Kashmiri kjúklingur

Þessi réttur er byggður á hefðbundinni uppskrift frá norður-Indlandi (eða svo stendur í kjúklingabókinni minni góðu). Frekar sterkur réttur en bragðgóður.

Þessi uppskrift er:

 • Án glúteins
 • Án eggja

Kashmiri kjúklingur

Fyrir 4

Innihald

 • 1 grillaður kjúklingur í bitum, skinnlaus
 • 150 ml hrein jógúrt
 • 4 msk rautt eða gult karrímauk
 • 1 meðalstór laukur, afhýddur og saxaður gróft
 • 1 hvítlauksrif, saxað smátt
 • 1 msk cumin (ekki kúmen)
 • 1 msk ferskt engifer, saxað smátt
 • 0,5 tsk chili pipar eða svartur pipar
 • Hálfur gerlaus grænmetisteningur
 • 1 msk agavesíróp
 • 2 msk malaðar möndlur (möndlumjöl)
 • Smá klípa salt (Himalaya eða sjávarsalt)
 • Ferskt coriander til að skreyta með (má sleppa)

Aðferð

 1. Blandið jógúrtinni og karrímaukinu saman og látið kjúklinginn liggja í marineringu í klukkustund.
 2. Afhýðið lauk, engifer og hvítlauk og saxið smátt.
 3. Hitið 1 tsk af kókosolíu á stórri pönnu.
 4. Mýkið laukinn, hvítlaukinn og engiferið á pönnunn í nokkrar mínútur.
 5. Setjið cumin og chili eða pipar á pönnuna og hitið varlega í eina mínútu.
 6. Rífið kjúklinginn í strimla og bætið honum út á pönnuna.
 7. Bætið möndlumjölinu saman við ásamt grænmetisteningnum og agavesírópinu.
 8. Hitið vel án þess að sjóði og berið fram heitt.

Gott að hafa í huga

 • Gott er að hafa hýðishrísgrjón eða bygg og ferskt salat með.
 • Notið „hamingjusaman kjúkling” (þ.e. free range og organic). Ef þið fáið ekki grillaðan kjúkling steikið þá bringur (skinnlausar) upp úr smá kókosolíu og vatni.
 • Karrímauk er hægt að fá í flestum heilsubúðum sem og stærri matvöruverslunum. Gætið þess bara að sé ekki msg (monosodium glutamate, E-600 efni eða sykur í innihaldinu. Kaupið helst lífrænt framleitt mauk. Athugið að þau geta verið afar bragðsterk og geta innihaldið rækjumauk. Ef þið eruð jurtaætur (enska: vegan) eða með ofnæmi fyrir sjávarafurðum þurið þið að lesa innihaldið vel.
 • Ef þið fáið ekki möndlumjöl, setið þá möndlur eða möndluflögur í augnablik í matvinnsluvél eða blandara. Blandið þangað til fínkornótt án þess að verði olíukennt.

Ummæli um uppskriftina

Guðmunda Guðjónsdóttir
24. maí. 2015

Fràbær réttur! Setti meira af möndlum sem að ég saxaði niður í matvinnsluvélinni. Notaði rautt, hot, karrýmauk. Takk fyrir mig.

sigrun
24. maí. 2015

Gaman að heyra Guðmunda og takk fyrir að deila með okkur :) Rautt, hot karrýmauk? Hetja!