Smákökur

Síða 1 af 2

Sem BETUR fer eru smákökurnar sem ég baka í hollari kantinum því annars væri ég þátttakandi í einhverjum raunveruleikaþætti í sjónvarpinu....undir yfirskriftinni „Heimsins þyngsta fólk” eða eitthvað í þá áttina. Ég ELSKA smákökur og hver jól baka ég grilljón smákökur. Yfirleitt eru þær borðaðar jafnóðum og ég á því aldrei smákökur í boxi. Frá nóvember og fram í lok desember er yfirleitt smákökulykt í húsinu því ég er stanslaust bakandi. Jóhannesi til ómældrar gleði og hamingju því það er ekkert sem hann elskar meira (fyrir utan mig auðvitað og börnin) heldur en smákökur. Þær eru líka launin hans fyrir alla vinnuna sem hann leggur í CafeSigrun vefinn. Hann er líklega eini forritarinn í heiminum sem fær greitt fyrir vinnu sína í smákökum!


Kex fyrir ástralska og nýsjálenska hermenn

Ástralskt hermannakex (ANZAC)

Þessi uppskrift kemur frá einum notanda vefjarins sem heitir Sólborg Hafsteinsdóttir.

Banana- og carobbitakökur

Banana- og carobbitakökur

Þessar eru einfaldar og nokkuð hollar þar sem tahini (sesamsmjör/sesammauk) er töluvert fituminna en t.d. venjulegt smjör og hefur þann kost að vera bæði járnríkt og kalkríkt sem og koparríkt.

Banana- og döðlusmákökur

Banana- og döðlusmákökur

Þessa uppskrift fann ég eftir eitthvert rápið á netinu en breytti henni töluvert. Þessar smákökur eru afskaplega hollar og innihalda trefjar og prótein.

Jólalegar og afar bragðgóðar smákökur

Banana-, hafra- og súkkulaðikökur

Mér var bent á þessa uppskrift af Guðrúnu Björgu, notanda CafeSigrun sem búsett er í Frakklandi.

Biscotti með möndlum, dásamlegt með kaffinu

Biscotti með möndlum

Þetta er nokkuð holl útgáfa af ítalska biscotti kexinu. Eina fitan í þessari uppskrift kemur úr möndlunum en það er holl fita svo við skulum ekkert fá svo mikið samviskubit.

Biscotti með pistachiohnetum

Biscotti með pistachiohnetum

Ég elska biscotti. Það er handhægt (passar vel í t.d. nestisbox og bakpoka), geymist vel, er frekar auðvelt að búa til og er bara nokkuð hollt.

Svo gott með kaffinu, biscotti með pistachiohnetum og appelsínukeim

Biscotti með pistachiohnetum og appelsínukeim

Þessar biscotti kökur eru meiriháttar góðar með kaffinu, frábærar til að dýfa í teið eða kaffið.

Hollar og góðar carobbitakökur

Carobbitakökur

Ef þið eruð bara fyrir dísætar smákökur þá eru þessar ekki fyrir ykkur. Hins vegar ef þið viljið hollar smákökur, og ekki hroðalega sætar þá er þessi uppskrift upplögð!!!

Ilmandi ljúffengar smákökur

Döðlu- og appelsínusmákökur

Þessi uppskrift kemur upprunalega úr bók sem ég á og heitir Vegan Cooking.

Fínar og glúteinlausar smákökur

Döðlubitakökur með carob

Það tók mig svolítnn tíma að smíða þessa glúteinlausu uppskrift, annað hvort var deigið allt of lint, allt of þurrt eða

Glúteinlausar grískar möndlukökur, upplagðar með kaffinu

Grískar möndlukökur

Þetta eru svokallaðar grískar möndlukökur.

Gullnar piparkökur

Gullnar piparkökur

Maður minn...lyktin sem kemur þegar maður bakar þessar. Namm. Vildi að ég gæti pakkað henni í krukku og átt að eilífu.

Hollar gulrótarkökur

Gulrótarkökur

Þessar gulrótarkökur eru fínar með kaffinu en einnig eru þær upplagðar sem jólasmákökur.

Hálfmánar

Ég held að þessi uppskrift sé upprunalega af Grænum Kosti því ég sá svipaða uppskrift í bókinni hennar Sollu. Uppskriftin er allavega góð eins og allt frá henni.

Svolítið ljótar en góðar eru þær!

Heslihnetusmákökur með sultutoppi

Þessar eru nokkuð fljótlegar og auðveldar í undirbúningi. Ekki sakar að fá smá hjálp frá litlum fingrum til að útbúa holu í hverja smáköku þar sem sultan fer ofan í.

Syndsamlega góðar jólasmákökur

Hlynsíróps- og sesamsmjörssmákökur

Þó þið prófið bara eina smákökuupskrift um jólin þá myndi ég prófa þessa. Smákökurnar eru syndsamlega góðar, algerlega ávanabindandi.

Vanillusmákökur, svo góðar

Hlynsíróps- og vanillusmákökur

Þessar smákökur eru mjög jólalegar og góðar og það er nokkuð afgerandi vanillubragð af þeim sem mér finnst einstaklega gott.

Hnetukökurnar góðu

Hnetusmjörskökur

Nú hugsið þið örugglega..... las ég rétt? Hnetusmjörskökur? Jú þið lásuð rétt. Ég hef notað hnetusmjör í mörg ár og margir hvá við.

 Kökurnar urðu svolítið ljótar því ég á ekki rjómasprautupoka

Ítalskar súkkulaði- og möndlusmákökur

Ég fékk þessa uppskrift úr ítölsku matreiðslubókinni hennar Elvu vinkonu sem ég var einu sinni með í láni (sko ég var með bókina að láni, ekki Elvu).

Ilmandi kanilsnúðar

Kanilsnúðar

Ég hef hundrað sinnum verið beðin um uppskrift af kanilsnúðum í gegnum tíðina. Ég hef yfirleitt átt eina svona baka til en hef ekki birt hana fyrr en nú.

Ljúffengar og kryddaðar smákökur

Kryddaðar hafra-, súkkulaði- og rúsínukökur

Ilmurinn sem kemur í eldhúsið þegar maður bakar þessar er ekki bara lokkandi heldur er eins og maður hafi labbað um allt með jólalykt í &

Möndlusmákökur, glútenlausar jólasmákökur

Möndlu-, quinoa og súkkulaðibitakökur

Það er ekki oft sem maður getur stært sig af því að bjóða upp á kalkríkar og trefjaríkar smákökur en þessar eru akkúrat þannig. Smákökurnar eru jafnframt glútenlausar og einstaklega fljótlegar.

Afar orkuríkir kaffihúsahnullungar og sérlega góðir

Orkuhnullungar

Þessum hnullungum svipar mikið til þeirra kaka sem fást stundum innpakkaðar í plasti á kaffihúsum.

Ilmandi piparkökudropar

Piparkökudropar

Mig langaði svo að baka hollar piparkökur því ég elska lyktina sem kemur þegar þær eru að bakast.

Svakalega góðar piparkökur!

Piparkökur

Búa má til piparkökukarla (og konur) og alls kyns fleiri skemmtilegar fígúrur úr þessu deigi. Einnig hentar þetta deig fyrir lítil piparkökuhús.