-, möndlu- og jógúrtsalat
Þetta salat er mjög hollt og bragðgott og er einkar fljótlegt í undirbúningi. Það passar vel með krydduðum mat eins og þeim sem maður fær stundum frá Indlandi og Mexico.
Coriander og papaya raita (jógúrtsósa)
Þetta salat passar vel með ýmsum mat, þó sérstaklega vel með krydduðum indverskum mat því þetta er svona „kælisalat" :) þegar maður er alveg með logana í munninum!!!
Coriander- og perusalsa
Þetta er gott meðlæti, afar ferskt og hollt og passar með réttum frá ýmsum löndum t.d. frá Indlandi, Thailandi, Afríku og meira að segja með grillmatnum á Íslandi.
Coronation kjúklingasalat
Ég hef séð coronation chicken samlokur hérna í UK og þær eru ekki mjög geðslegar, vaðandi í smurolíumajonesi og glúkósasírópi.
Einfalt hrísgrjónasalat
Mig vantaði einhvern tímann meðlæti með einhverju sem ég var að elda og ég átti bara þetta hráefni í ísskápnum.
Einfalt salat með tahini salatsósu (dressingu)
Salöt finnst mér best ef í þeim er blanda af grænu, sætu og hráu. Mér finnst sem sagt best að blanda saman grænum blöðum, svolitlu af sætu (eins og mango, eplum, jarðarberjum, vínberjum).
Grísk salatsósa
Þetta er holl og góð sósa sem hentar með alls kyns mat, t.d. grænmetisbuffum, niðurskornu grænmeti, grillmat, á salöt o.fl.
Grísk tzatziki ídýfa
Þetta er fín ídýfa t.d. með brauði en einnig er gott að nota hana með alls konar grilluðum mat.
Gulrótar-, ananas og rúsínusalat frá Kenya
Þetta salat hef ég fengið oft og mörgum sinnum í Kenya. Ég hef líka fengið salatið í Tanzaníu enda kannski ekki skrýtið þar sem ananas vex á báðum stöðum og er mikið notaður í matargerð.
Hrísgrjónasalat
Þessi réttur er stútfullur af hollustu. Í honum eru paprikur, avacado, hýðishrísgrjón, tómatar og fleira.
Hvítlauksjógúrtsósa
Þetta er létt og fín sósa með t.d. niðurskornu grænmeti, grænmetisbuffum og borgurum o.s.frv. Hún hentar einnig einstaklega vel með grillmat hvers konar sem og bökuðum kartöflum.
Kachumbari (tómat- og rauðlaukssalat)
Uppskriftin kemur frá Lucy Mwangi mágkonu minni sem er frá Kenya.
Kalt hrísgrjónasalat
Þetta hrísgrjónasalat er fullt af vítamínum, próteinum, flóknum kolvetnum og hollri fitu.
Kínóasalat með ávöxtum, spínati og fetaosti
Eitt af uppáhaldssalötunum mínum, passar sem meðlæti eða léttur hádegisverður og er alveg hreint frábært í nestisboxið. Það er dúndurhollt, litríkt og bragðgott!
Kjúklingabaunaspírur
Kjúklingabaunaspírur eru æðislega góðar og komu mér reglulega á óvart. Það er auðveldast að spíra þær af þeim baunum sem ég hef prófað og þær geymast ágætlega í kæli.
Kjúklingasalat með mangókarrísósu
Það er upplagt að hafa þessa uppskrift daginn eftir Tandoori kjúklinginn því hráefnin eru ekkert ósvipuð (kryddin og mango chutneyið).
Kjúklingasumarsalat
Eins og nafnið ber með sér, þá er eiginlega skylda að borða þetta kjúklingasalat úti, á góðum sumardegi þegar sólin er alveg að fara að setjast (ok viðurkenni að það er aðeins auðveldara hérna í London heldur en heima á Íslandi, en það má alltaf reyna, tjalda yfir borðið eða eitthvað, he he).
Klettasalat með rauðrófum og parmesan
Ég fékk svipað salat á krá einni í London sem er þekkt fyrir góðan mat enda er eigandi staðarins enginn annar en Gordon Ramsay.
Kókosbananar með afrískum áhrifum
Afbragðsgott sem meðlæti með krydduðum mat t.d. indverskum og thailenskum en einnig hentar hann vel með bragðmiklum afrískum mat.