Fiskréttir

Síða 1 af 2

Mér finnst fiskur yfirleitt æðislega góður og uppáhalds, uppáhaldsmaturinn minn er sushi. Ég er reyndar af þeirri kynslóð sem borðaði yfir sig af fiski á yngri árum enda var ýsan þá ódýr leið til að metta marga. Ég get ekki borðað soðinn fisk (enda er lyktin af soðnum fiski, hamsatólg og kartöflum eitthvað sem vekur ekki neinar gleðilegar matartilfinningar) en ýsuréttir í ofni, lúða, silungur og lax er allt sælkeramatur. Sjálf matreiðslan á fiskinum skiptir auðvitað aðalmáli og svo það að fiskurinn sé ferskur. Ég borða reyndar ekki þorsk (ég er tildurrófa og höndla ekki orma í mat). Allavega þá eru hér alls kyns uppskriftir og ég vona að þið njótið þeirra.


Hollir og góðir borgarar

Bauna- og túnfisksborgarar

Þessi uppskrift er auðveld í undirbúningi því mest af hráefninu fer í matvinnsluvél.

Eggjadropa- og krabbakjötssúpa

Voða létt, próteinrík og góð súpa, mest megnis vatn og maískorn en afskaplega bragðgóð og fljótleg í undirbúningi. Það er hægt að kaupa bæði frosið og niðursoðið krabbakjöt.

Einfalda fiskisúpan

Einföld fiskisúpa

Þessi fiskisúpa er bæði einföld og ódýr og upplögð þegar maður á t.d. ýsusporð (ýsuafgang) í ísskápnum. Sem er oft einmitt í miðri viku.

Gömlu, góðu íslensku fiskibollurnar, nema hollar

Fiskibollur

Þessar gömlu góðu, íslensku fiskibollur svíkja engan og líklega eru flest íslensk heimili með einhvers konar fiskibollur á boðst&oac

Ljúffengur, einfaldur og hollur fiskiréttur frá Indlandi

Fiskiréttur frá Goa

Þetta er frekar einfaldur indverskur fiskiréttur. Goa er eitt af „ríkjum” Indlands sem að Portúgalar réðu einu sinni yfir. Það skiptir svo sem engu máli, rétturinn er fínn og hollur.

Litrík fiskisúpa frá Miðjarðarhafi

Fiskisúpa frá Miðjarðarhafinu

Þessi súpa er hrikalega bragðgóð, seðjandi og ótrúlega holl. Frábær vetrarsúpa því maður hitnar alveg í gegn við að borða hana. Súpan hentar vel fyrir þá sem hafa glúteinóþol og mjólkuróþol.

Fiskur með kartöflum og grænmeti

Þessi uppskrift kemur úr bæklingi sem heitir Næring ungbarna og er gefin út af Manneldisráði og Miðstöð heilsuverndar barna.

Reglulega hollur fiskréttur

Fiskur með kókosflögum og basil

Ég hef notað frosinn þorsk í þennan rétt en það er miklu betra að nota ferskan þorsk. Er mér sagt.

Ægilega hollt og gott snakk

Grillað laxaroð

Sumir kannski vita að hægt er að borða laxaroð en aðrir hugsa eflaust með sér að ég sé orðin galin.

Meira seyði en súpa en gott engu að síður

Humarsúpa

Humar er mjög próteinríkur og magur og inniheldur omega 3 fitusýrur. Hann þarf ekki að kosta mann neglur og nýra ef maður kaupir brotna skel og frekar smáan humar.

Indverskur fiskiréttur

Þetta er einn af uppáhalds fiskiréttunum hans Jóhannesar. Sósan hentar einnig fyrir kjúkling og grænmeti því hún er mild og bragðgóð.

Kínversk ýsa

Hljómar skringilega kannski, kínversk ýsa, en þessi réttur er algjört nammi, algjör dekurýsa og alveg þess virði að prófa hann. Bráðhollur réttur í þokkabót.

Kókos- og laxasúpa með núðlum

Kókos- og laxasúpa með hrísgrjónanúðlum

Þessi súpa er frábær þegar maður á afgang af laxi í frystinum. Hún er líka mjög holl því það er holl fita í laxinum sem er okkur nauðsynleg.

Kræklinga- og kartöflusúpa

Kræklinga- og kartöflusúpa

Þessi súpa er saðsöm og góð og ódýr í þokkabót, kostar innan við 1000 krónur fyrir fjóra! Samt sem áður er þetta súpa sem ég yrði glöð að fá á veitingahúsi, svo góð þótti mér hún.

Malasíska kókossúpan með núðlum og rækjum

Malasísk kókossúpa með hrísgrjónanúðlum

Þessi uppskrift er svolítið maus en er alveg rosalega góð. Hægt er að nota tofu eða sojakjötsbita í staðinn fyrir rækjurnar.

Matarmikil krabbakjöts/núðlusúpa

Þetta er matarmikil og holl, kínverk súpa þar sem í henni er mikið af grænmeti og nær engin fita.

Mexikönsk ýsa

Mexikönsk ýsa

Nokkuð bragðmikill en afar góður fiskréttur, bakaður í ofni. Nota má steinbít, þorsk eða lúðu í stað ýsunnar. Best er að vera búin að útbúa salsasósuna með smá fyrirvara.

Swahilifiskur

Ofnbakaður Swahili fiskur með hnetusósu

Það eru sterk Swahili áhrif í þessum rétti en mikið er um fisk, engifer, hvítlauk, lauk og tómata við strendur Indlandshafs og víðar.

Verulega hollur og seðjandi matur

Pad Thai núðlur

Þessa uppskrift gerði ég fyrst í desember 2005. Ástæðan fyrir því að ég man það svona vel er að ég stóð við eldavélina í London draghölt í umbúðum enda nýbúin í hnéaðgerð.

Speltpasta með reyktum laxi

Pasta með reyktum laxi eða silungi

Þetta er æðislega góð uppskrift. Ég nota yfirleitt reyktan silung úr Slíðdalstjörn í Borgarfirði (vatninu sem foreldrar mínir og fleiri eru með á leigu).

Einfaldur og ljúffengur pastaréttur

Pasta með reyktum laxi og spínati

Fyrir ykkur sem ekki veiðið (og reykið) fiskinn sjálf þá er auðvelt að kaupa reyktan fisk í flestum verslunum (bæði silung og lax).

Skálina og skeiðina keypti ég í Kenya en hitaplattann í Rwanda

Rækjur í kókossósu

Borgar (bróðir) og Elín konan hans eru algjörir snilldarkokkar, það er alltaf gott að borða hjá þeim og maturinn sem þau gera er alltaf spes og öðruvísi og afar bragðgóður.

Sashimi túnfiskur með miso sósu

Þetta er voða gott salat, sérstaklega sem forréttur fyrir sushimatarboð. Nauðsynlegt er að nota besta mögulega túnfisk sem hægt er að fá.

Ómótstæðileg og holl sjávarréttarsúpa

Sjávarréttasúpa

Þessi súpa er sérlega seðjandi en samt létt í maga.

Spaghetti með kræklingasósu

Þetta er fínn réttur í miðri viku þegar maður hefur ekki allt of mikinn tíma en vill búa til staðgóðan og hollan mat.