Konfekt

Síða 1 af 1

Heimatilbúið hollustukonfekt er í algjöru uppáhaldi hjá mér og yfirleitt á ég mola til með kaffinu. Það er nefnilega þannig með svona konfekt að best er að útbúa mikið magn í einu og frysta til lengri tíma eða geyma í ísskápnum í nokkrar vikur. Ég verð alveg konfekt-brjáluð í kringum jólin og framleiði þessi lifandi ósköp... eins og konfektverksmiðja á yfirsnúningi. Jóhannesi til mikillar ánægju og gleði.

Í konfekt má nota alls kyns hráefni en yfirleitt er gott að eiga ýmsar hnetur (t.d. heslihnetur, cashewhnetur, Brasilíuhnetur, macadamiahnetur), möndlur, þurrkaða ávexti (gráfíkjur, rúsínur, döðlur, aprikósur (þessar brúnu)), dökkt (eða ljóst) súkkulaði eða carob, kakó (eða carob duft), agavesíróp og&; vanillu og oft er gott að eiga kókosmjöl, sólblómafræ, graskersfræ, sesamfræ, goji ber o.fl. Svo er konfektgerð bara spurning um að láta hugmyndaflugið taka sig í einhverjar spennandi áttir!

Athugið að nauðsynlegt er að eiga matvinnsluvél til að útbúa konfekt en athugið þó að matvinnsluvélin þarf ekki að vera frábær, blaðið þarf bara að vera nokkuð beitt til að það vinni á þurrkuðu ávöxtunum. Ef matvinnsluvélin ykkar á mjög erfitt með hráefnið er gott að leggja a.m.k. hnetur og þurrkuðu ávextina í bleyti í volgt vatn í smá stund (og hella vatninu svo af). Einnig er gott að blanda í litlum skömmtum og blanda svo öllu saman í stóra skál.


Konfektið góða sem passar með öllu

Ávaxtakonfekt

Lísa Hjalt vinkona mín gaukaði að mér þessari uppskrift sem hún rakst á í dönsku blaði. Uppskriftin er einföld og ódýr (engar hnetur) og nokkuð fljótleg.

Heslihnetutrufflur

Heslihnetutrufflur

Mig langaði mikið að kalla þessar truflur ástarkúlur eða ánægjudúllur eða gleðibolta....því þær eru svo góðar. Og þær gera mig svo glaða.

Skemmtileg tilbreyting í konfektflórunni

Ískonfekt

Ískonfekt er alltaf svo skemmtilegt finnst mér því bæði er um að ræða konfekt með t.d. súkkulaði utan um og svo er maður með sörpræs líka því konfektmolinn er frosinn.

Krúttlegar hráfæðissmákökur fyrir Valentínusardaginn

Jarðarberjahrákökur

Þessar krúttlegu hráfæðissmákökur eru upplagðar fyrir Valentínusardaginn.

Mjög líklega hollasta jólakonfektið!

Jólakonfekt

Þetta konfekt er nokkuð hollt og gott jólakonfekt, fullt af próteini, hollri fitu, trefjum, C vítamíni, flóknum kolvetnum, andoxunarefnum og járni.

Kakó- og heslihnetutrufflur

Trufflur. Orðið eitt færir bros á varir mínar. Hugsanlega ætti að leynast vottur af samviskubiti líka...en það fer lítið fyrir því. Í reynd örlar ekki á samviskubiti. Trufflur eru svo góðar.

Kókoskúlur slá alltaf í gegn

Kókoskúlur

Ég hef fengið ótal fyrirspurnir í gegnum tíðina varðandi kókoskúlur. Þær eru greinilega eitthvað sem fólki þykir ómissandi.

Konfekt sem er upplagt á jólunum og alla hina dagana líka!

Konfekt

Þessi uppskrift af konfekti er blanda úr nokkrum uppskriftum því eitt skiptið ætlaði ég að búa til hollt konfekt og var með 2 uppskrift

Sniðugar litlar möndlukökur með kremi

Möndlukökur með súkkulaðikremi

Möndlur eru mjög kalk- og próteinríkar og macadamiahnetur innihalda holla einómettaða fitu, trefjar og einnig innihalda þær kalk og prótein.

Svolítið ying og yang kúlur, annar helmingurinn er ljós og hinn dökkur

Möndlukúlur frá miðausturlöndum

Þetta konfekt myndi seint teljast létt. Eftir kvöldmat, með kaffinu er maður eiginlega saddur eftir hálfa svona kúlu.

Sætir og góðir molar með kaffinu

Pistachio- og kókoskonfekt með trönuberjum

Þetta konfekt er algjörlega unaðslegt. Ég hef, held ég varla búið til betri mola með kaffinu.

Sesambitar, pakkfullir af vítamínum og hollustu

Sesam- og döðlu orkubitar

Sesamfræ eru kalk- og próteinrík og valhnetur eru fullar af omega 3 fitusýrum sem eru svo góðar til að sporna gegn hjartasjúkdómum og of háum blóðþrýstingi.

Súkkulaði- og kókosnammi....unaðslegt

Súkkulaði- og kókosnammi

Þetta er einfalt og þægilegt konfekt að búa til og upplagt til að eiga í ísskápnum þegar gesti ber að garði.

Sérlega einfaldir og fljótlegir bitar, frábærir með kaffinu

Súkkulaði- og möndlubitar (fudge)

Ég veit ekki hvað fudge er á íslensku svo ég lét orðið bara í sviga fyrir aftan nafn uppskriftarinnar.

Sveskju- og cashewkonfekt, alveg yfirþyrmandi hollt

Sveskju- og cashewkonfekt

Þetta er mjög einfalt konfekt sem er líka afar hollt. Það er mikið af A vítamíni í sveskjum (sem breytist í Beta-Carotine í líkamanum) og þær eru einnig trefja- og járnríkar.

Valhnetunammi

Valhnetu- og hunangsnammi

Jóhannesi fannst þessar rosalega góðar (og fleiri sem ég þekki) en mér fannst þær síðri, kannski af því að &