Salöt

Sýni eingöngu uppskriftir sem eru: Hráfæði
Síða 1 af 1

Árið 1977 fluttu foreldrar mínir til Canada með alla fjölskylduna. Þar bjuggum við í nokkur ár. Ég man lítið eftir þessum tíma en ég hef heyrt ótal sögur. Ein sagan er þannig að þegar við millilentum í Chigaco á leið frá Íslandi þá var farið út að borða. Fjölskyldan settist til borðs og komið var með diska af einhverju grænu og litríku og þeir settir fyrir framan okkur. Mér er sagt að pabbi (alinn upp á ýsu og lambakjöti alla sína tíð) hafi horft á diskinn dálítið vandræðalegur en af því þjónninn var farinn frá borðinu lét hann kyrrt liggja. Hann hreyfði ekki við því sem var á diskinum og við ekki heldur. Þegar þjónninn kom aftur spurði hann hvort að ekki væri allt í lagi: „Jú jú við vildum bara ekki skemma borðskreytingarnar.”


Afríka í skál

Ávaxtasalat frá Afríku

Á öllum hótelum sem ég hef komið á í Austur Afríku (og þau eru mörg) er borið fram einhvers konar ávaxtasalat í bland við kökur og pönnukökur og fleira góðgæti fyrir svanga ferðamenn.

Salat undir afrískum áhrifum

Avocado-, ananas- og rauðlaukssalat

Þetta salat er frísklegt og gott meðlæti með t.d. grillmat. Það minnir mikið á Afríku en uppskriftin er þó bara úr hausnum á mér (en undir miklum afrískum áhrifum).

Frísklegt og fallegt salat

Coriander- og perusalsa

Þetta er gott meðlæti, afar ferskt og hollt og passar með réttum frá ýmsum löndum t.d. frá Indlandi, Thailandi, Afríku og meira að segja með grillmatnum á Íslandi.

Sólskin í skál, algjört vítamínsalat

Gulrótar-, ananas og rúsínusalat frá Kenya

Þetta salat hef ég fengið oft og mörgum sinnum í Kenya. Ég hef líka fengið salatið í Tanzaníu enda kannski ekki skrýtið þar sem ananas vex á báðum stöðum og er mikið notaður í matargerð.

Kjúklingabaunaspírur vinstra megin en óspíraðar baunir hægra megin

Kjúklingabaunaspírur

Kjúklingabaunaspírur eru æðislega góðar og komu mér reglulega á óvart. Það er auðveldast að spíra þær af þeim baunum sem ég hef prófað og þær geymast ágætlega í kæli.

Kókosbananar með afrískum áhrifum

Kókosbananar með afrískum áhrifum

Afbragðsgott sem meðlæti með krydduðum mat t.d. indverskum og thailenskum en einnig hentar hann vel með bragðmiklum afrískum mat.

Mung baunaspírur vinstra megin en óspíraðar baunir hægra megin

Mung baunaspírur

Þessar hefðbundnu baunaspírur sem maður kaupir t.d. í austurlenskan mat eru yfrleitt mung baunir. Það er auðvelt að láta þær spíra og þær eru afar bragðgóðar.