Djúsí, óbökuð hnetukaka
Það er gott að taka fram gamlar og góðar uppskriftir og endurnýja þær. Ég skellti í þessa í gær og smellti auðvitað af mynd. Ég mæli með þessari köku (svo lengi sem ekki er til staðar ofnæmi) fyrir afmæli, saumó, fermingar og í raun hvað sem er því kakan heldur sér vel, hana má útbúa deginum áður (skera þá bananasneiðar daginn sem á að bera hana fram) og svo eru endalausir möguleikar hvað skreytingar varðar. Þessa köku hef ég boðið fólki uppi á miðju hálendi Íslands, í hestaferð, án rafmagns og hita (þannig að ekki hefði verið hægt að baka kökur) og ég get sagt ykkur að gleðihrópin heyrðust alla leið til byggða!