Pasta/núðluréttir

Síða 1 af 2

Ég verð að viðurkenna að ég borða ekki mikið af pasta eða núðlum. Þegar ég bý til pastarétt þá reyni ég alltaf að nota speltpasta í staðinn fyrir venjulegt pasta og það er mjög svipað að flestu leyti. Svo hef ég stundum keypt ferskt pasta líka. Það eru tveir aðrir kostir í stöðunni en þeir eru að kaupa heilhveitipasta eða búa til sitt eigið (sem ég hef ekki komist upp á lag með að gera). Ég hef heyrt að þeir sem búa til sitt eigið pasta kaupi aldrei aftur venjulegt, þurrt pasta!!

Það eru ótal margar gerðir af pasta til (skrúfur, ræmur, rör o.fl.) og fer eftir því hvað maður er að elda hverju sinni, hvað er best að nota. Til dæmis er gott að nota skrúfur og rör í pasta með þykkum sósum og flatar núðlur eða spaghetti er gott að nota ef maður er t.d. með sjávarréttapasta. Mér finnst alltaf best að hafa pasta í lágmarki í matnum og leyfa heldur grænmetinu eða því aðalinnihaldi sem verið er að nota það sinnið, í aðahlutverki.


Fimm krydda grænmetisnúðlur

Austurlenskar fimm krydda grænmetisnúðlur

„Fimm-krydda" hljómar kannski flókið, en er í raun er hægt að kaupa samnefnt krydd í flestum stærri matvöruverslunum og heitir þá yfirleitt „five spice" eða „chinese five spice".

Einfaldur og hollur grænmetisréttur í ofni

Einfaldur grænmetisréttur í ofni

Þessi réttur er bæði einfaldur, hollur og ódýr (alltaf góð blanda).

Fyllt eggaldin

Þetta er mjög fínn réttur til að búa til í miðri viku því hann er fljótlegur, ódýr en um leið saðsamur. Nota má hýðishrísgrjón eða bygg í staðinn fyrir pasta.

Léttur og litríkur núðluréttur

Kjúklinga Chow Mein (núðluréttur)

Það eru óteljandi afbrigði af Chow Mein og hvert land (og álfa) hefur sína útgáfu.

Litríkur og hollur kjúklingaréttur með sósu

Kjúklingur með grænmeti, núðlum og cashewhnetum (og sósu)

Það er upplagt að gera þessa uppskrift vel stóra svo maður geti haft hana í matinn tvo daga í röð (og jafnvel í nesti þriðja d

Kókos- og laxasúpa með núðlum

Kókos- og laxasúpa með hrísgrjónanúðlum

Þessi súpa er frábær þegar maður á afgang af laxi í frystinum. Hún er líka mjög holl því það er holl fita í laxinum sem er okkur nauðsynleg.

Kúskús með bökuðu grænmeti

Mér finnst kúskús gott og sérstaklega ef það er með bökuðu grænmeti eins og tómötum og paprikum. Þetta er léttur réttur og fínn í maga en tekur smátíma að hafa hann til.

Grænmetislasagna. Nammi namm

Lasagna með sojakjöti

Þessi uppskrift, er blanda úr 4 uppskriftum að lasagna.

Malasíska kókossúpan með núðlum og rækjum

Malasísk kókossúpa með hrísgrjónanúðlum

Þessi uppskrift er svolítið maus en er alveg rosalega góð. Hægt er að nota tofu eða sojakjötsbita í staðinn fyrir rækjurnar.

Matarmikil krabbakjöts/núðlusúpa

Þetta er matarmikil og holl, kínverk súpa þar sem í henni er mikið af grænmeti og nær engin fita.

Verulega hollur og seðjandi matur

Pad Thai núðlur

Þessa uppskrift gerði ég fyrst í desember 2005. Ástæðan fyrir því að ég man það svona vel er að ég stóð við eldavélina í London draghölt í umbúðum enda nýbúin í hnéaðgerð.

