Búðingar
Þegar ég var lítil stúlka fannst mér töfrum líkast hvernig duft í bréfi gat breyst á undraverðan hátt í búðing bara ef maður bætti vatni eða mjólk saman við. Það var ekkert flottara að mínu mati. Eini gallinn var að mér þótti búðingar vondir á bragðið, sérstaklega svona litaðir búðingar/hlaup. Ég reyndi að borða súkkulaði- og vanillubúðing en gat aldrei borðað meira en eina skeið. Ég dag skil ég það mjög vel því búðingar eru óttalegt drasl (að mínu mati). Ég geri núna mína eigin búðinga og þeir innihalda hnetur og kakó eða vanillu, stundum döðlur, stundum avocado en umfram allt eru þeir hollir, ólíkt duftbúðingum í bréfum.
Carobbúðingur
Ekki alveg Royal búðingurinn!!! Þessi hentar vel fyrir þá sem vilja gera vel við sig en vilja ekki óhollustuna sem fylgir venjulegum búðingum.
Döðlu- og hnetubúðingur
Þetta er bragðgóður og sérlega hollur búðingur og hentar einstaklega vel fyrir þá sem hafa mjólkuróþol. Ég geri hann oft á föstudegi til að eiga yfir helgi því hann geymist vel.
Pride uppskriftin 2017 - cashewbúðingur
Pride uppskriftir hef ég útbúið með einhverjum hléum í 10 ár eða svo.
Súkkulaði- og bananabúðingur
Sérlega sniðugur súkkulaðibúðingur (súkkulaðimús) með hollri fitu úr cashewhnetum sem er afar góð fyrir hjarta og æðar.
Súkkulaðibúðingur (með tofu)
Já það er magnað að þessi búðingur sé hollur. Enginn rjómi, ekkert smjör, ekkert matarlím og aðeins 4 mtsk rapadura hrásykur.
Vanillubúðingur
Þetta er reyndar meiri bananabúðingur en vanillubúðingur því bananabragðið er nokkuð sterkt.