Spaghetti með kræklingasósu

Þetta er fínn réttur í miðri viku þegar maður hefur ekki allt of mikinn tíma en vill búa til staðgóðan og hollan mat.

Þessi uppskrift er:

 • Án mjólkur
 • Án eggja
 • Án hneta

Þessa uppskrift er auðvelt að gera:

 • Án glúteins

Spaghetti með kræklingasósu

Fyrir 2-3

Innihald

 • 1 tsk kókosolía
 • 1 laukur, saxaður
 • Hálfur blaðlaukur (ljósi hlutinn), saxaður
 • 1 sellerístilkur, saxaður
 • 1-2 hvítlauksrif, marin
 • 400 g vel þroskaðir, saxaðir tómatar (eða 1 dós niðursoðnir tómatar)
 • 0,25 tsk steinselja (eða 2 msk fersk steinselja, smátt söxuð)
 • 0,25 tsk oregano
 • 1 dós (250 gr) niðursoðinn kræklingur
 • 25 ml safi úr kræklingadósinni
 • 25 ml mysa eða óáfengt hvítvín
 • 25 ml hrein jógúrt (eða sojajógúrt)
 • 1 tsk maísmjöl (einnig má nota arrow root)
 • Smá klípa salt (Himalaya eða sjávarsalt)
 • Smá klípa svartur pipar
 • Vænn vöndur speltspaghetti

Aðferð

 1. Afhýðið laukinn og hvítlaukinn og saxið smátt.
 2. Saxið sellerístilkinn og hálfan, ljósa hluta blaðlauksins smátt.
 3. Hitið kókosolíu í potti og steikið lauk, hvítlauk, blaðlauk og sellerí. Ef vantar meiri vökva bætið þá vatni saman við.
 4. Bætið tómötunum út í pottinn og látið krauma í 10 mínútur.
 5. Látið renna vel af kræklingunum í sigti (með skál undir) og bætið 25 ml af vökvanum út í.
 6. Hrærið mysunni eða hvítvíninu út í pottinn og látið suðuna koma upp. Látið malla í 5 mínútur og lækkið þá hitann.
 7. Blandið saman 1 tsk maísmjöl og 2 tsk af vatni og blandið út í jógúrtið.
 8. Setjið jógúrtið og kryddið út í pottinn og hitið varlega.
 9. Sjóðið spaghettiið í öðrum potti (á að vera heitt þegar það er borið fram).
 10. Setjið steinseljuna og kræklinginn að lokum út í pottinn og hrærið varlega. Sjóðið í nokkrar mínútur.
 11. Kryddið með salti, pipar og oregano.
 12. Setjið væna hrúgu af spaghetti á hvern disk og kræklingasósu ofan á.
 13. Berið fram strax með svolitlu af ferskri steinselju (ef þið notið hana).

Gott að hafa í huga

 • Berið fram með nýbökuðu brauði, til dæmis snittubrauði.
 • Ef kókosolían er hörð má stinga krukkunni í heitt vatn í nokkrar mínútur þar til hún verður fljótandi.
 • Nota má aðra olíu en kókosolíu, t.d. vínberjakjarnaolíu eða repjuolíu.
 • Ef þið hafið glúteinóþol getið þið notað hrísgrjónanúðlur í staðinn fyrir spelt spaghetti.
 • Nota má heilhveiti spaghetti í staðinn fyrir spelt spaghetti.

Ummæli um uppskriftina

Engin ummæli hafa verið rituð

Skrifa ný ummæli

Vinsamlegast athugið að reiti merkta með * þarf að fylla út.
 
Innihald þessa svæðis verður ekki sýnilegt almenningi.
Þessi spurning hér að neðan er til að varna því að spamvélar geti sett inn sjálfvirkar færslur.
Vinsamlegast leggðu saman tölurnar og skrifaðu niðurstöðurnar. T.d. fyrir einn plús þrír, skaltu skrifa 4.
þrettán plús núll eru