Súpur
Ég er voðalega hrifin af súpum, sérstaklega tærum súpum sem og matarmiklum sjávarréttasúpum. Súpur eru yfirleitt ódýr matur en geta samt verið saðsamar og drjúgar. Flestar súpur má frysta (svo lengi sem ekki eru núðlur í þeim) og þær geymast yfirleitt nokkuð vel í frystinum. Sumar súpur verða meira að segja bara betri með smávegis geymslu. Í því samhengi ætla ég að benda á Kjúklingabaunasúpuna sem er matarmikil en ódýr. Sveppasúpan er einnig mjög ódýr og fín í miðri viku þegar maður er blankur og á bara sveppi í ísskápnum. Sjávarréttasúpan er í rauninni heil máltíð og passar vel með einhverju kjarngóðu brauði. Mér finnst fátt notalegra á köldu vetrarkvöldi, eftir útiveru, að borða heita súpu með nýbökuðu brauði.
Asparssúpa
Fyrir mér er asparssúpa jólasúpa. Heima hjá mér var alltaf elduð asparssúpa og hún var bara höfð bláspari þ.e. einungis á jólunum.
Austur-afrísk grænmetissúpa með hnetum og sætum kartöflum
Þessi súpa er rosa fín og matarmikil. Ég held að það sé ekki til fullkomnari haustsúpa, svei mér þá.
Bauna- og spínatsúpa
Þessi súpa ætti eiginlega að heita prumpusúpa....baunir og spínat eru nokkuð góð ávísun á loftgang fram eftir degi en í staðinn hefur súpan það með sér að vera einstaklega holl.
Blaðlauks- og kartöflumaukssúpa
Þessi súpa er einföld, bragðgóð og ódýr og alveg upplögð í lok mánaðarins þegar buddan er farin að léttast. Súpan hentar vel þeim sem hafa mjólkuróþol sem og glúteinóþol.
Blómkáls- og kartöflusúpa
Þessi súpa er fullkominn að hausti þegar maður getur notað fínu nýju kartöflurnar og ef maður býr svo vel að eiga blómkál úr garðinum þá er það sko ekki verra.
Blómkálssúpa
Uppskrift þessi er afar einföld og um leið létt og ódýr og eiginlega það ódýr að kalla mætti súpuna Kreppusúpu.
Dhal (baunasúpa) með graskeri og kókosmjólk
Haldið þið ekki að gasið á eldavélinni hafið klárast akkúrat þegar ég var að búa til þennan rétt. Það voru um 20 mínútur eftir af eldunartímanum.
Eggjadropa og maískornasúpa
Þessi súpa er voðalega einföld og þægileg, upplögð svona í miðri viku. Hún er líka holl, próteinrík, trefjarík og góð í forrétt ef þið eruð með austurlenska veislu á borðum.
Eggjadropa- og krabbakjötssúpa
Voða létt, próteinrík og góð súpa, mest megnis vatn og maískorn en afskaplega bragðgóð og fljótleg í undirbúningi. Það er hægt að kaupa bæði frosið og niðursoðið krabbakjöt.
Einföld fiskisúpa
Þessi fiskisúpa er bæði einföld og ódýr og upplögð þegar maður á t.d. ýsusporð (ýsuafgang) í ísskápnum. Sem er oft einmitt í miðri viku.
Fiskisúpa frá Miðjarðarhafinu
Þessi súpa er hrikalega bragðgóð, seðjandi og ótrúlega holl. Frábær vetrarsúpa því maður hitnar alveg í gegn við að borða hana. Súpan hentar vel fyrir þá sem hafa glúteinóþol og mjólkuróþol.
Graskers- og kókossúpa frá Zanzibar
Þessi súpa kemur úr bók sem heitir Zanzibar Kitchen. Það er fátt sem lýsir matnum á Zansibar jafnvel og þessi súpa.
Graskerssúpa með grilluðu maískorni
Þessi uppskrift kemur nánast beint upp úr Delia Smith grænmetisbókinni minni (Delia's Vegetarian Collection) sem er frábær.
Grænmeti í grænu karrímauki og kókossósu
Bragðgóð, ódýr og góð máltíð, mitt á milli grænmetissúpu og grænmetisrétts með sósu.
Gulrótar- og kókossúpa frá Zanzibar
Ég hef lengi leitað að uppskrift að gulrótar- og kókossúpu og er hér búin að búa til eina sem er blanda úr nokkrum uppskriftum.
Haustsúpa með kartöflum og kjúklingabaunum
Þessi súpa lætur lítið yfir sér og virkar ekki svo spennandi á blaði en er bara ofsalega fín, og ekki síst ef þið eigi&e
Haustsúpa með sætum kartöflum og eplum
Þessi súpa er fín fyrir krakkana því hún er mild og svolítíð sæt. Hún fer einkar vel í maga og er stútfull af C vítamínum. Það er ekkert glútein í súpunni og ekki heldur mjólk.
Humarsúpa
Humar er mjög próteinríkur og magur og inniheldur omega 3 fitusýrur. Hann þarf ekki að kosta mann neglur og nýra ef maður kaupir brotna skel og frekar smáan humar.
Kjúklingabaunasúpa
Einfaldur, bragðgóður og fljótlegur matur, svoleiðis á hann að vera! Súpan er saðsöm og er sérlega ódýr sem er ekki amalegt fyrir svona hollan og góðan mat.
Kókos- og laxasúpa með hrísgrjónanúðlum
Þessi súpa er frábær þegar maður á afgang af laxi í frystinum. Hún er líka mjög holl því það er holl fita í laxinum sem er okkur nauðsynleg.
Kókos- og límónusúpa
Þessi súpa er svolítið „öðruvísi”, krydduð en ansi góð og sérlega drjúg. Kókosmjólkin, engiferið og límónan passa vel saman og gefa ferskt bragð með thailensku ívafi.
Kræklinga- og kartöflusúpa
Þessi súpa er saðsöm og góð og ódýr í þokkabót, kostar innan við 1000 krónur fyrir fjóra! Samt sem áður er þetta súpa sem ég yrði glöð að fá á veitingahúsi, svo góð þótti mér hún.
Malasísk kókossúpa með hrísgrjónanúðlum
Þessi uppskrift er svolítið maus en er alveg rosalega góð. Hægt er að nota tofu eða sojakjötsbita í staðinn fyrir rækjurnar.
Mango- og engiferssúpa frá Masai Mara
Þessa súpu fékk ég hjá stúlku sem heitir Margaret Ngugi en hún er kokkur á Mara Simba Lodge í Masai Mara í Kenya en þar dvaldi ég í nokkra daga í febrúar 2007.
Matarmikil krabbakjöts/núðlusúpa
Þetta er matarmikil og holl, kínverk súpa þar sem í henni er mikið af grænmeti og nær engin fita.