Brauð

Síða 1 af 1

Hér má finna uppskriftir af alls kyns brauði eins og t.d. indverskum flatkökum (chapati), grófum brauðbollum, gulrótarbrauði og fleiri. Allar uppskriftirnar eru gerlausar, innihalda ekki hvítt hveiti og ekki sykur (nema agavesíróp eða hunang). Ég nota sjálf spelti (bæði gróft og fínt) en hægt er að nota til dæmis heilhveiti til helminga við spelti ef þið viljið drýgja það eða prófa ykkur áfram í bakstrinum. Einnig er gott að nota íslenska byggmjölið á móti speltinu (um 25 gr af byggmjóli á móti 100 gr af spelti). Ég nota einnig vínsteinslyftiduft (sem inniheldur hvorki glútein né ál) en þið getið notað sama magn af venjulegu lyftidufti ef þið viljið. Athugið að gerlaus brauð verða ekki eins létt og loftkennd eins og brauð með geri. Til að þau verði ekki of þung í sér er mjög mikilvægt að hræra sem minnst í deiginu og deigið á ekki að hnoða nema það sé sérstaklega tekið fram. Gerlaus brauð hins vegar hafa þann kost að það tekur stutta stund að útbúa þau og þarf ekki að hnoða.


Brauð með graskers- og sólblómafræjum (án glúteins)

Brauð með graskers- og sólblómafræjum

Þetta er fyrsta glúteinlausa brauðið sem ég set inn á vefinn. Ég gerði þetta brauð örugglega 100 sinnum því það misheppnaðist alltaf en þessi uppskrift á að vera skotheld!

Einfalt og gott brauð

Brauð með kryddjurtum og vorlauk

Þetta er auðvelt brauð að búa til og svolítið öðruvísi með skemmtilegri áferð af sojamjölinu.

Einfalt og gott brauð

Brauð með öllu mögulegu í

Þetta er fyrsta brauðið sem ég bakaði úr spelti á sínum tíma og það var bara mjög gott.

Brauð með sólblóma- og sesamfræjum

Brauð með sólblóma- og sesamfræjum

Þessi uppskrift var að mig minnir aftan á fyrsta speltpakkanum sem ég keypti. Það var ekkert auðvelt að fá spelti hérna í London fyrst eftir að við fluttum árið 2001.

Brauð með sætum kartöflum, kornmjöli og hirsi

Brauð með sætum kartöflum, kornmjöli og hirsi

Ég bjó til þetta brauð úr afgöngum sem ég átti úr sætum kartöflum. Brauðið er trefjaríkt og ríkt af C vítamíni en verður svolítið þurrt á öðrum degi.

Glúteinlausir brauðvasar

Brauðvasar

Ég veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa þessu glúteinlausa brauði, þetta eru ekki bollur og ekki brauð heldur meira svona eins og vasar.

Chapati (indverskar flatkökur)

Chapati (indverskar flatkökur)

Þetta brauð ætti með réttu að heita heimsins einfaldasta brauð. Það hentar vel með indverskum mat því það er hlutlaust í bragði (minnir helst á ristað pítubrauð en er samt gerlaust).

Góðar og hollar speltbollur með öllum mat

Góðar brauðbollur með öllum mat

Þessar brauðbollur er auðvelt að búa til og má setja eitthvað annað en sólþurrkaða tómata og ólífur í þær. Það er t.d. upplagt að setja rifnar gulrætur, grillaða papriku og jafnvel kúrbít út í bollurnar.

Saðsamir, ódýrir og auðveldir grjónaklattar

Grjónaklattar

Þessir klattar eru komnir frá konu að nafni Sigga Rúna en var send mér af Lísu sem á uppskriftina að Frönsku súkkulaðikökunni hér á vefnum. Ég fékk að birta uppskriftina enda alveg stórgóð og auðveld og mjög ódýr...sannkallaðir Kreppuklattar!!

Gróft og hollt brauð

Gróft fjölkornabrauð

Maður getur alveg fiktað með innihaldið í þessu brauði því uppskriftin er svo einföld og sveigjanleg.

