Hrísgrjóna- og byggréttir

Sýni eingöngu uppskriftir sem eru: Hráfæði
Síða 1 af 1

Ég borða nú yfirleitt ekki mikið af hrísgrjónum og aldrei hvít grjón, einungis hýðishrísgrjón. Ég er reyndar farin að nota bygg nær eingöngu enda bragðgóð og holl. Bygg inniheldur glútein svo hafið það í huga ef þið eruð með ofnæmi/óþol. Ef ég á annað borð bý til hrísgrjónarétti finnst mér voða gott að búa til mikið magn í einu og borða í nesti daginn eftir. Hýðishrísgrjón eru orkumikil og innihalda flókin kolvetni sem líkaminn dundar sér við að vinna úr yfir daginn. Það er mjög gott að blanda próteinum og hollri fitu með grjónunum til að orkan dugi sem lengst og sem dæmi er avocado, bygg, tómatar, furuhnetur og sólþurrkaðir tómatar blanda sem dugar manni ansi vel yfir daginn og gefur manni fullt af orku og vítamínum!