Græn salöt

Síða 1 af 1

Fyrir mér eru salöt meira en bara græn blöð á diski. Salöt eru eins og listaverk og maður getur sett saman mismunandi áferð og liti alveg eins og í málverki. Litir og litasamsetning eru mikilvægir þættir í matargerð og í lífinu öllu (ég er myndlistarmenntuð) og það er ekki síst í salötum sem maður getur látið lita- og sköpunargleðina njóta sín. Fyrir utan að vera falleg á borði þá eru salöt auðvitað ótrúlega holl og yfirleitt full af vítamínum. Maður getur til dæmis sett saman spínat eða laufsalat (Lambhagasalat), tómata, rauða/appelsínagula papriku, sólþurrkaða tómata, avocado, furuhnetur, sólblómafræ, döðlur, appelsínur, kjúklingabaunir og svo mætti lengi telja. Fallegt, litríkt og hollt. Það er frábær blanda.


Lítríkt og hollt salat

Avocado- og melónusalat með sítrónugrass-jógúrtsósu

Algjört dásemdar sumarsalat. Cantaloupe melónur eru pakkfullar af Beta Carotene (sem umbreytist í A vítamín í líkamanum) og C vítamínum og eru sérlega góðar fyrir heilsu augnanna.

Einfalt, sumarlegt og litríkt salat

Einfalt salat með tahini salatsósu (dressingu)

Salöt finnst mér best ef í þeim er blanda af grænu, sætu og hráu. Mér finnst sem sagt best að blanda saman grænum blöðum, svolitlu af sætu (eins og mango, eplum, jarðarberjum, vínberjum).

Járn- og vítamínríkt salat

Klettasalat með rauðrófum og parmesan

Ég fékk svipað salat á krá einni í London sem er þekkt fyrir góðan mat enda er eigandi staðarins enginn annar en Gordon Ramsay.

Undir áhrifum frá New York, hollt og gott grænmetissalat

New York salat með grilluðu grænmeti og hnetum

Þetta salat er undir beinum áhrifum frá New York. New York er eins og allt sem maður sér í sjónvarpsþáttum og bíómyndum og auðvitað meira en það! Þvílíkt matarhimnarríki.

Litríkt salat til að lífga upp á daginn

Salat í nestið

Mér finnst þetta salat alveg ferlega fínt í nestið. Það hefur holla fitu úr avocadoinu, trefjar og prótein í kjúklingabaununum og svo allt vítamínið úr ávöxtunum og grænmetinu.

Sumarlegt og hollt salat

Sumarlegt salat með appelsínum og vatnsmelónu

Þegar maður borðar þetta salat finnur maður eiginlega hollustuna streyma um sig enda er salatið algjör heimsmeistari í hollustu. Svo getur maður skipt út hráefni og bætt við.