Annað

Síða 1 af 1

Hýðishrísgrjón (eða bygg) eru ódýr, drjúgur og saðsamur matur og henta vel til frystingar. Þess vegna er upplagt t.d. að útbúa grjónaklatta eða kalt grjónasalat í nestisboxið því bæði hýðishrísgrjón og bygg eru fínn orkugjafi og innihalda fjölmörg vítamín, steinefni sem og prótein. Bygg inniheldur glútein (sem hrísgrjón gera ekki) en ef þið hafið ekki óþol/ofnæmi er upplagt að nota íslenskt bankabygg í staðinn fyrir grjón. Hér má finna uppskriftir að ýmsu með grjónum í sem ekki falla undir Hrísgrjón í ofni.


Egg Fu Yung með hýðishrísgrjónum

Þetta er uppskrift sem ég fann í einni af matreiðslubókunum mínum. Þetta er svona ekta kínverskur réttur (nema vantar olíuna sem er oft á austurlensku stöðunum).

Ekkert ráð er betra við kulda en heitur grjónagrautur!

Grjónagrautur

Heitið á uppskriftinni ætti eiginlega að vera „Grjónagrauturinn hans Jóhannesar..en mín uppskrift er samt betri”.

Saðsamir, ódýrir og auðveldir grjónaklattar

Grjónaklattar

Þessir klattar eru komnir frá konu að nafni Sigga Rúna en var send mér af Lísu sem á uppskriftina að Frönsku súkkulaðikökunni hér á vefnum. Ég fékk að birta uppskriftina enda alveg stórgóð og auðveld og mjög ódýr...sannkallaðir Kreppuklattar!!

Reglulega ljúfur og bragðgóður indverskur hrísgrjónaréttur

Grænmetis Pilau

Klassískur indverskur réttur, mjög bragðgóður og mildur og upplagður sem fjölskyldumáltíð. Ég smakkaði svona Pilau fyrst á uppáhalds indverska veitingastaðnum okkar í London.

Paella með hýðishrísgrjónum

Árið 2000, í ágústmánuði vorum við Jóhannes stödd í litlu, spænsku fjallaþorpi sem heitir Mijas.