Kex / biscotti
Það er fátt betra en að dýfa biscotti í kaffibolla. Það er auðvelt að búa til biscotti en maður þarf góðan tíma til þess þar sem það er tvíbakað. Ég er reyndar hrifin af kexi almennt en það eru áratugir síðan ég keypti venjulegt kex út úr búð. Kex er nefnilega ekki það sama og kex, bara svo það sé á hreinu. Venjulegt kex sem keypt er í matvöruverslun inniheldur yfirleitt þetta: Sykur, glúkósasíróp (oft), smjör, hveiti, rotvarnarefni (fullt af því), transfitusýrur og annað miður gott fyrir okkur. Hafrakex og annað kex úr heilsubúð er yfirleitt í lagi en getur innihaldið dálítið mikið af hrásykri. Það inniheldur þó ekki transfitusýrur eða rotvarnarefni. Mér finnst mjög gaman að búa til mitt eigið kex og sérstaklega biscotti því það geymist vel.
Ástralskt hermannakex (ANZAC)
Þessi uppskrift kemur frá einum notanda vefjarins sem heitir Sólborg Hafsteinsdóttir.
Biscotti með macadamiahnetum og trönuberjum
Þessar biscottikökur eru alveg hreint dásamlega ljúfar. Maður getur sleppt appelsínuberkinum ef maður vill og þá eru þeir enn þá mildari á bragðið.
Biscotti með möndlum
Þetta er nokkuð holl útgáfa af ítalska biscotti kexinu. Eina fitan í þessari uppskrift kemur úr möndlunum en það er holl fita svo við skulum ekkert fá svo mikið samviskubit.
Biscotti með pistachiohnetum
Ég elska biscotti. Það er handhægt (passar vel í t.d. nestisbox og bakpoka), geymist vel, er frekar auðvelt að búa til og er bara nokkuð hollt.
Biscotti með pistachiohnetum og appelsínukeim
Þessar biscotti kökur eru meiriháttar góðar með kaffinu, frábærar til að dýfa í teið eða kaffið.
Hafrakex
Það er ekki endilega auðvelt að finna uppskriftir að hollu hafrakexi og ég var búin að leita lengi.
Hrískökur með súkkulaði eða carob
Þetta er einstaklega fljótlegt og upplagt að gera þegar mann langar í eitthvað sætt en ekki neitt of óhollt.
Súkkulaði biscotti með möndlum og þurrkuðum kirsuberjum
Ég fann einhvern tímann uppskrift að súkkulaðibiscotti sem innihélt um 310 grömm af sykri. Ég lýg því ekki.