Annað

Síða 1 af 1

Hér má finna uppskriftir sem falla hvorki undir brauðbollur eða brauð (heil brauð) en eru samt í brauð fjölskyldunni. Þar má nefna t.d. chapati brauð (indverskar flatkökur), glúteinlausa brauðvasa, pizzabotn og fleiri uppskriftir í þeim dúr.


Glúteinlausir brauðvasar

Brauðvasar

Ég veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa þessu glúteinlausa brauði, þetta eru ekki bollur og ekki brauð heldur meira svona eins og vasar.

Chapati (indverskar flatkökur)

Chapati (indverskar flatkökur)

Þetta brauð ætti með réttu að heita heimsins einfaldasta brauð. Það hentar vel með indverskum mat því það er hlutlaust í bragði (minnir helst á ristað pítubrauð en er samt gerlaust).

Saðsamir, ódýrir og auðveldir grjónaklattar

Grjónaklattar

Þessir klattar eru komnir frá konu að nafni Sigga Rúna en var send mér af Lísu sem á uppskriftina að Frönsku súkkulaðikökunni hér á vefnum. Ég fékk að birta uppskriftina enda alveg stórgóð og auðveld og mjög ódýr...sannkallaðir Kreppuklattar!!

Gott kex fyrir maga og meltingu

Hörfræskex

Hörfræ eru alveg sérstaklega holl. Þau eru trefjarík og losa um í pípulögninni okkar þannig að ekkert ætti að stíflast! Hörfræ eru einnig mikilvæg í baráttunni við að sporna gegn krabbameini t.d.

Myndina af pizzabotninum sem Lísa Hjalt bakaði

Pizzabotn

Þetta er spelt pizzabotn sem hentar vel í allan pizzabakstur. Venjulegir botnar eru með geri en þessi er gerlaus.

Þó ekki sé það franskt þá er snittubrauðið engu að síður gott

Snittubrauð

Einfalt, fljótlegt og hollt snittubrauð. Þó að snittubrauðið sé ekki eins létt og loftkennt og út úr búð þá er það auðvitað í staðinn mun hollara!

Hollar og góðar vefjur

Tortilla (vefjur)

Ég hef lengi átt þessa uppskrift en ekki birt hana fyrr en nú því ég er alltaf aðeins að breyta henni. Hún er núna orðin fín að mér finnst.