Sjávarréttasúpur

Síða 1 af 1

Það er upplagt að setja fiskafganga í sjávarréttasúpur og drýgja þannig afgangana sem maður á ísskápnum. Hægt er að kaupa sjávarréttablöndur eða krækling í dósum í verslunum og nota á móti fiskinum. Ég er hrifnust af tærum súpum en öðru hvoru finnst mér gott að nota hafrarjóma til að þykkja súpurnar með, sérstaklega ef ég er að útbúa súpu sem aðalrétt. Þá ber ég hana fram með kjarngóðu brauði svo allir verði saddir! Sjávarréttasúpur má frysta (ef ekki eru núðlur í þeim) en best er að frysta fisk aðeins einu sinni eftir að hann hefur verið matreiddur.

Ferskan krækling er gott að nota í súpur en athugið að kræklinga ætti maður ekki að týna í mánuðum sem enda á r eða í mánuðum sem byrja á j. Sem sagt, týna má kræklinga í mars, apríl, maí og ágúst. Eða svo heyrði ég eitt sinn!


Eggjadropa- og krabbakjötssúpa

Voða létt, próteinrík og góð súpa, mest megnis vatn og maískorn en afskaplega bragðgóð og fljótleg í undirbúningi. Það er hægt að kaupa bæði frosið og niðursoðið krabbakjöt.

Einfalda fiskisúpan

Einföld fiskisúpa

Þessi fiskisúpa er bæði einföld og ódýr og upplögð þegar maður á t.d. ýsusporð (ýsuafgang) í ísskápnum. Sem er oft einmitt í miðri viku.

Litrík fiskisúpa frá Miðjarðarhafi

Fiskisúpa frá Miðjarðarhafinu

Þessi súpa er hrikalega bragðgóð, seðjandi og ótrúlega holl. Frábær vetrarsúpa því maður hitnar alveg í gegn við að borða hana. Súpan hentar vel fyrir þá sem hafa glúteinóþol og mjólkuróþol.

Meira seyði en súpa en gott engu að síður

Humarsúpa

Humar er mjög próteinríkur og magur og inniheldur omega 3 fitusýrur. Hann þarf ekki að kosta mann neglur og nýra ef maður kaupir brotna skel og frekar smáan humar.

Kókos- og laxasúpa með núðlum

Kókos- og laxasúpa með hrísgrjónanúðlum

Þessi súpa er frábær þegar maður á afgang af laxi í frystinum. Hún er líka mjög holl því það er holl fita í laxinum sem er okkur nauðsynleg.

Kræklinga- og kartöflusúpa

Kræklinga- og kartöflusúpa

Þessi súpa er saðsöm og góð og ódýr í þokkabót, kostar innan við 1000 krónur fyrir fjóra! Samt sem áður er þetta súpa sem ég yrði glöð að fá á veitingahúsi, svo góð þótti mér hún.

Malasíska kókossúpan með núðlum og rækjum

Malasísk kókossúpa með hrísgrjónanúðlum

Þessi uppskrift er svolítið maus en er alveg rosalega góð. Hægt er að nota tofu eða sojakjötsbita í staðinn fyrir rækjurnar.

Matarmikil krabbakjöts/núðlusúpa

Þetta er matarmikil og holl, kínverk súpa þar sem í henni er mikið af grænmeti og nær engin fita.

Ómótstæðileg og holl sjávarréttarsúpa

Sjávarréttasúpa

Þessi súpa er sérlega seðjandi en samt létt í maga.

Sudusúpa (indversk fiskisúpa)

Eins og svo oft áður höfum við fengið frábæran mat hjá Helgu og Þórhalli vinafólki okkar, þau eru snilldarkokkar. Þessi uppskrift kemur frá indverskri kunningjakonu þeirra, Sudu að nafni.

Spennandi og bragðgóð fiskisúpa

Thailensk fiskisúpa

Þetta er svona uppskrift sem maður gerir bara um helgar eða þegar maður hefur nægan tíma því hún er dáldið tímafrek.

Saðsöm, einföld og bragðgóð súpa

Thailensk núðlusúpa með rækjum

Þessi súpa er ægilega góð. Þetta er svolítill svindlmatur og ég kaupi yfirleitt ekki tilbúnar (hollar auðvitað) sósur en svona í miðri viku, eftir vinnu þá er maður bara svo oft upptekinn.