Drykkir

Síða 1 af 3

Drykkir, drykkir, drykkir. Það er fátt betra en góður drykkur í glasi (og þá er ég að meina ávaxta- og eða grænmetisdrykkur). Ég er hrifin af þykkum drykkjum (með hnetugrunni) en ég er líka mjög hrifin af söfum sem eru nýpressaðir. Við búum svo vel hér í London að á öðru hverju götuhorni er góður safabar (djúsbar). Við erum afar dugleg að grípa með okkur glös af þessum undramjöðum sem afgreiðslufólkið töfrar fram. Drykkir geta svo sannarlega verið vítamínbúst og allir drykkirnir á þessarri síðu eiga það sameiginlegt (vonandi) að bæta, hressa og kæta!


Hreinsandi og nærandi

Ananas- og bláberjadrykkur

Þessi bláberjadrykkur (smoothie) er sannkallaður vítamíndrykkur. Í bláberjum eru sterk andoxunarefni, B og C vítamín ásamt kalín og kalki og fleira.

Dásamlega þykkur og góður drykkur (smoothie)

Ananasdrykkur

Þetta er hollur og góður drykkur, ananas á að hreinsa þvagfærakerfið, bæta meltinguna (inniheldur meltingarensímið bromelain), styrkja beinin, lækka blóðþrýsting, er trefjaríkur og ég veit ekki hvað.

Vítamínbomba

Appelsínu, gulrótar og engifersdrykkur

Þessi drykkur er fullur af C vítamíni og er hreinsandi líka. Engiferið róar magann og oft hefur engifer verið talið betra en sjóveikistöflur þegar maður er sjóveikur.

Appelsínu- og kanilte, kryddað og frísklegt

Appelsínu- og kanilte

Þetta te er eitt af mínum uppáhaldsdrykkjum og er bæði hreinsandi og auðvitað koffeinlaust. Ferskur og hollur drykkur og upplagður þegar mann langar í eitthvað heitt, hollt og mátulega sætt.

Hreint út sagt dásamlega frískandi drykkur

Ástaraldin- og mangodrykkur

Þessi drykkur er Afríka í glasi (eða að minnsta kosti Tanzanía og Kenya í glasi).

Avocado og ananas

Avocado- og ananasdrykkur

Þessi drykkur (smoothie) er frábær fyrir alla fjölskylduna.

Svalandi, seðjandi og afar hollur drykkur

Avocado- og hnetudrykkur

Þessi drykkur (smoothie) er í raun heil máltíð. Hann er fullur af trefjum, próteini, A, C og E vítamínum, kalki og hollri fitu. Sannkölluð vítamínsprengja.

Seðjandi og próteinríkur drykkur

Banana- og döðlu skyrdrykkur

Eitt kvöldið þegar ég var ein heima hérna í London (Jóhannes var í viðskiptaferð í Portúgal), var ekkert til í &i

Dásamlega þykkur og ljúffengur banana- og hnetusmjörsdrykkur (smoothie)

Banana- og hnetusmjörsdrykkur

Nammi nammi, hnetusmjör og bananar eru unaðsleg blanda. Þessi drykkur er fínn eftir ræktina enda er hann stútfullur af orku, hollri fitu og próteinum.

Dásamlega góður banana- og kókosdrykkur (smoothie)

Banana- og kókosdrykkur

Þetta er afar bragðgóður, einfaldur og hollur drykkur (smoothie).

Sætur og seðjandi bananadrykkur frá Nairobi

Bananadrykkur frá Nairobi

Það var um haustið 2007 þegar við Jóhannes vorum (oft sem áður) í Nairobi. Við vorum nýkomin frá Zanzibar en þar áður höfðum við verið að lóðsa nokkra hópa fólks um Kenya.

Þykkur og nærandi bananasdrykkur

Bananashristingur (Banana- og ananas hristingur)

Þetta er reglulega svalandi og frískur sumardrykkur.

Lillablár berjadrykkur (smoothie)

Berja- og tofudrykkur

Þessi berjadrykkur (smoothie) er stútfullur af hollustu eins og andoxunarefnum úr berjunum ásamt próteinum, járni og C vítamíni. Mmmmmmm.

Bláberja- og perudrykkur, fjólublár og góður

Bláberja- og perudrykkur

Perur hafa hreinsandi eiginleika og bláber eru hollustuheimsmeistarar, full af andoxunarefnum og járni. Þetta er sannkallaður hollustudrykkur og upplagt að nota bláberin úr berjamó haustsins.

Einn hollasti drykkur sem til er

Bláberjadrykkur með kókosvatni

Hvað get ég sagt…...ef keppt væri í hollustu drykkja (svona eins og í t.d. 100 m hlaupi) þá væri þessi drykkur í fyrsta sæti (og sennilega öðru og þriðja líka).

Dásamlega hollt te

Bláberjate

Bláber eru flokkuð sem súperfæða (ofur holl) og ekki að undra þar sem þau eru algjörlega pakkfull af andoxunarefnum og vítamínum.

Blóðdrykkurinn...ekki úr blóði heldur er hann góður fyrir blóðið!

Blóðdrykkurinn góði

Drykkurinn er ekki ÚR blóði (ég er ekki vampíra) heldur FYRIR blóðið...því þegar maður er lágur í járni þá er þessi drykkur upplagður.

Unaðslega mjólkurlausa mjólkin

Cashewmauks- og bananamjólk

Þessi drykkur er unaðslegur, hann er hreinlega eins og flauel upp í manni (ég hef ekki smakkað fljótandi flauel en er viss um að það bragðast sv

Döðlu- og tofudrykkur (smoothie)

Döðlu- og tofudrykkur

Þetta er einföld og holl uppskrift og hentar vel fyrir þá sem hafa mjólkuróþol. Í uppskriftina þarf frosinn banana en ef þið eruð ekki búin að frysta bananann, setjið þá nokkra&;ísmola út í.

Hressandi engifer- og melónudrykkur

Engifer- og melónudrykkur

Þessi drykkur er bara fullur af hollustu. Engifer er hreinsandi og gott fyrir meltinguna og melónan er full af vítamínum. Nota má bæði Galia melónu (ljósgræn að innan) eða hunangsmelónu.

Engiferöl, frískandi og hollt

Engiferöl

Þetta er mín útgáfa af engiferöli (Ginger Ale)” sem er drykkur sem margir sem hafa búið erlendis þekkja.

Epla- og vínberjasafi

Epla- og vínberjasafi

Þessi drykkur er nú eins einfaldur og þeir gerast helst. Nota má blá, græn eða rauð vínber (blá eru hollust því þau innihalda mest af andoxunarefnum) en mikilvægt er að þau séu steinalaus.

Einstaklega bragðgóður og frískandi drykkur eftir hlaupin

Greipaldin- og límónudrykkur

Eiginmaðurinn er að æfa fyrir sitt annað Laugavegsmaraþon og því fylgja alls kyns tilraunir hvað varðar næringu og drykk á langhlaupum.

Hollur og seðjandi gulrótardrykkur

Gulrótar- og ávaxtadrykkur

Gulrætur eru yfirfullar af A vítamíni (Beta Carotene) ásamt B1, B3, B6, fólinsýrum og kalíum (potassium) og þær innihalda einnig járn.

Gulrótarsafinn sívinsæli

Gulrótar- og sellerísafi

Þessi safi er frægur í safaheimum (sennilega jafn frægur og Madonna í mannheimum) en líklega þarf hann samt ekki lífverði og svoleiðis.