Gróft og gott brauð við öll tækifæri

Grunnuppskrift að brauði

Það er hægt að nota allt mögulegt í þetta brauð, hnetur, haframjöl, ólífur og krydd og bara hvað sem til er í skápnum. Mjög einfalt og tekur stuttan tíma að búa til.

Gulrótarbrauð

Þetta brauð er seðjandi og hollt, inniheldur bæði vítamín og trefjar. Það er ægilega gott alveg sjóðandi heitt úr ofninum með osti ofan á. Eða mér finnst það best svoleiðis.

Svolítið gult og gróft en rosa gott

Gulrótarbrauð með sólþurrkuðum tómötum og hirsi

Þetta er orkumikið brauð og tilvalið á köldum vetrardegi þegar mann langar að kúra sig inni með te, brauð og ost.

Heilsubrauð Önnu Stínu

Mjög gott og próteinríkt brauð eftir uppskrift Önnu Stínu mágkonu en hún var að fikta sig áfram í eldhúsinu.

Gott kex fyrir maga og meltingu

Hörfræskex

Hörfræ eru alveg sérstaklega holl. Þau eru trefjarík og losa um í pípulögninni okkar þannig að ekkert ætti að stíflast! Hörfræ eru einnig mikilvæg í baráttunni við að sporna gegn krabbameini t.d.

Kókosbrauðbollur í skál frá Uganda

Kókosbrauðbollur

Þetta er það brauð sem ég baka sennilega hvað oftast og geri þá yfirleitt brauðbollur frekar en brauð. Mér finnst það svo létt og fínt og alveg ofsalega bragðgott.

Kókosbrauðbollur með pistachio hnetum

Kókosbrauðbollur með pistachio- og heslihnetum

Þetta er rosa fín uppskrift sem við Jónsi vinur minn bjuggum til á Skóló eitt kvöldið (þ.e. í íbúðinni á Skólavörðustíg).

Polenta - kornbrauð

Kornbrauð (Polenta) með fræjum

Mig langaði að prófa eitthvað annað en venjulegt speltbrauð og ákvað að prófa kornmjöl (polenta) sem er unnið úr maís.

Ólífubrauðbollur með pestó og parmesan

Ólífubrauðbollur með pestó og parmesan

Ég bjó til þessar bollur því mig langaði í bollur til að bera fram með tómatsúpunni frá Zansibar.

Myndina af pizzabotninum sem Lísa Hjalt bakaði

Pizzabotn

Þetta er spelt pizzabotn sem hentar vel í allan pizzabakstur. Venjulegir botnar eru með geri en þessi er gerlaus.

Skyr (kvarg) bollur

Kvarg (Quark) er fitulaus mjúkostur sem fæst t.d. í London. Hann fékkst eitt sinn á Íslandi en sölu hans var hætt, því miður enda er hráefnið eðalgott t.d. í bakaðar ostakökur.

Þó ekki sé það franskt þá er snittubrauðið engu að síður gott

Snittubrauð

Einfalt, fljótlegt og hollt snittubrauð. Þó að snittubrauðið sé ekki eins létt og loftkennt og út úr búð þá er það auðvitað í staðinn mun hollara!

Brauð með traustabrestum

Sveitabrauð

Þetta er svolítið sveitalegt speltbrauð og er alveg æðislegt beint úr ofninum, nýbakað.

Hollar og góðar vefjur

Tortilla (vefjur)

Ég hef lengi átt þessa uppskrift en ekki birt hana fyrr en nú því ég er alltaf aðeins að breyta henni. Hún er núna orðin fín að mér finnst.

Glúteinlaust brauð úr hirsi og hrísmjöli

Þriggja korna hirsibrauð

Þetta glúteinlausa brauð er alveg prýðilegt og sérlega hollt. Það eru sólblómafræ, hörfræ og sesamfræ í því og maður getur sett hvaða fræ sem er í staðinn t.d. kúmen, sinnepsfræ, birkifræ o.fl.