Kartöflu-, maískorna- og gulrótarmauk

Þetta er gott mauk fyrir litla kroppa en hentar ekki vel sem fyrsta grænmetismaukið. Það hentar betur börn sem eru farin að borða fasta fæðu og eru ekki með ofnæmi fyrir lauk. Áferðin á maukinu er afar mjúk og góð og bragðið milt en jafnframt aðeins sætt. Kartöflur, maís og gulrætur fara vel í magann og þægilegt er að bæta, fiskbitum, grænmetisbitum eða kjötbitum við þegar börnin eru farin að geta borðað stærri bita. Uppskriftin er úr bók Annabel Karmel sem heitir Top 100 Baby Purees. Mikilvægt er að nota ekki grænmetistening eða grænmetiskraft í uppskriftina þar sem hann inniheldur of mikið salt.

Þessi uppskrift er:

  • Án glúteins
  • Án mjólkur
  • Án eggja
  • Án hneta
  • Vegan

Kartöflu-, maískorna- og gulrótarmauk

Gerir 4-5 skammta

Innihald

  • 50 g laukur, afhýddur og saxaður gróft
  • 175 g gulrætur, skrældar, þvegnar og saxaðar gróft
  • 200 g kartöflur, skrældar, þvegnar og saxaðar gróft
  • 25 g smjör eða kókosolía
  • 250 ml vatn eða grænmetissoð
  • 50 g maískorn (án sykurs), frosið eða úr dós

Aðferð

  1. Afhýðið laukinn og saxið gróft.
  2. Skrælið kartöflur og gulrætur og saxið gróft.
  3. Hitið kókosolíu eða smjör í potti og steikið laukinn í nokkrar mínútur.
  4. Bætið gulrótunum saman við og steikið í 5 mínútur.
  5. Setjið kartöflurnar út í og hellið vatninu eða grænmetissoðinu yfir.
  6. Sjóðið í 15 mínútur.
  7. Bætið maískornunum saman við og hitið í 5 mínútur.
  8. Kælið.
  9. Notið töfrasprota til að mauka grænmetið en einnig má nota matvinnsluvél eða blandara. Fyrir yngri börn skal gæta þess að engir stórir bitar séu eftir en fyrir börn sem eru nær 9 mánaða mega vera litlir bitar í maukinu.
  10. Bætið vatni við ef þið viljið þynnra mauk.

Gott að hafa í huga

  • Maukið má frysta en athugið að frysta ekki aftur grænmetissoð sem áður var frosið.
  • Gott er að frysta maukið í ísmolabox. Setjið svo molana í góða frystipoka. Merkið pokana með innihaldi og dagsetningu. Í góðum frysti geymist frosinn barnamatur í nokkra mánuði.
  • Börn eiga misjafnlega auðvelt með að kyngja mat svo bætið við meira af vatni/mjólk ef ykkur finnst það henta.
  • Gott getur verið að bæta við móðurmjólk/þurrmjólk/stoðmjólk út í maukið í fyrstu skiptin, þannig fæst kunnuglegt bragð sem sumum börnum líkar vel.
  • Gott er að blanda svolitlu af hrísmjöli/maísmjöli/hirsimjöli saman við grautinn til að fá matarmeiri graut.
  • Ég nota einungis lífrænt ræktað hráefni í barnamat og ég gufusýð alla ávexti og allt grænmeti.
  • Vörur frá Holle, Babynat, Baby Organic og Organix eru mjög góðar og mæli ég með þeim.
  • Ef þið eruð stödd þar sem þið getið ekki blandað hráefnið má bjarga sér með hvítlaukspressu (fyrir litla skammta)!

  •