Hrísgrjóna- og byggréttir

Síða 1 af 1

Ég borða nú yfirleitt ekki mikið af hrísgrjónum og aldrei hvít grjón, einungis hýðishrísgrjón. Ég er reyndar farin að nota bygg nær eingöngu enda bragðgóð og holl. Bygg inniheldur glútein svo hafið það í huga ef þið eruð með ofnæmi/óþol. Ef ég á annað borð bý til hrísgrjónarétti finnst mér voða gott að búa til mikið magn í einu og borða í nesti daginn eftir. Hýðishrísgrjón eru orkumikil og innihalda flókin kolvetni sem líkaminn dundar sér við að vinna úr yfir daginn. Það er mjög gott að blanda próteinum og hollri fitu með grjónunum til að orkan dugi sem lengst og sem dæmi er avocado, bygg, tómatar, furuhnetur og sólþurrkaðir tómatar blanda sem dugar manni ansi vel yfir daginn og gefur manni fullt af orku og vítamínum!


Heitur og góður ofnréttur

Bakaður byggréttur með spínati, hvítlauk og sveppum

Í þennan rétt má nota ýmislegt grænmeti eins og papriku, sellerí og fleira en einnig er hann góður eins og hann er.

Egg Fu Yung með hýðishrísgrjónum

Þetta er uppskrift sem ég fann í einni af matreiðslubókunum mínum. Þetta er svona ekta kínverskur réttur (nema vantar olíuna sem er oft á austurlensku stöðunum).

Einfalt hrísgrjónasalat

Mig vantaði einhvern tímann meðlæti með einhverju sem ég var að elda og ég átti bara þetta hráefni í ísskápnum.

Fylltar pönnukökur (crepes) með byggi og sinnepssósu

Nammi namm, við fórum einu sinni á veitingastað í Nice, Frakklandi og fengum okkur „crepes” þ.e. fylltar pönnukökur.

Franskar pönnukökur með grænmeti og byggi innan í.

Fylltar pönnukökur (crepes) með grænmeti og byggi

Hver hefur ekki prófað franskar pönnukökur („crepes”)? Unaðslegur, en oft óhollur matur.

Fylltar pönnukökur (crepes) með hvítlaukssósu, shiitake sveppum og spínati

Þetta hráefni átti ég til í ísskápnum og ég hafði fryst pönnukökur nokkrum vikum áður. Ég tók pönnukökurnar úr frystinum og útbjó þennan fína rétt.

Ekkert ráð er betra við kulda en heitur grjónagrautur!

Grjónagrautur

Heitið á uppskriftinni ætti eiginlega að vera „Grjónagrauturinn hans Jóhannesar..en mín uppskrift er samt betri”.

Saðsamir, ódýrir og auðveldir grjónaklattar

Grjónaklattar

Þessir klattar eru komnir frá konu að nafni Sigga Rúna en var send mér af Lísu sem á uppskriftina að Frönsku súkkulaðikökunni hér á vefnum. Ég fékk að birta uppskriftina enda alveg stórgóð og auðveld og mjög ódýr...sannkallaðir Kreppuklattar!!

Reglulega ljúfur og bragðgóður indverskur hrísgrjónaréttur

Grænmetis Pilau

Klassískur indverskur réttur, mjög bragðgóður og mildur og upplagður sem fjölskyldumáltíð. Ég smakkaði svona Pilau fyrst á uppáhalds indverska veitingastaðnum okkar í London.

Hrísgrjónasalat

Þessi réttur er stútfullur af hollustu. Í honum eru paprikur, avacado, hýðishrísgrjón, tómatar og fleira.

Kalt hrísgrjónasalat

Þetta hrísgrjónasalat er fullt af vítamínum, próteinum, flóknum kolvetnum&;og hollri fitu.

Paella með hýðishrísgrjónum

Árið 2000, í ágústmánuði vorum við Jóhannes stödd í litlu, spænsku fjallaþorpi sem heitir Mijas.

Ferskur og bragðgóður hrísgrjónaréttur

Thailensk hrísgrjón (með kjúklingi eða án)

Nammi namm, þessi hrísgrjónaréttur er svo ferskur og góður.