Speltpasta með reyktum laxi

Pasta með reyktum laxi eða silungi

Þetta er æðislega góð uppskrift. Ég nota yfirleitt reyktan silung úr Slíðdalstjörn í Borgarfirði (vatninu sem foreldrar mínir og fleiri eru með á leigu).

Einfaldur og ljúffengur pastaréttur

Pasta með reyktum laxi og spínati

Fyrir ykkur sem ekki veiðið (og reykið) fiskinn sjálf þá er auðvelt að kaupa reyktan fisk í flestum verslunum (bæði silung og lax).

Holl og virkilega góð pastasósa

Pastasósa

Þessa pastasósu geri ég gjarnan þegar ég hef nægan tíma og mig langar að dútla í eldhúsinu. Það er eitthvað svo dásamlegt að búa til sína eigin pastasósu.

Sesamnúðlur, einfaldur og saðsamur réttur

Sesamnúðlur

Þetta er núðluréttur sem ég held dálítið upp á en hráefnin eru kannski frekar óvenjuleg; chilli, sesamfræ og hnetusmjör.

Núðlur í japönskum stíl

Soba núðlusalat með wakame, engifer og grænmeti

Af því að ég er nýkomin frá Japan þá gat ég ekki annað en sett inn japanskan núðlurétt. Soba núðlur eru mikið notaðar í Japan og wakame sömuleiðis en wakame er þangtegund.

Spaghetti bolognese, með spelt spagetti og sojakjöti

Spaghetti bolognese (með sojakjöti)

Mér fannst spaghetti og bollur alltaf hrikalega góður matur hérna í gamla daga (var ekki hrifin af kjöti en fann ekki svo mikið kjötbragð af bollunum).

Spaghetti með kræklingasósu

Þetta er fínn réttur í miðri viku þegar maður hefur ekki allt of mikinn tíma en vill búa til staðgóðan og hollan mat.

Spaghetti með sveppum

Spaghetti með sveppum

Þetta er fín og einföld uppskrift og þurrkuðu sveppirnir gefa sterkt og gott sveppabragð.

Litríkur, afrískur grænmetisréttur

Spaghetti ya Mboga (spaghetti með bökuðu grænmeti)

Þessi einfaldi, afríski réttur kom mér á óvart. Ég leyfði tómötunum að malla vel og lengi og það borgar sig að vera þolinmóður því þannig verða þeir bestir og líkastir því sem maður fær í Afríku.

Spínat- og osta cannelloni (fyllt pastarör)

Ég fann þessa uppskrift í einhverju eldgömlu tímariti en breytti henni aðeins.

Dásamlega léttur og fínn núðluréttur

Steiktar núðlur og grænmeti

Þetta er bara svona týpískur, austurlenskur núðluréttur. Það er ekkert eitt afgerandi bragð af honum, bara frekar mildur og fínn fyrir þá sem þola til dæmis illa sterkt kryddbragð.

Ódýr, einföld, bragðgóð og vegan núðlusúpa

Súrsæt (sweet & sour) núðlusúpa

Þetta er eiginlega svona núðlusúpuréttur þ.e. bæði núðlusúpa og núðluréttur. Upphafleg uppskrift inniheldur ekki soba núðlur (úr bókhveiti) en það er hrikalega gott að hafa þær með.

Súpa með 10 þúsund hráefnum, eða þar um bil

Thailensk laksa (ekki laxa) súpa

Súpan virkar kannski flókin en er það í raun ekki. Það er samt ágætt að útbúa súpuna þegar maður er ekki á hraðferð.

Saðsöm, einföld og bragðgóð súpa

Thailensk núðlusúpa með rækjum

Þessi súpa er ægilega góð. Þetta er svolítill svindlmatur og ég kaupi yfirleitt ekki tilbúnar (hollar auðvitað) sósur en svona í miðri viku, eftir vinnu þá er maður bara svo oft upptekinn.