Pasta- og núðlur í ofni

Síða 1 af 1

Ég er algjör „sökker” fyrir öllu sem bakað er í ofni, helst með osti. Það skiptir engu máli hvort það er fiskur, grænmeti, pasta, hýðishrísgrjón eða hvað, ég borða allt sem bakast í ofni og er með bræddum osti. Það er líka upplagt að frysta svona rétti og hita upp síðar, þeir bragðast enn betur þegar maður þarf bara að hita þá upp (og ekki eyða tíma í að útbúa þá!). Þegar ég á svona mat í frystinum, sem ég þarf bara að henda í ofninn, finnst mér það jafn mikið „frí” og að fara út að borða, svona næstum því.


Einfaldur og hollur grænmetisréttur í ofni

Einfaldur grænmetisréttur í ofni

Þessi réttur er bæði einfaldur, hollur og ódýr (alltaf góð blanda).

Kúskús með bökuðu grænmeti

Mér finnst kúskús gott og sérstaklega ef það er með bökuðu grænmeti eins og tómötum og paprikum. Þetta er léttur réttur og fínn í maga en tekur smátíma að hafa hann til.

Grænmetislasagna. Nammi namm

Lasagna með sojakjöti

Þessi uppskrift, er blanda úr 4 uppskriftum að lasagna.

Spínat- og osta cannelloni (fyllt pastarör)

Ég fann þessa uppskrift í einhverju eldgömlu tímariti en breytti henni aðeins.