Kjúklingur í ofni
Ég er enginn sérfræðingur í kjúklingaréttum en ástæðan fyrir því er að ég er grænmetisæta. Jóhannes verður hins vegar súper glaður þegar ég útbý kjúklingarétti því hann elskar kjúkling (free-range og organic að sjálfsögðu). Uppáhaldsmaturinn hans í öllum heiminum er Tandoori kjúklingarétturinn og það er engin tilviljun að það var fyrsta uppskriftin sem fór inn á vefinn (í febrúar 2003).
Helgukjúklingur (Tandoori kjúklingaréttur)
Þessi uppskrift kemur frá Helgu kunningjakonu minni í Englabörnunum sem fékk hana frá Erlu í Englabörnunum sem fékk hana frá.... o.s.frv.
Kjúklingur með bönunum og rúsínum
Það hljómar kannski skrítið að setja hvítlauk, rúsínur og banana saman, en það er ferlega gott. Rétturinn verður ekki of sætur því hann er frekar mikið kryddaður.
Napoleon kjúklingur (Marengo kjúklingur)
Þennan kjúklingarétt eldaði Jóhannes einu sinni (hann eldar einu sinni á 5 ára fresti).