Klattar

Síða 1 af 1

Það trúir því enginn að ég hafi verið orðin 35 ára þegar ég smakkaði lummur í fyrsta skipti! Það voru mínar eigin lummur og með bláberjum og mér þótti þær bara nokkuð góðar. Skilin á milli lummu, klatta og þykkrar pönnuköku eru kannski óljós en í lummum og klöttum er hægt að nota grautarafganga (grjónagraut og hafragraut) en það er ekki hægt í pönnukökunum. Lummur má gera sætar og þannig að maður geti notað þær sem brauð (frábærar í brauðristina) og sama gildir með klattana. Ég geri yfirleitt helling í einu og frysti svo nokkrar saman í poka. Klattar og lummur henta vel í nestisboxið.


Ljúfir og góðir glúteinlausir klattar sem henta í margt

Bananaklattar

Þessir klattar eru glúteinlausir og mjög góðir þegar maður á doppótta og slappa banana (sem eru orðnir ofþroskaðir).

Bláberjalummur, þjóðlegar og góðar

Lummur með bláberjum

Ekta góð lummuuppskrift en auðvitað holl. Það er ekkert betra en að nota fersk bláber úr berjamó!

Rúsínuklattar. Ljótir en góðir

Rúsínuklattar

Þetta eru nú eiginlega þykkar pönnsur með rúsínum og jógúrti/súrmjólk.