Fiskur á pönnu

Síða 1 af 1

Ef helvíti hefði veitingastað væri þar á boðstólum steiktur fiskur með lauk á pönnu, í brúnni sósu. Það er fátt, jafnvel ekkert í öllum heiminum sem mér finnst ógeðfelldari matur. Ég reyndi, og reyndi, og reyndi að borða þennan rétt þegar ég var yngri en tókst illa. Mér finnst almennt steiktur fiskur virkilega ógeðfelldur. Bakaður fiskur finnst mér yfirleitt góður en steiktur, jafnvel í raspi og smjöri. Nei takk, þá fer velgjan upp í háls. Þið finnið sem sagt ekki neina uppskrift af steiktum fiski í raspi hér en í staðinn má finna uppskriftir að ýmsum fiskréttum á pönnu.


Ljúffengur, einfaldur og hollur fiskiréttur frá Indlandi

Fiskiréttur frá Goa

Þetta er frekar einfaldur indverskur fiskiréttur. Goa er eitt af „ríkjum” Indlands sem að Portúgalar réðu einu sinni yfir. Það skiptir svo sem engu máli, rétturinn er fínn og hollur.

Reglulega hollur fiskréttur

Fiskur með kókosflögum og basil

Ég hef notað frosinn þorsk í þennan rétt en það er miklu betra að nota ferskan þorsk. Er mér sagt.

Indverskur fiskiréttur

Þetta er einn af uppáhalds fiskiréttunum hans Jóhannesar. Sósan hentar einnig fyrir kjúkling og grænmeti því hún er mild og bragðgóð.

Skálina og skeiðina keypti ég í Kenya en hitaplattann í Rwanda

Rækjur í kókossósu

Borgar (bróðir) og Elín konan hans eru algjörir snilldarkokkar, það er alltaf gott að borða hjá þeim og maturinn sem þau gera er alltaf spes og öðruvísi og afar bragðgóður.

Hollur og próteinríkur túnfisksréttur

Túnfiskur með núðlum

Þetta er afar próteinrík og holl fæða og ekki amalegt að fá sér svona fína blöndu af kolvetnum og próteinum eftir ræktina! Gerist varla betra.