6-9 mánaða

Síða 1 af 1

Ég held að ég verði að viðurkenna að mér finnst tímabilið 6-9 mánaða einna skemmtilegast hvað mat varðar. Börn eru svo óskaplega forvitinu um allt á þessum aldri, þau eru að uppgötva nýja hæfileika daglega, sækja sjálf í að snerta alls kyns hluti og sum eru farin að skríða til að geta uppfyllt það takmark sitt að smakka á ÖLLU sem heimurinn hefur upp á að bjóða. Hvort sem það eru rafmagnssnúrur, ullarsokkar eða klósettpappír. Upp í munn skal það.

Á þessu stigi er best að fara gefa barninu aðeins grófari fæðu, sérstaklega þegar nær dregur 9 mánaða aldrinum. Flest börn eru komin með nokkrar tennur sem þau eiga að geta notað til að bíta í gegnum pínulitla kjötbita eða fisk svo dæmi sé tekið. Börnum finnst yfirleitt gott að hafa sósu í matnum og má nota sömu sósuna og útbúin er fyrir fjölskylduna nema ekki með viðbættu salti eða miklu kryddi. Það er samt merkilegt hvað börn eru hrifin af bragðmiklum mat. Það er ekki alls kostar rétt að börn vilji einungis bragðlítinn mat. Það er reyndar sá matur sem þau vilja ef þeim er einungis boðið upp á slíkt en ef börnin eru laus við allt ofnæmi má fara að blanda alls kyns kryddjurtum með matnum og dóttir mín elskar karrí og hefur gert frá því hún smakkaði það fyrst um 9 mánaða. Þeim mun duglegri sem við erum að gefa börnunum nýtt bragð til að smakka á, þeim mun duglegri eru þau (yfirleitt) síðar meir við að borða það sem fyrir þau er lagt þ.e. venjulegan heimilismat (en án viðbætts salts). Til dæmis má nefna pítubrauð með hummus (um 9 mánaða), vel stappaðan fisk í karrísósu, kjötsúpu með hrísgrjónum og margt fleira.

Eins og áður er mikilvægt að vera vel skipulagður því börn hafa ENGA&;þolinmæði til að bíða eftir mat ef þau eru orðin svöng. Mér finnst best að frysta mikið magn í einu (t.d. af grænmetismauki til að nota sem grunn þegar þau eru 6 mánaða) og síðar meir (þegar þau eru nær 9 mánaða) stappa ég grænmeti, fisk o.fl. og frysti og nota síðar. Svo hef ég til matinn kvöldið eftir (læt hann þiðna yfir nóttina í ísskápnum) og hita hann svo upp daginn eftir.

Ítarlegri fróðleikur um ungbarnamat


Nammi namm, avocado og banani

Avocado og bananamauk

Þegar maður blandar saman avocadoi og banana þá verða einhverjir töfrar til.

Avocadomauk

Avocadomauk

Avocadomauk hljómar kannski ekki vel fyrir suma fullorðna en avocado er svo bráðhollt að maður ætti að byrja að borða það um leið og maður getur!

Gómsætt mauk

Banana- mango og sveskjumauk

Þessi blanda er heppileg fyrir börn sem eru farin að tyggja litla bita. Það þarf að mauka sveskjurnar vel því oft eru litlar flyksur eftir sem litlum börnum gengur illa að kyngja.

Bananamauk, mjög einfalt

Bananamauk (og ýmis afbrigði af bananamauki)

Bananamauk er alveg ótrúlega sniðugur matur. Ekki bara fyrir lítil börn heldur nota ég oft bananamauk t.d. í drykki (í blandara) og í bakstur.

Bláberjagrautur er frábær með ferskum bláberjum á haustin

Bláberjagrautur

Þessi uppskrift er tilvalin í berjavertíðinni. Það er ekkert betra en að nota fersk bláber í matinn sinn, hvað þá fyrir litlu börnin.

Blandað grænmetismauk í ísmolaboxi

Blandað grænmeti

Þegar tíminn er naumur (eins og alltaf þegar maður er með smábarn á handleggjunum) getur verið gott að mauka mikið magn í einu og frysta. Það sparar manni ómældan tíma.

