Kjúklingaréttir

Síða 1 af 1

Það eru frekar margir kjúklingaréttir hérna miðað við það að ég borða hvorki kjúkling né annað kjöt. Ég fór reyndar að hugsa um það að ég hef aldrei á ævinni pantað kjöt á veitingahúsi (m.a.s. áður en ég gerðist grænmetisæta). Held að hluti af því sé níska eða blankheit en reyndar finnst mér grænmeti bara betra en kjöt, svo einfalt er það. Ég hef til dæmis alltaf átt erfitt með að setja lambakjöt ofan í mig og hálf kúgaðist yfirleitt af bæði bragðinu og lyktinni (og já ég hef prófað lambalundir og lambalæri og hvað þetta heitir allt saman). Jóhannes er reyndar mikið fyrir kjúkling en ég neita að elda kjúkling nema hann hafi verið hamingjusamur í sínu stutta lífi. Ég elda sem sagt einungis kjúkling sem hefur fengið að vera úti, fengið að hreyfa sig, borðað hollan mat og (þ.e. hefur ekki verið látinn borða beinamulning og eitthvað annað ógeð). Ég þoli ekki illa meðferð á dýrum og ef er minnsti grunur á því, þá sneiði ég hjá viðkomandi vöru. Það er nú LOKSINS hægt að kaupa hamingjusaman kjúkling (free-range) á Íslandi en við höfum í langan tíma verið langt á eftir nágrannalöndum hvað þetta varðar. Í flestum matvöruverslunum er hægt að versla danskan, lífrænt ræktaðan og hamingjusaman kjúkling og í eins er verið að setja upp framleiðslu hjá Litlu gulu hænunni á Íslandi sem spennandi verður að fylgjast með. Allur kjúklingur sem ég elda er hamingjusamur og kemur úr lífrænum búskapi (organic farming).

Ég ætla að benda á nokkra rétti sem eru mjög vinsælir og falla yfirleitt vel í alla sem annars borða kjúkling. Prófið endilega Helgukjúkling-Tandoori kjúklingaréttinn og Kryddað kjúklinga- og vínberjasalat, upplagðir réttir í saumaklúbbinn.


Mildur og góður kjúklingaréttur fyrir alla fjölskylduna

Coronation kjúklingasalat

Ég hef séð coronation chicken samlokur hérna í UK og þær eru ekki mjög geðslegar, vaðandi í smurolíumajonesi og glúkósasírópi.

Harissakjúklingur

Þessi uppskrift kemur úr bókinni okkar Moro. Moro er skrifuð af hjónum sem hafa ferðast um allan heim til að kynna sér ólíka matarmenningu og hefðir.

Ljúffengur kjúklingaréttur

Helgukjúklingur (Tandoori kjúklingaréttur)

Þessi uppskrift kemur frá Helgu kunningjakonu minni í Englabörnunum sem fékk hana frá Erlu í Englabörnunum sem fékk hana frá.... o.s.frv.

Kashmiri kjúklingur

Þessi réttur er byggður á hefðbundinni uppskrift frá norður-Indlandi (eða svo stendur í kjúklingabókinni minni góðu). Frekar sterkur réttur en bragðgóður.

Léttur og litríkur núðluréttur

Kjúklinga Chow Mein (núðluréttur)

Það eru óteljandi afbrigði af Chow Mein og hvert land (og álfa) hefur sína útgáfu.

Kjúklingakarríréttur

Þetta er svona mildur laugardagskjúklingur, ofsalega fínn með grófu brauði, byggi eða hýðishrísgrjónum og góðu salati.

Létt og fínt kjúklingasalat

Kjúklingasalat með mangókarrísósu

Það er upplagt að hafa þessa uppskrift daginn eftir Tandoori kjúklinginn því hráefnin eru ekkert ósvipuð (kryddin og mango chutneyið).

Kjúklingasumarsalat

Kjúklingasumarsalat

Eins og nafnið ber með sér, þá er eiginlega skylda að borða þetta kjúklingasalat úti, á góðum sumardegi þegar sólin er alveg að fara að setjast (ok viðurkenni að það er aðeins auðveldara hérna í London heldur en heima á Íslandi, en það má alltaf reyna, tjalda yfir borðið eða eitthvað, he he).

Bananakjúklingurinn með rúsínusósunni

Kjúklingur með bönunum og rúsínum

Það hljómar kannski skrítið að setja hvítlauk, rúsínur og banana saman, en það er ferlega gott. Rétturinn verður ekki of sætur því hann er frekar mikið kryddaður.

Litríkur og hollur kjúklingaréttur með sósu

Kjúklingur með grænmeti, núðlum og cashewhnetum (og sósu)

Það er upplagt að gera þessa uppskrift vel stóra svo maður geti haft hana í matinn tvo daga í röð (og jafnvel í nesti þriðja d

Kókosgrillaður kjúklingur

Þessi réttur er frekar sterkur en góður engu að síður, upplagður fyrir þá sem vilja bragðmikinn, indverskan mat.

Korma kjúklingur með frönskum baunum og raita gúrkusósu

Við förum stundum á indverska staði hérna í London og þegar við förum með fólki sem er ekki mikið fyrir kryddað, þá mælum við með „Chicken Korma” því það er mildur réttur og ekki með miklum chili pipar.

Létt og ljúft kjúklingasalat

Kryddað kjúklinga- og vínberjasalat

Þetta er einfaldur og hollur réttur, upplagður á sumardegi eða þegar maður vill bera fram kaldan og hollan rétt.

Napoleon kjúklingur (Marengo kjúklingur)

Þennan kjúklingarétt eldaði Jóhannes einu sinni (hann eldar einu sinni á 5 ára fresti).

Verulega hollur og seðjandi matur

Pad Thai núðlur

Þessa uppskrift gerði ég fyrst í desember 2005. Ástæðan fyrir því að ég man það svona vel er að ég stóð við eldavélina í London draghölt í umbúðum enda nýbúin í hnéaðgerð.

Ferskur og bragðgóður hrísgrjónaréttur

Thailensk hrísgrjón (með kjúklingi eða án)

Nammi namm, þessi hrísgrjónaréttur er svo ferskur og góður.

Mildur og góður kjúklingaréttur

Thailenskur kjúklingur í grænni karrísósu með kókoshrísgrjónum

Þetta er uppskrift sem ég fékk af heimasíðu Waitrose en það er búðin sem við verslum alltaf í hérna í London.

Satay hnetusósan unaðslega

Thailenskur kjúklingur í hnetusósu (Satay)

Þessi réttur er hreinn unaður. Hann er hitaeiningaríkur svo maður ætti nú bara að borða hann spari en hann er syndsamlega góður (ég borðaði hann með grænmeti og hann var dásamlegur).

Víetnamskur kjúklingur í svartbaunasósu

Það er mjög sérstakt bragð af svartbaunasósunni, hvorki súrt né sætt heldur akkúrat á milli. Sósan passar vel með cashewhnetunum.