Ís

Síða 1 af 1

Jóhannes segist vera með íshólf í maganum. Það er sérstakt hólf sem er algjörlega óháð öllu öðru sem hann borðar. Það skiptir ENGU máli hversu saddur hann er eftir máltíð, hann gæti léttilega slátrað eins og einum lítra af ís án þess að blikka augum. Hann segir að þó hann sé svo saddur að hann sé bókstaflega að springa, fari ísinn í annað hólf í maganum og því finni hann ekki fyrir honum. He he. Hann er mikill ísmaður og flestir ísarnir hér eru til komnir vegna þess að ég hef fengið að heyra „mig langar svo í ííííííííísssssss”. Þá leggst ég í tilraunir því það er eins gott að halda forritara CafeSigrun góðum!

Mér finnst magnað að ís sé hægt að gera án eggja, rjóma og sykurs. Í staðinn má gera frábæra ísa með t.d. cashewhnetum, agavesírópi og vanillu, eða avocado, hlynsírópi, banana og kakói. Fyrir einhverjum árum síðan hefði mér ALDREI dottið það í hug. Svo að það sé líka á hreinu þá er Jóhannes, ísmaðurinn mikli afar hrifinn af ísunum mínum.


Kókos- og ananasís

Ananas- og kókosís

Þessi ís er sá fyrsti sem ég prufa með stevia sætu eingöngu. Enginn viðbættur sykur er í ísnum.

Ávaxta- og cashewhnetuís

Ávaxta- og cashewhnetuís

Þessi ís er ekkert nema vítamín og hollusta. Uppskriftin að ísnum kemur úr bók sem heitir einfaldlega RAW eftir strák að nafni Juliano.

Hollur og fjólublár ís

Bláberja- og bananaís

Bláber og bananar. Namm. Þessi ís er mjólkurlaus og eggjalaus og hentar því vel fólki með þess konar óþol..hann er líka góður þó maður hafi ekkert óþol og er sérlega hollur.

Bláber og kakó....ein hollasta samsetning heims!

Bláberja- og súkkulaðiís

Ohhh ég slefa við tilhugsunina. Bláber og súkkulaði…, nammi namm. Þessi ís ætti eiginlega að heita andoxunarís með cashewhnetum.

Bláberjaísterta, fagurblá og holl

Bláberjaísterta

Hafið þið einhvern tímann spáð í hvort að bláber haldi fegurðarsamkeppni? Ég gat ekki annað eftir einn berjamóinn. Ég valdi þátttakendur í keppnina og við Jóhannes dæmdum.

Ís án mjólkur, aðaluppistaðan er cashewhnetur

Cashewís

Þetta er ægilega góður ís og hentar vel fyrir þá sem eru með mjólkuróþol eða vilja engar dýraafurðir og/eða eru jurtaætur (enska: vegan).

Hollur og góður súkkulaðiís

Döðlu- og súkkulaðiís

Ég var ekki mikið fyrir að búa til ís hérna áður fyrr, því aðaluppistaðan í þessum hefðbundnu ísuppskriftum er yfirleitt eggjarauður, sykur og rjómi.

Frosin jesúterta, full af vítamínum en alger orkubomba

Frosin jesúterta

He he, fyndið nafn í ljósi þess að ég er minnst trúaða manneskja sem fyrir finnst.

Frosnir bananar með ídýfu

Frosnir bananar með súkkulaði og ídýfu

Hafið þið séð þættina Arrested Development?

Allt er vænt sem vel er grænt

Græni ísinn

Þessi ís er ofsalega hollur og góður. Svo er hann ljómandi fallegur á litinn svona fagurgrænn!! Það er ekki alltaf sem ísinn kemst alla leið í frystinn því blandan sjálf er svo fáránlega góð.

Skemmtileg tilbreyting í konfektflórunni

Ískonfekt

Ískonfekt er alltaf svo skemmtilegt finnst mér því bæði er um að ræða konfekt með t.d. súkkulaði utan um og svo er maður með sörpræs líka því konfektmolinn er frosinn.

 Litríkir og hollir íspinnar fyrir alla

Jarðarberja- og banana íspinnar

Þetta eru aldeilis frábærlega hollir íspinnar. Þegar ég dreg þessa úr frystinum brosa bæði krakkar og fullorðnir út að eyrum og sleikja út um.

Jógúrtís með ananas og kiwi

Jógúrtís með ananas og kiwi

Þetta er dálítið suðrænn ís þar sem í honum er meðal annars ananas og kiwi.

Nammi namm mangó og kókos

Mango- og kókosís

Þessi ís er afar bragðgóður enda mjög skemmtilegt bragð sem kemur þegar maður blandar mango og kókos saman.

Pride drykkurinn

Pride ísdrykkurinn

Þetta er sannkallaður gleðiísdrykkur, ég sé a.m.k. ekki að neinn geti verið stúrinn yfir að halda á glasi með regnboganum í!

Hinsegin dagar 2013

Pride pinnar (gleðipinnar!)

Þessi uppskrift tók alveg voðalega langan tíma í undirbúningi en aðallega fyrir mig (því hún er sáraeinföld).

Dásamlegur ís, fullkominn yfir sumartímann

Rabarbara- og jarðarberjaís

Elva vinkona mín gaukar gjarnan að mér rabarbara yfir sumartímann. Það er alltaf gaman að fá rabarbarasendingu því þá er eiginlega vertíð í eldhúsinu mínu.

Hollur íshristingur (sjeik) með jarðarberja- og rabarbarabragði

Rabarbara- og jarðarberjaíshristingur (sjeik)

Nammi nammi. Það er fátt betra en hristingur (sjeik) á heitum sumardegi og þá er ég auðvitað að meina hollur hristingur.

Dásamlega bleikur og bragðgóður rabarbaraíspinni

Rabarbara- og jarðarberjaíspinnar

Þessir íspinnar/frostpinnar eru afar hollir og upplagðir yfir sumartímann þegar rabarbarinn er að spretta út um allar jarðir.

Nammi namm, holl útgáfa af ís. Myndina tók Jónsi vinur minn

Súkkulaðibitaís

Ég var lengi búin að vera að prófa mig áfram með ís sem væri hollur, léttur og án eggja. Ég held að það hafi tekist hér.

Súkkulaðimyntuís

Ég gerði þennan ís nokkrum sinnum því hann misheppnaðist alltaf. Eða sko...hann misheppnaðist ekki í eiginlegri merkingu heldur varð hann svo ljótur á litinn.

Hollur og góður vanilluís án mjólkur, rjóma eða eggja

Vanilluís

Þetta er ansi holl útgáfa af jóla-vanilluís. Það er enginn rjómi, engin egg og enginn hvítur sykur í ísnum. Ég notaði kókosolíu, agavesíróp og möndlumjólk. Döðlurnar gefa líka sætt bragð.

Vanilluhristungur, svo miklu hollari en út úr búð en svo æðislega góður!

Vanillumjólkurhristingur (sjeik)

Þessi hristingur er upplagður á heitum sumardegi í staðinn fyrir að fara í ísbúðina, og milljón sinnum hollari líka.