Sjávarréttapasta / núðlur

Síða 1 af 1

Mér finnst pasta/núðlur og fiskur passa vel saman. Það eru ekki allir sammála mér reyndar en miklu máli skiptir að nota gott hráefni þ.e. góðan fisk og gott speltpasta. Ég borða ekki mikinn fisk sjálf (og mætti vera duglegri) en finnst laxinn líklega bestur sem og smálúða. Lax reyktur að gömlum sið (án litarefna og annarra aukaefna) með svolitlum sýrðum rjóma, pasta, spínati og hvítlauk er þvílíkt nammi og frábært í nestisboxið. Mér finnst gott að gera mikið magn í einu, nota í kvöldmat tvo daga í röð eða í nota í nestisboxið fyrir fjölskylduna. Það gefst yfirleitt vel.


Kókos- og laxasúpa með núðlum

Kókos- og laxasúpa með hrísgrjónanúðlum

Þessi súpa er frábær þegar maður á afgang af laxi í frystinum. Hún er líka mjög holl því það er holl fita í laxinum sem er okkur nauðsynleg.

Malasíska kókossúpan með núðlum og rækjum

Malasísk kókossúpa með hrísgrjónanúðlum

Þessi uppskrift er svolítið maus en er alveg rosalega góð. Hægt er að nota tofu eða sojakjötsbita í staðinn fyrir rækjurnar.

Matarmikil krabbakjöts/núðlusúpa

Þetta er matarmikil og holl, kínverk súpa þar sem í henni er mikið af grænmeti og nær engin fita.

Verulega hollur og seðjandi matur

Pad Thai núðlur

Þessa uppskrift gerði ég fyrst í desember 2005. Ástæðan fyrir því að ég man það svona vel er að ég stóð við eldavélina í London draghölt í umbúðum enda nýbúin í hnéaðgerð.

Speltpasta með reyktum laxi

Pasta með reyktum laxi eða silungi

Þetta er æðislega góð uppskrift. Ég nota yfirleitt reyktan silung úr Slíðdalstjörn í Borgarfirði (vatninu sem foreldrar mínir og fleiri eru með á leigu).

Einfaldur og ljúffengur pastaréttur

Pasta með reyktum laxi og spínati

Fyrir ykkur sem ekki veiðið (og reykið) fiskinn sjálf þá er auðvelt að kaupa reyktan fisk í flestum verslunum (bæði silung og lax).

Spaghetti með kræklingasósu

Þetta er fínn réttur í miðri viku þegar maður hefur ekki allt of mikinn tíma en vill búa til staðgóðan og hollan mat.

Saðsöm, einföld og bragðgóð súpa

Thailensk núðlusúpa með rækjum

Þessi súpa er ægilega góð. Þetta er svolítill svindlmatur og ég kaupi yfirleitt ekki tilbúnar (hollar auðvitað) sósur en svona í miðri viku, eftir vinnu þá er maður bara svo oft upptekinn.

Hollur, einfaldur og góður túnfiskréttur

Túnfiskspastaréttur

Ég hafði aldrei þorað að setja túnfisk í pasta, veit ekki afhverju, mér hafði aldrei þótt það girnilegt þegar ég sá myndir í uppskriftabókum.

Hollur og próteinríkur túnfisksréttur

Túnfiskur með núðlum

Þetta er afar próteinrík og holl fæða og ekki amalegt að fá sér svona fína blöndu af kolvetnum og próteinum eftir ræktina! Gerist varla betra.

Verulega hollur og góður núðluréttur

Wagamama laxanúðlur

Margir þekkja Wagamama núðlustaðinn í London. Hann er reglulega fínn. Þeir elda ekki bara góðan mat heldur eru þeir einnig meðvitaðir um náttúru og endurvinnslu.