Hitt og þetta

Síða 1 af 4

Eins og nafnið gefur til kynna þá má finna uppskriftir hér sem falla ekki endilega undir aðra flokka. Hér má finna allt milli himins og jarðar, eins og t.d. baunaspírur, cashewhneturjóma, hollar franskar kartöflur, orkubita, nemendanasl og margt fleira.&;


Aduki baunaspírur vinstra megin, óspíraðar baunir hægra megin

Aduki baunaspírur

Það er ekki erfitt að spíra baunir. Það eina sem maður þarf er krukka, vatn og baunir. Mér finnst reyndar erfiðast að láta Aduki baunir spírast, þær eru pínulítið tregar.

Litríkt rauðrófusalat

Ananas- og rauðrófusalat frá Naivasha

Þetta salat fékk ég fyrst í Naivasha sem er í Kenya, fyrir norðan Nairobi.

Appelsínu- og ólífusalat frá Morocco

Appelsínu- og ólífusalat frá Morocco

Þetta salat er frískandi og sumarlegt og alveg frábært til að bera fram sem öðruvísi salat hvort sem þið berið fram hefðbundið grænt salat líka eða ekki.

Salat undir afrískum áhrifum

Avocado-, ananas- og rauðlaukssalat

Þetta salat er frísklegt og gott meðlæti með t.d. grillmat. Það minnir mikið á Afríku en uppskriftin er þó bara úr hausnum á mér (en undir miklum afrískum áhrifum).

Hollir orkubitar

Banana-, döðlu- og möndlustangir

Ef þessar orkustangir koma ykkur ekki upp síðustu metrana upp fjallið þá veit ég ekki hvað gerir það. Þær eru stútfullar af próteinum, flóknum kolvetnum, hollri fitu og meira að segja kalki!

Kælandi og hressandi salat sem passar við kryddaðan mat

Banana-, möndlu- og jógúrtsalat

Þetta salat er mjög hollt og bragðgott og er einkar fljótlegt í undirbúningi. Það passar vel með krydduðum mat eins og þeim sem maður fær stundum frá Indlandi og Mexico.

Bruschetta með tómötum, hvítlauk og ólífuolíu

Bruschetta (snittubrauð með tómötum, hvítlauk og ólífuolíu)

Þetta er svoooo, svoooo, svoooo góð samsetning og ekki versnar hún með vel þroskuðu avocadoi söxuðu ofan á tómatana. Namm.

Þeyttur cashewhneturjómi

Cashewhneturjómi

Þessi rjómi er sniðugur fyrir þá sem þola ekki mjólkurvörur eða soyarjóma en vilja samt gera vel við sig t.d. á tyllidögum.

Coriander og papaya raita (jógúrtsósa)

Þetta salat passar vel með ýmsum mat, þó sérstaklega vel með krydduðum indverskum mat því þetta er svona „kælisalat" :) þegar maður er alveg með logana í munninum!!!

Frísklegt og fallegt salat

Coriander- og perusalsa

Þetta er gott meðlæti, afar ferskt og hollt og passar með réttum frá ýmsum löndum t.d. frá Indlandi, Thailandi, Afríku og meira að segja með grillmatnum á Íslandi.

Mildur og góður kjúklingaréttur fyrir alla fjölskylduna

Coronation kjúklingasalat

Ég hef séð coronation chicken samlokur hérna í UK og þær eru ekki mjög geðslegar, vaðandi í smurolíumajonesi og glúkósasírópi.

Hollir og góðir bitar, tilvaldir í nestið

Döðlu- og appelsínubitar

Valhnetur eru algjörar galdrahnetur, stútfullar af omega 3 fitusýrum sem eru svo góðar til að sporna gegn hjartasjúkdómum og of háum blóðþrýstingi.

Frábær orkugjafi

Döðlu- og hnetubiti

Þessir hnetubitar eru frábærir í skólann, ræktina, vinnuna, gönguna, hestaferðina og útileguna.

Holl sulta upplögð á vöfflurnar

Döðlusulta

Þetta er heimsins einfaldasta sulta og passar rosa vel með t.d. vöfflum, í haframjölstertur (milli laga) ofan á kex með osti, ofan á hummus og margt fleira.

Einfalt hrísgrjónasalat

Mig vantaði einhvern tímann meðlæti með einhverju sem ég var að elda og ég átti bara þetta hráefni í ísskápnum.

Einfalt, sumarlegt og litríkt salat

Einfalt salat með tahini salatsósu (dressingu)

Salöt finnst mér best ef í þeim er blanda af grænu, sætu og hráu. Mér finnst sem sagt best að blanda saman grænum blöðum, svolitlu af sætu (eins og mango, eplum, jarðarberjum, vínberjum).

Holl og góð salatsósa

Epla- og tamarisósa (dressing)

Þessi tamarisalatsósa (dressing) er fín yfir salöt og alls kyns borgara og grillmat. Hún er algjörlega fitulaus og hentar því vel fólki sem vill fá bragðgóða salatsósu en ekki of hitaeiningaríka.

Ferskur aspars með appelsínu-sesamsósu

Þetta er nú eiginlega forréttur, mjög spes (en góður) á bragðið og hentar ekki með öllu. Ég hafði smjörbaunasalat í aðalrétt og þetta var mjög gott með.

Orku- og vítamínpakki í einum kubbi

Flap Jack (orkukubbur)

Það er voða gott að hafa svona&;orkukubba við hendina ef maður er t.d. að fara í flugferð, bílferð eða í gönguferð og þarf „orkuskot” fljótt, nú eða í nesti í skólann eða vinnuna.

Hollar og góðar franskar kartöflur

Franskar kartöflur

Bíðið við…, franskar kartöflur á vef CafeSigrun… er það ekki prentvilla? Er konan orðin klikkuð????

Diskurinn sem brauðið er á, er frá Tanzaníu og er ævaforn

Grillað brauð með tómatsósu, gulrótum og osti

Samsetningin, þ.e. gulrætur, tómatsósa og ostur hljómar kannski fáránleg en hún er líka fáránlega góð!

Grillsósan fína frá Afríku

Grillsósa Abdalla Hamisi

Þegar við fórum í eina af ferðunum okkar til Afríku (Kenya) vorið 2006 þá gistum við á stað, sunnarlega á Diani ströndinni í Mombasa.

Grísk salatsósa

Þetta er holl og góð sósa sem hentar með alls kyns mat, t.d. grænmetisbuffum, niðurskornu grænmeti, grillmat, á salöt o.fl.

Grísk tzatziki ídýfa

Þetta er fín ídýfa t.d. með brauði en einnig er gott að nota hana með alls konar grilluðum mat.

Grænmetismauk

Ég fann þessa uppskrift í Gestgjafanum og ég smakkaði maukið fyrst hjá Önnu Stínu mágkonu minni. Við kláruðum maukið upp til agna.