Kjúklingasalöt

Síða 1 af 1

Kjúklingasalöt, ef þau eru ekki hlaðin majonesi og einhverjum viðbjóði, eru frekar holl. Sérstaklega ef kjúklingurinn er grillaður og skinnlaus. Það er upplagt að búa til kjúklingasalat fyrir nestisboxið ef maður á afgang af kjúklingi. Salötin má einnig nota í samlokur. Þó að ég borði ekki kjúkling, eru kjúklingasalöt það sem helst gleðja Jóhannes af öllu í matarheiminum (fyrir utan smákökur). Þess vegna bý ég þau til (en aðeins ef ég er búsett í landi sem býður upp á „hamingjusama kjúklinga” (free range).


Mildur og góður kjúklingaréttur fyrir alla fjölskylduna

Coronation kjúklingasalat

Ég hef séð coronation chicken samlokur hérna í UK og þær eru ekki mjög geðslegar, vaðandi í smurolíumajonesi og glúkósasírópi.

Létt og fínt kjúklingasalat

Kjúklingasalat með mangókarrísósu

Það er upplagt að hafa þessa uppskrift daginn eftir Tandoori kjúklinginn því hráefnin eru ekkert ósvipuð (kryddin og mango chutneyið).

Kjúklingasumarsalat

Kjúklingasumarsalat

Eins og nafnið ber með sér, þá er eiginlega skylda að borða þetta kjúklingasalat úti, á góðum sumardegi þegar sólin er alveg að fara að setjast (ok viðurkenni að það er aðeins auðveldara hérna í London heldur en heima á Íslandi, en það má alltaf reyna, tjalda yfir borðið eða eitthvað, he he).

Létt og ljúft kjúklingasalat

Kryddað kjúklinga- og vínberjasalat

Þetta er einfaldur og hollur réttur, upplagður á sumardegi eða þegar maður vill bera fram kaldan og hollan rétt.