Orkubitar

Síða 1 af 1

Ég fer aldrei úr húsi öðruvísi en að vera með einhvers konar orkubita í töskunni. Eða réttara sagt Jóhannes neitar að fara með mér nokkuð nema hann sé búinn að tryggja einhverja neyðarorku ef skyndilega þarf. Ég nefnilega breytist í skrímsli ef blóðsykurinn fellur og ég þarf að passa voðalega vel upp á hann. Ef ég gleymi að borða og hleyp út, ekki með neitt með mér, er voðinn vís og ég verð máttlaus, skapvond og ég svitna, skelf og verð ómöguleg á allan hátt. Þess vegna á ég alltaf til hrúgu af alls kyns orkubitum í ísskápnum sem ég svo pakka í plast og hef með mér. Það skiptir sérstaklega miklu máli á ferðalögum að vera með holla orkubita meðferðis því maður getur ekki stólað á að geta keypt t.d. hnetur og rúsínur eða banana hvar sem er.


Hollir orkubitar

Banana-, döðlu- og möndlustangir

Ef þessar orkustangir koma ykkur ekki upp síðustu metrana upp fjallið þá veit ég ekki hvað gerir það. Þær eru stútfullar af próteinum, flóknum kolvetnum, hollri fitu og meira að segja kalki!

Hollir og góðir bitar, tilvaldir í nestið

Döðlu- og appelsínubitar

Valhnetur eru algjörar galdrahnetur, stútfullar af omega 3 fitusýrum sem eru svo góðar til að sporna gegn hjartasjúkdómum og of háum blóðþrýstingi.

Frábær orkugjafi

Döðlu- og hnetubiti

Þessir hnetubitar eru frábærir í skólann, ræktina, vinnuna, gönguna, hestaferðina og útileguna.

Orku- og vítamínpakki í einum kubbi

Flap Jack (orkukubbur)

Það er voða gott að hafa svona&;orkukubba við hendina ef maður er t.d. að fara í flugferð, bílferð eða í gönguferð og þarf „orkuskot” fljótt, nú eða í nesti í skólann eða vinnuna.

Kraftar í kögglum, góður próteinbiti fyrir ræktina

Kraftaköggull - fyrir ræktina

Þessir orkubitar eru alveg svakalega fínir og alveg æðislegir eftir ræktina til að hjálpa vöðvunum aðeins til að stækka.

Orkubiti með carobkremi

Orkubiti með carobkremi

Þetta eru verulega, verulega hollir orkubitar, saðsamir, næringarríkir, fullir af vítamínum, steinefnum, hollri fitu, próteinum og flóknum kolvetnum.

Afar orkuríkir kaffihúsahnullungar og sérlega góðir

Orkuhnullungar

Þessum hnullungum svipar mikið til þeirra kaka sem fást stundum innpakkaðar í plasti á kaffihúsum.

Próteinbitar fyrir líkamsræktina

Próteinbitar

Þessir bitar eru eingöngu hugsaðir fyrir þá sem eru að bæta á sig vöðvum eða eru í líkamsrækt og eru ekki hentugir fyri

Orku- og próteinbitar, voða hollir og góðir

Próteinbiti með carob

Þessir bitar eru hið fullkomna nesti í bíltúrinn, gönguna eða vinnuna. Þeir eru sætir, fullir af próteinum og kalki, andoxunarefnum og hollri fitu.

Próteinkrem

Próteinkrem

Þetta krem er EINGÖNGU hugsað fyrir þá sem eru að bæta á sig vöðvum og eru á fullu í líkamsræktinni. Það er EKKI ekki ætlað börnum (nema í samráði við lækni).

Sesambitar, pakkfullir af vítamínum og hollustu

Sesam- og döðlu orkubitar

Sesamfræ eru kalk- og próteinrík og valhnetur eru fullar af omega 3 fitusýrum sem eru svo góðar til að sporna gegn hjartasjúkdómum og of háum blóðþrýstingi.

Sólskinskúla

Sólskinskúla

Við kaupum okkur oft svona sólskinskúlur í heilsubúðum hér í London. Þetta eru í raun bara sólblómafræ, rúsínur, hrískökur og byggmaltsíróp (enska: barley malt syrup) blandað saman í kúlu og látið harðna.

Allt er vænt sem vel er grænt

Súkkulaði- og pistachiohafrabitar

Uppskrift þessi kemur upprunalega úr The Australian Women's Weekly seríunni sem ég held mikið upp á.