Grænmeti

Síða 2 af 5

Ég er eins og þið hafið kannski áttað ykkur á, grænmetisæta (eða réttara sagt er ég ekki kjötæta því ég borða fisk, mjólkurvörur og egg en ekki kjöt) en það útskýrir fjölda grænmetisréttanna sem er hægt að finna á vefnum. Mér finnst grænmeti einfaldlega gott, það er hollt og fer vel í magann. Mér finnst grænmetisbuff og borgarar (eða Tófú-klattar eins og pabbi minn kallar svona buff) svo góður matur og ég tala nú ekki um hnetusteik spari! Ég er einnig hrifin af súpum og pottréttum hvers konar. Ég nota mikið tofu, baunir, hnetur, kartöflur, pasta, bygg og hrísgrjón og úr þessu má búa til fínasta mat sem er hollur fyrir hjarta, bein æðar og vöðva, inniheldur holla fitu, prótein, kolvetni, trefjar, andoxunarefni og alls kyns vítamín. Ég geri gjarnan tvöfalda uppskrift af því sem ég útbý hverju sinni og frysti í minni skömmtum til að eiga síðar í nesti eða í kvöldmat. Það má í raun frysta alla grænmetisrétti nema kannski núðlusúpur (núðlurnar geta orðið leiðinlega mjúkar).


Fyllt eggaldin

Þetta er mjög fínn réttur til að búa til í miðri viku því hann er fljótlegur, ódýr en um leið saðsamur. Nota má hýðishrísgrjón eða bygg í staðinn fyrir pasta.

Fylltar paprikur

Fylltar paprikur

Þessa uppskrift smakkaði ég fyrst á námskeiði hjá Sollu á Grænum kosti og birti ég uppskriftina með góðfúslegu leyfi hennar. Þetta er mjög saðsamur matur en hollur og góður þar sem í honum eru t.d.

Fylltar pönnukökur (crepes) með byggi og sinnepssósu

Nammi namm, við fórum einu sinni á veitingastað í Nice, Frakklandi og fengum okkur „crepes” þ.e. fylltar pönnukökur.

Franskar pönnukökur með grænmeti og byggi innan í.

Fylltar pönnukökur (crepes) með grænmeti og byggi

Hver hefur ekki prófað franskar pönnukökur („crepes”)? Unaðslegur, en oft óhollur matur.

Fylltar pönnukökur (crepes) með hvítlaukssósu, shiitake sveppum og spínati

Þetta hráefni átti ég til í ísskápnum og ég hafði fryst pönnukökur nokkrum vikum áður. Ég tók pönnukökurnar úr frystinum og útbjó þennan fína rétt.

Skálina á myndinni keypti ég á antíkmarkaði einum á Zanzibar

Graskers- og kókossúpa frá Zanzibar

Þessi súpa kemur úr bók sem heitir Zanzibar Kitchen. Það er fátt sem lýsir matnum á Zansibar jafnvel og þessi súpa.

Fjölskylduvæn og frábær súpa

Graskerssúpa með grilluðu maískorni

Þessi uppskrift kemur nánast beint upp úr Delia Smith grænmetisbókinni minni (Delia's Vegetarian Collection) sem er frábær.

Hollir kartöflubátar með salsa og guacamole.

Grillaðir kartöflubátar með guacamole og salsa

Það er voðalega freistandi fyrir marga að leggjast í snakkát um helgar..fá sér tortillaflögur með quacamole og salsa!

Grilluð grænmetissamloka

Grilluð grænmetissamloka

Þessi er nú einföld en engu að síður bragðgóð og með alveg hellings grænmeti. Það er upplagt að nota afgangana úr ísskápnum í vikulok, í eina svona grillaða.

Upplögð súpa með haustinu

Grænmeti í grænu karrímauki og kókossósu

Bragðgóð, ódýr og góð máltíð, mitt á milli grænmetissúpu og grænmetisrétts með sósu.

Reglulega ljúfur og bragðgóður indverskur hrísgrjónaréttur

Grænmetis Pilau

Klassískur indverskur réttur, mjög bragðgóður og mildur og upplagður sem fjölskyldumáltíð. Ég smakkaði svona Pilau fyrst á uppáhalds indverska veitingastaðnum okkar í London.

Grænmetisbaka

Þetta er fínindis baka, hægt að nota alls kyns grænmeti í hana og er því ódýr og sniðug. Svo er líka þægilegt að búa til böku og hita afganginn upp bara næsta dag.

Grænmetisbakan góða, glúteinlaus og ofur holl

Grænmetisbaka með hnetu- og fræbotni

Þessi er upplögð fyrir þá sem eru með glúteinóþol því í bökunni er ekki þessi hefðbundni hveitibotn.

Grænmetisborgarar án lauks

Mig vantaði uppskrift að einhverju sem var ekki of sterkt, ekki með lauk eða hvítlauk, eða tómötum því við vorum að fá mömmu og pabba mat.

Ein af uppáhaldssúpunum mínum þó ég segi sjálf frá

Gulrótar- og kókossúpa frá Zanzibar

Ég hef lengi leitað að uppskrift að gulrótar- og kókossúpu og er hér búin að búa til eina sem er blanda úr nokkrum uppskriftum.

Sólskin í skál, algjört vítamínsalat

Gulrótar-, ananas og rúsínusalat frá Kenya

Þetta salat hef ég fengið oft og mörgum sinnum í Kenya. Ég hef líka fengið salatið í Tanzaníu enda kannski ekki skrýtið þar sem ananas vex á báðum stöðum og er mikið notaður í matargerð.

Létt og trefjarík grænmetisbuff

Gulrótarbuff

Mmm alveg ferlega góð og létt grænmetisbuff með voða lítilli fitu en heilmiklu af trefjum og vítamínum.

Haustsúpa með kartöflum og kjúklingabaunum

Þessi súpa lætur lítið yfir sér og virkar ekki svo spennandi á blaði en er bara ofsalega fín, og ekki síst ef þið eigi&e

Svolítið sæt og öðruvísi súpa

Haustsúpa með sætum kartöflum og eplum

Þessi súpa er fín fyrir krakkana því hún er mild og svolítíð sæt. Hún fer einkar vel í maga og er stútfull af C vítamínum. Það er ekkert glútein í súpunni og ekki heldur mjólk.

Heslihnetu-  og grænmetisborgarar, í miklu uppáhaldi hjá mér

Heslihnetu- og grænmetisborgarar með papriku- og coriandermauki

Þetta er uppskrift, tekin nánast beint frá Deliu Smith. Hún var „prófuð” á Jóhannesi og mömmu hans þegar við bjuggum í Harrow (Bretlandi).

Hnetu- og karríborgarar

Þetta eru aldeilis fínir grænmetisborgarar og eru í ætt við karríhnetusteikina hérna á vefnum.

Góð og holl hnetusteik

Hnetusteik

Þessi uppskrift kemur úr bók sem ég á sem heitir Green World Cookbook: Recipes from Demuths Restaurant og er uppskriftabók frá samnefndum grænmetisstað í Bath, Englandi.

Hnetusteik II

Þetta er hnetusteik sem ég hef stundum gert um jól og hún er frá Sólveigu á Grænum Kosti. Alveg stórgóð steik úr frábærri bók.

Indverskt Pachadi með blómkáli

Þessi réttur er hefðbundinn réttur frá Kerala í Suður-Indlandi og í honum er blómkálið látið marinerast í súrmjólk (eða jógúrt) áður en það er eldað.

Mildur og bragðgóður réttur

Indverskur réttur með sætum kartöflum og spínati

Afar mildur, og bragðgóður réttur.