Epla- og perumauk, góð blanda

Epla- og perumauk

Epli og perur eru góð blanda og betri hjón í ávaxtaríkinu er vart hægt að hugsa sér!

Sætt og milt í maga

Eplamauk

Epli eru prýðileg sem fyrsta mauk þar sem þau valda afar sjaldan ofnæmi hjá litlum börnum.

Fyrsta kexið fyrir litla fingur og munna

Fyrsta kexið

Þetta kex er mátulega hart (en ekki of), gott á milli fingranna (ekki of gróft) og er hvorki of sætt né of sterkt á neinn hátt. Þetta kex er upplagt að eiga fyrir börnin á milli mála.

Graskersmauk fyrir smáfólkið

Graskersmauk

Þetta mauk er sniðug viðbót fyrir ungbörnin því grasker er milt og gott og ekki of sætt. Það hentar vel sem grunnmauk sem maður getur fryst og bætt svo alls kyns hráefni út í.

Grænmetissoð

Þetta soð má nota í alls kyns grauta og súpur og sömuleiðis má nota það til að sjóða t.d. kjúkling eða fisk í.

Gulrót og kartafla, sígild blanda

Gulrótar- og kartöflumauk

Þessi blanda, gulrætur og kartöflur er sígild blanda sem örugglega flest börn hafa smakkað einhvern tímann á fyrsta æviárinu.

Maukið fagurlitaða

Kartöflu-, maískorna- og gulrótarmauk

Þetta er gott mauk fyrir litla kroppa en hentar ekki vel sem fyrsta grænmetismaukið. Það hentar betur börn sem eru farin að borða fasta fæðu og eru ekki með ofnæmi fyrir lauk.

Kartöflumauk

Kartöflumauk

Kartöflumauk eitt og sér er ekki endilega lystugt né gott á bragðið en maukað saman við ýmislegt annað grænmeti er það góð viðbót í fjölbreyttri fæðu ungs barns.

Mangomauk

Mangomauk

Mango eða papayamauk er hentugt mauk fyrir litlu krílin en það þarf að gæta þess að ávöxturinn sé vel þroskaður því annars er hann allt of súr.

Ljúfar, mildar og bragðgóðar

Mauk úr sætum kartöflum

Sætar kartöflur eru afar gómsætar sérstaklega fyrir minnstu sælkerana. Litlu börnunum líkar yfirleitt afar vel við sætt, milt bragðið og maukið fer einnig vel í magann.

Sæt kartafla með hrísmjöli, góð blanda

Mauk úr sætum kartöflum og hrísmjöli

Þessi samsetning er hentug því hún er bæði bragðgóð, mild og fer einnig vel í maga. Lítil kríli fúlsa ákaflega sjaldan við sætum kartöflum og með hrísmjöli getur þessi samsetning ekki klikkað!

Perumauk, einfalt og hollt

Perumauk

Þetta mauk er hentugt sem fyrsta ávaxtamaukið því perur hafa þann eiginleika að vera nánast lausar við ofnmæmisvaldandi efni.

Spergilkál og hrísmjöl, járnríkt og gott mauk

Spergilkáls- og hrísmjölsmauk

Hrísmjöli má blanda við flest ávaxta- og grænmetismauk.

Grænt og hollt

Spergilkálsmauk

Spergilkál (brokkolí) inniheldur járn og mikið af C, K og A vítamíni.

Sveskju- og bananamauk

Sveskjumauk er kannski ekki besta maukið til að prófa í fyrstu skiptin þar sem það er bæði trefjaríkt og losandi.

Sveskju- og perumauk

Fyrsta maukið sem börnin fá, ætti helst ekki að vera sveskjumauk þar sem það getur verið of gróft í magann og getur verið hæg&e

Sætar kartöflur og spergilkál

Sætar kartöflur og spergilkál

Sætar kartöflur eru yfirleitt mjög vinsælar hjá yngstu sælkerunum. Þær eru auðmeltar, góðar og sætar og innihalda fullt af vítamínum.

Tvenns konar mauk

Tvenns konar mauk: Spergilkál og sæt kartafla með hrísmjöli

Þegar búið er til mikið magn af maukuðu grænmeti í einu er um að gera að prófa sig áfram með hráefni og hlutföll.