Mauk

Síða 1 af 1

Mér finnst dálítið erfitt að skilgreina mauk. Mauk getur verið t.d. guacamole eða hummus en mér finnst mauk ekki geta verið sulta. Mauk getur líka verið að mínu mati hnetusmjör (maukaðar hnetur). Hér má allavega finna alls kyns mauk sem sum henta ofan á brauð en önnur sem meðlæti eða sem ídýfur.


Grænmetismauk

Ég fann þessa uppskrift í Gestgjafanum og ég smakkaði maukið fyrst hjá Önnu Stínu mágkonu minni. Við kláruðum maukið upp til agna.

Allt er vænt sem vel er grænt - Hollt guacamole

Guacamole

Guacamole er í rauninni bara avocadomauk. Það hentar ótrúlega vel með alls konar krydduðum mat eða með burrito.

Linsubaunamauk úr gulum linsum

Gult linsubaunamauk

Þetta er fínasta baunamauk, rosa gott til að dýfa pítubrauði í eða setja ofan á nýbakað brauð, eða hrökkbrauð. Maukið er einfalt og afar ódýrt.

Afar sniðugt viðbit

Hnetusmjör

Það er eitthvað alveg stórkostlegt við að búa til sitt eigið hnetusmjör og um leið spara helling af peningum.

Hummus

Við fáum okkur afskaplega oft hummus og nýbakað brauð, með fullt af grænmeti og það er ofsalega góð máltíð. Maður verður alveg pakksaddur.

Dásamlega litríkur og hollur hummus

Hummus með grillaðri papriku

Góður hummus sem passar með nánast öllu brauði og kexi og er fín tilbreyting frá hefðbundnum hummus.

Irio, afar vinsæll, afrískur réttur

Irio (kartöflustappa með lauk og baunum)

Þessi réttur er eins afrískur og hugsast getur. Þetta er hefðbundinn matur hjá Kikuyu ættbálkinum, svona eins og grjónagrautur er hjá okkur. Irio er afskaplega milt og gott fyrir magann.

Kókos og hvítlaukmaukið

Kókos- og hvítlauksmauk (coconut and garlic chutney) frá Tanzaníu

Eða eiginlega ekki frá Tanzaníu heldur frá Indlandi því kókosmauk er mikið notað þar. Ég smakkaði þetta meðlæti hins vegar á indverskum veitingastað í Moshi, Tanzaníu.

Léttur og fínn hummus

Kúrbítshummus

Þessi uppskrift er úr Rawvolution bókinni minni sem er hráfæðisbók. Hummusinn er léttari en hefðbundinn hummus enda er notaður kúrbítur (zucchini, courgette) í stað kjúklingabauna.

Mango chutney, frábært með indverskum mat

Mangomauk (mango chutney)

Ég er svo ótrúlega montin yfir að hafa búið til mango chutney og það eitt besta mango chutney sem ég hef smakkað.

Paprikumauk

Paprikumauk með svörtum ólífum

Þetta er hollt og gott mauk, tilvalið ofan á snittur í boð eða ofan á ristabrauð í hádeginu. Best er að nota matvinnsluvél eða töfrasprota til að mauka. Maukið má frysta.

Baunamauk

Pintóbaunamauk

Þessi uppskrift er úr bókinni Grænn Kostur Hagkaupa sem er ein af mínum uppáhaldsbókum. Ég minnkaði olíumagnið aðeins og notað smávegis af eplasafa í staðinn.

Tómata og eggaldin súrkrás (pickle)

Þetta er svona frekar sætsterkt meðlæti (samt ekki of sætt) sem er fínt þegar maður er að borða t.d. sætan indverskan mat.