Núðlusúpur
Núðlusúpur (þ.e. súpur og núðlur) eru að mínu mati ferlega góð samsetning, sérstaklega ef maður er með bragðsterkan súpugrunn (t.d. með thailensku kryddmauki og kókosmjólk). Með góðan grunn getur maður leikið sér svolítið og bætt út í alls kyns grænmeti, fiski eða kjöti (ef þið borðið kjöt). Núðlusúpur eru drjúgar og saðsamar en gallinn við þær, að mínu mati, er að þær tekur oft langan tíma að undirbúa og það er ekki gott að frysta súpur með núðlum í því núðlurnar vilja verða maukkenndar. Það skynsamlegasta í stöðunni er að frysta súpugrunninn með grænmetinu í og sjóða svo núðlurnar bara sér og bæta út í. Þannig á maður alltaf góðan grunn í frystinum og getur svo hent núðlum út í súpuna þegar maður hitar hana upp sem og grænmeti sem farið er að slappast, ef maður vill bæta meira grænmeti út í.
Kókos- og laxasúpa með hrísgrjónanúðlum
Þessi súpa er frábær þegar maður á afgang af laxi í frystinum. Hún er líka mjög holl því það er holl fita í laxinum sem er okkur nauðsynleg.
Malasísk kókossúpa með hrísgrjónanúðlum
Þessi uppskrift er svolítið maus en er alveg rosalega góð. Hægt er að nota tofu eða sojakjötsbita í staðinn fyrir rækjurnar.
Matarmikil krabbakjöts/núðlusúpa
Þetta er matarmikil og holl, kínverk súpa þar sem í henni er mikið af grænmeti og nær engin fita.
Súrsæt (sweet & sour) núðlusúpa
Þetta er eiginlega svona núðlusúpuréttur þ.e. bæði núðlusúpa og núðluréttur. Upphafleg uppskrift inniheldur ekki soba núðlur (úr bókhveiti) en það er hrikalega gott að hafa þær með.
Thailensk laksa (ekki laxa) súpa
Súpan virkar kannski flókin en er það í raun ekki. Það er samt ágætt að útbúa súpuna þegar maður er ekki á hraðferð.
Thailensk núðlusúpa með rækjum
Þessi súpa er ægilega góð. Þetta er svolítill svindlmatur og ég kaupi yfirleitt ekki tilbúnar (hollar auðvitað) sósur en svona í miðri viku, eftir vinnu þá er maður bara svo oft upptekinn.
Útilegusveppasúpa með fjallagrösum
Frábær máltíð sem maður myndi ekki einu sinni vera óánægður með á fínasta veitingahúsi en úti í náttúrunni, uppi á fjalli, með fallegt útsýni, við sætan læk, í góðu veðri, er bara ekkert betra!