Borgarar / buff

Síða 1 af 1

Ég elska grænmetisbuff og borgara og yfirleitt geri ég svo mikið magn í einu að frystirinn verður yfirfullur af þessum indælis mat. Ekki það að ég sé að kvarta. Buff og borgarar eru ódýr og drjúgur matur og hentugur í svo margt. Til dæmis má setja hann í nestisboxið, grípa með í útileguna til að hita upp, og er einnig upplagður til að bjóða grænmetisætum upp á í grillveislunni. Buff og borgarar henta líka vel í litlum bitum í alls kyns pottrétti. Það er hægt að gera svona mat mjög óhollan með því að steikja hann upp úr olíu en það er hins vegar óþarfi. Ég baka öll mín buff og alla mína borgara og er orðin vön áferðinni og bragðinu sem af því hlýst. Mér finnst það margfalt betra en olíusvamparnir sem maður fær stundum á veitingastöðum og á að heita grænmetisborgari eða grænmetisbuff.


Bygg- og cashewhnetuborgarar

Þetta eru góðir grænmetis- og hnetuborgarar sem henta vel sem hvers dags matur og gott að eiga þá í frystinum.

Grænmetisborgarar án lauks

Mig vantaði uppskrift að einhverju sem var ekki of sterkt, ekki með lauk eða hvítlauk, eða tómötum því við vorum að fá mömmu og pabba mat.

Létt og trefjarík grænmetisbuff

Gulrótarbuff

Mmm alveg ferlega góð og létt grænmetisbuff með voða lítilli fitu en heilmiklu af trefjum og vítamínum.

Heslihnetu-  og grænmetisborgarar, í miklu uppáhaldi hjá mér

Heslihnetu- og grænmetisborgarar með papriku- og coriandermauki

Þetta er uppskrift, tekin nánast beint frá Deliu Smith. Hún var „prófuð” á Jóhannesi og mömmu hans þegar við bjuggum í Harrow (Bretlandi).

Hnetu- og karríborgarar

Þetta eru aldeilis fínir grænmetisborgarar og eru í ætt við karríhnetusteikina hérna á vefnum.

Kjúklingabaunabuff með byggi og hvítlauksjógúrtsósu

Kjúklingabaunabuff með hvítlaukssósu

Þessi uppskrift kemur upprunalega úr bók sem ég á sem heitir Delia’s Vegeterian Collection og er ein af uppáhalds uppskriftabókunum m&iacute

Linsubaunabuff

Þessi uppskrift kemur úr uppskriftabókinni Grænn kostur Hagkaupa sem ég held mikið upp á. Það er upplagt að búa til fullt af buffum og frysta.

Ljúffengar hnetusteikur

Litlar hnetusteikur með tómatsívafi

Það má útbúa stærri hnetusteik (frekar en að gera litlar hnetusteikur) en mér finnst gaman að bera fram svona litlar fyrir hvern og einn og skreyta með grjónum, salati, sósu o.fl.

Palak Koftas (Kryddaðar spínatbollur)

Þetta er indversk uppskrift og nokkuð flókin en alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt og spennandi!!! Bollurnar eru frekar bragðmildar og henta því vel fyrir alla fjölskylduna.

Tofu- og kjúklingabaunabuff

Þetta eru hollir og léttir grænmetisborgarar. Ég steiki aldrei, aldrei grænmetisborrgara heldur baka ég þau í ofni.