Kjúklingur með bönunum og rúsínum

Það hljómar kannski skrítið að setja hvítlauk, rúsínur og banana saman, en það er ferlega gott. Rétturinn verður ekki of sætur því hann er frekar mikið kryddaður. Hann er próteinríkur og fitusnauður og hentar vel í miðri viku. Þessa uppskrift fann ég í fínni bók sem ég á og heitir einfaldlega Chicken!


Bananakjúklingurinn með rúsínusósunni

Þessi uppskrift er:

 • Án glúteins
 • Án eggja
 • Án hneta

Kjúklingur með bönunum og rúsínum

Fyrir 2

Innihald

 • Hálfur kjúklingur, grillaður og skinnlaus
 • 2 stórir, þroskaðir bananar, sneiddir gróft
 • Hálf rauð paprika, sneidd þunnt
 • Hálfur rauður chili pipar, sneiddur þunnt
 • 2 hvítlauksrif, afhýdd og söxuð smátt
 • 40 g rúsínur
 • 1 msk maísmjöl, leyst upp í 2 msk af vatni
 • 100 ml hrein jógúrt
 • 0,5 tsk salt (Himalaya eða sjávarsalt)
 • 1 lárviðarlauf, mulið mjög smátt
 • 200 ml vatn
 • 1 gerlaus grænmetisteningur

Aðferð

 1. Rífið allt kjöt af kjúklingnum og setjið í eldfast mót (óþarfi að smyrja mótið). 
 2. Sneiðið bananana og raðið þeim ofan á kjúklinginn.
 3. Skerið paprikurnar og chili piparinn langsum, fræhreinsið og sneiðið þunnt. Raðið sneiðunum ofan á bananana.
 4. Afhýðið hvítlaukinn og saxið smátt. Setjið til hliðar.
 5. Blandið maísmjöli og 2 msk af vatni saman í stórri skál og hrærið jógúrtina út í.
 6. Sjóðið vatn og leysið grænmetisteninginn upp. Setjið út í skálina ásamt muldu lárviðarlaufinu, hvítlauknum og rúsínunum. Látið standa í um 10 mínútur.
 7. Hrærið jógúrtinni varlega út í stóru skálina. Blandið vel saman.
 8. Hellið sósunni yfir kjúklinginn.
 9. Hitið við 180°C í 10-15 mínútur. 

Gott að hafa í huga

 • Það er mjög gott að hafa hýðishrísgrjón, bygg og nýbakað gróft snittubrauð með.
 • Notið „hamingjusaman kjúkling" (free range) ef þið mögulega getið.
 • Ef þið notið ekki grillaðan kjúkling getið þið steikt kjúklinginn (skinnlausan) upp úr smá kókosolíu og vatni.
 • Nota má sojajógúrt í staðinn fyrir venjulega jógúrt.
 • Á sparidögum er hægt að nota hafrarjóma í staðinn fyrir jógúrt.