Grænmeti
Ég er eins og þið hafið kannski áttað ykkur á, grænmetisæta (eða réttara sagt er ég ekki kjötæta því ég borða fisk, mjólkurvörur og egg en ekki kjöt) en það útskýrir fjölda grænmetisréttanna sem er hægt að finna á vefnum. Mér finnst grænmeti einfaldlega gott, það er hollt og fer vel í magann. Mér finnst grænmetisbuff og borgarar (eða Tófú-klattar eins og pabbi minn kallar svona buff) svo góður matur og ég tala nú ekki um hnetusteik spari! Ég er einnig hrifin af súpum og pottréttum hvers konar. Ég nota mikið tofu, baunir, hnetur, kartöflur, pasta, bygg og hrísgrjón og úr þessu má búa til fínasta mat sem er hollur fyrir hjarta, bein æðar og vöðva, inniheldur holla fitu, prótein, kolvetni, trefjar, andoxunarefni og alls kyns vítamín. Ég geri gjarnan tvöfalda uppskrift af því sem ég útbý hverju sinni og frysti í minni skömmtum til að eiga síðar í nesti eða í kvöldmat. Það má í raun frysta alla grænmetisrétti nema kannski núðlusúpur (núðlurnar geta orðið leiðinlega mjúkar).

Tofu- og kjúklingabaunabuff
Þetta eru hollir og léttir grænmetisborgarar. Ég steiki aldrei, aldrei grænmetisborrgara heldur baka ég þau í ofni.

Tómatsúpa frá Zanzibar
Þessi súpa er mjög einföld og æðislega góð (auk þess að hún er að springa úr vítamínum og andoxunarefnum!).

Tómatsúpa Höddu
Hadda Fjóla Reykdal hefur áður komið við sögu á CafeSigrun en hún er stúlkan sem hengdi miðann örlagaríka upp á korktöfluna í grafíkdeild Myndlista- og handíðaskólans.

Tær og heitsúr sveppasúpa
Þessi kemur úr bók sem heitir Veggie Chic eftir Rose Elliot. Súpan er sérlega bragðgóð og þó að ég ætti ekki kaffir lime leaves eða enoki sveppi þá tókst hún rosa vel.

Útilegupottréttur með kúskús
Þetta er sniðugur réttur fyrir þá sem eru að hugsa um heilsuna upp á fjöllum og vilja hollan og góðan mat í stað þess að kaupa tilbúinn (yfirleitt miður hollan) mat í útivistarbúðum.

Útilegusveppasúpa með fjallagrösum
Frábær máltíð sem maður myndi ekki einu sinni vera óánægður með á fínasta veitingahúsi en úti í náttúrunni, uppi á fjalli, með fallegt útsýni, við sætan læk, í góðu veðri, er bara ekkert betra!

Vefjur með avocadomauki og gulrótum frá Uganda
Þessar vefjur fengum við á miðbaug í Uganda febrúar 2008.

Vefjur með grænmeti
Þessi uppskrift kemur úr uppáhaldsbókinni minni þ.e. Grænn Kostur-Hagkaupsbókinni. Hún er frábær og ég mæli með því að allir eigi eintak!

Vefjur með spínati og hummus
Þessi réttur er svo hollur og svo einfaldur að það er hálf asnalegt að borða hann ekki á hverjum degi!

Zanzibar baunir með sætum kartöflum í kókossósu
Zanzibar tilheyrir Tanzaníu sem liggur í austurhluta Afríku. Ég kom til Zanzibar haustið 2007 og féll alveg fyrir töfrum eyjarinnar.

Ævintýragrasker í kókosmjólk
Þessi réttur fylgdi með spínatréttinum úr dularfulla húsinu í skóginum í Nairobi.