Pasta- og núðlur með grænmeti
Grænmeti og núðlur / pasta eru afskaplega gott hjónaband, ekki síst þegar maður er blankur. Það er best að kaupa ekki hvítt pasta þar sem það inniheldur mun færri vítamín heldur en heilhveitpasta eða speltpasta. Sama gildir með núðlurnar. Reyndar er ég hrifin af brúnum hrígrjónanúðlum og bókhveitinúðlum (soba núðlum) en þær eru glúteinlausar. Þó ég þoli glútein þá finnst mér þessar núðlur alltaf betri í magann en þær sem innihalda glútein. Ég hef alltaf eina þumalputtareglu á bak við eyrun þegar ég útbý pasta- eða núðlurétt með grænmeti en það er að hafa alltaf hlutfallið af grænmetinu hærra.
Austurlenskar fimm krydda grænmetisnúðlur
„Fimm-krydda" hljómar kannski flókið, en er í raun er hægt að kaupa samnefnt krydd í flestum stærri matvöruverslunum og heitir þá yfirleitt „five spice" eða „chinese five spice".
Einfaldur grænmetisréttur í ofni
Þessi réttur er bæði einfaldur, hollur og ódýr (alltaf góð blanda).
Fyllt eggaldin
Þetta er mjög fínn réttur til að búa til í miðri viku því hann er fljótlegur, ódýr en um leið saðsamur. Nota má hýðishrísgrjón eða bygg í staðinn fyrir pasta.
Kúskús með bökuðu grænmeti
Mér finnst kúskús gott og sérstaklega ef það er með bökuðu grænmeti eins og tómötum og paprikum. Þetta er léttur réttur og fínn í maga en tekur smátíma að hafa hann til.
Lasagna með sojakjöti
Þessi uppskrift, er blanda úr 4 uppskriftum að lasagna.
Sesamnúðlur
Þetta er núðluréttur sem ég held dálítið upp á en hráefnin eru kannski frekar óvenjuleg; chilli, sesamfræ og hnetusmjör.
Soba núðlusalat með wakame, engifer og grænmeti
Af því að ég er nýkomin frá Japan þá gat ég ekki annað en sett inn japanskan núðlurétt. Soba núðlur eru mikið notaðar í Japan og wakame sömuleiðis en wakame er þangtegund.
Spaghetti bolognese (með sojakjöti)
Mér fannst spaghetti og bollur alltaf hrikalega góður matur hérna í gamla daga (var ekki hrifin af kjöti en fann ekki svo mikið kjötbragð af bollunum).
Spaghetti með sveppum
Þetta er fín og einföld uppskrift og þurrkuðu sveppirnir gefa sterkt og gott sveppabragð.
Spaghetti ya Mboga (spaghetti með bökuðu grænmeti)
Þessi einfaldi, afríski réttur kom mér á óvart. Ég leyfði tómötunum að malla vel og lengi og það borgar sig að vera þolinmóður því þannig verða þeir bestir og líkastir því sem maður fær í Afríku.
Spínat- og osta cannelloni (fyllt pastarör)
Ég fann þessa uppskrift í einhverju eldgömlu tímariti en breytti henni aðeins.
Steiktar núðlur og grænmeti
Þetta er bara svona týpískur, austurlenskur núðluréttur. Það er ekkert eitt afgerandi bragð af honum, bara frekar mildur og fínn fyrir þá sem þola til dæmis illa sterkt kryddbragð.
Súrsæt (sweet & sour) núðlusúpa
Þetta er eiginlega svona núðlusúpuréttur þ.e. bæði núðlusúpa og núðluréttur. Upphafleg uppskrift inniheldur ekki soba núðlur (úr bókhveiti) en það er hrikalega gott að hafa þær með.
Thailensk laksa (ekki laxa) súpa
Súpan virkar kannski flókin en er það í raun ekki. Það er samt ágætt að útbúa súpuna þegar maður er ekki á hraðferð.
Útilegunúðluréttur
Þessi uppskrift er eiginlega hugmyndin hans Jóhannesar.
Útilegupottréttur með kúskús
Þetta er sniðugur réttur fyrir þá sem eru að hugsa um heilsuna upp á fjöllum og vilja hollan og góðan mat í stað þess að kaupa tilbúinn (yfirleitt miður hollan) mat í útivistarbúðum.
Útilegusveppasúpa með fjallagrösum
Frábær máltíð sem maður myndi ekki einu sinni vera óánægður með á fínasta veitingahúsi en úti í náttúrunni, uppi á fjalli, með fallegt útsýni, við sætan læk, í góðu veðri, er bara ekkert betra!