Blaðlauks- og kartöflumaukssúpa

Þessi súpa er einföld, bragðgóð og ódýr og alveg upplögð í lok mánaðarins þegar buddan er farin að léttast. Súpan hentar vel þeim sem hafa mjólkuróþol sem og glúteinóþol. Hún hentar einnig þeim sem eru vegan. Súpuna má frysta og hita upp síðar. Athugið að nota þarf matvinnsluvél til að mauka súpuna en einnig má nota töfrasprota eða blandara.


Blaðlauks og kartöflusúpa - einföld, ódýr og bragðgóð súpa

Þessi uppskrift er:

  • Án glúteins
  • Án mjólkur
  • Án eggja
  • Án hneta
  • Vegan

Blaðlauks- og kartöflumaukssúpa

Fyrir 4

Innihald

  • 1 tsk kókosolía
  • 2 blaðlaukar
  • 5 kartöflur 
  • 1 hvítlauksrif, saxað gróft
  • 1/2 laukur, saxaður gróft
  • 1-2 gerlausir grænmetisteningar 
  • 750 ml vatn
  • 5 lárviðarlauf (má sleppa)
  • 0,5 tsk salt (Himalaya eða sjávarsalt)
  • 0,5 tsk svartur pipar
  • 100 ml kókosmjólk eða hafrarjómi

Aðferð

  1. Saxið blaðlaukinn gróft (allt nema blöðin og hvíta hlutann)
  2. Skerið kartöflurnar í grófa bita.
  3. Afhýðið hvítlauksrifið og laukinn og saxið gróft.
  4. Hitið kókosolíuna í stórum potti.
  5. Hitið blaðlaukinn, hvítlaukinn, laukinn og kartöflurnar í pottinum í smástund þangað til mjúkt (nokkrar mínútur). Ef þarf meiri vökva í pottinn, notið þá vatn.
  6. Bætið lárviðarlaufunum út í ásamt vatninu og grænmetisteningunum.
  7. Látið malla við vægan hita í 20 mínútur eða þangað til kartöflurnar eru orðnar mjúkar. Takið nokkrar kartöflur upp úr pottinum ef þið viljið hafa súpuna með kartöflubitum. 
  8. Kælið aðeins og maukið svo í matvinnsluvél eða blandara eða með töfrasprota.
  9. Setjið kartöflurnar sem þið tókuð frá aftur í pottinn og hitið að suðu
  10. Saltið og piprið.

Gott að hafa í huga

  • Súpan er afar góð með nýbökuðu, grófu snittubrauði.
  • Ef kókosolían er hörð má stinga krukkunni í heitt vatn í nokkrar mínútur þar til hún verður fljótandi.
  • Nota má aðra olíu en kókosolíu, t.d. vínberjakjarnaolíu eða repjuolíu.
  • Gerlausir grænmetisteningar fást í heilsubúðum og stærri matvöruverslunum.
  • Ef þið eruð ekki viðkvæm fyrir geri getið þið notað venjulega, lífrænt framleidda grænmetisteninga.

Ummæli um uppskriftina

ingibjorgd
28. jan. 2011

Alveg hreint frábær súpa sem féll vel í kramið hjá bæði stórum og smáum :) Ég bætti við lúku eða tveimur af rauðum linsubaunum og kom það mjög vel út.