Safar

Síða 1 af 1

Ef maður býr svo vel að eiga safapressu er æðislega gaman að útbúa sína eigin safa. Yfirleitt finnst mér best að nota sætan ávöxt á móti grænmeti (t.d. epli eða peru á móti gulrótum eða rauðrófum) og það gildir með safana eins og svo margt annað að maður á að vera óhræddur við að gera tilraunir. Athugið að suma safana er hægt að gera án þess að maður eigi safapressu. Til dæmis má kaupa rauðrófusafa, eplasafa og gulrótarsafa í heilsubúð og blanda saman í glas. Ef maður vill hafa engiferbragð er hægt að kaupa engifer, afhýða það og skafa með beittum hnífi yfir glasið þannig að safinn dropi ofan í.

Mér finnst best að drekka ekki sæta safa of oft því þeir innihalda jú töluvert mikið af náttúrulegum sykri. Mér&; finnst best að hafa hærra hlutfall af grænmeti heldur en ávöxtum svo að drykkurinn verði ekki of sætur en það er persónulegt mat. Alltaf er best að drekka safana þegar þeir eru nýpressaðir og almennt ætti ekki að geyma safana í meira en nokkrar mínútur áður en þeirra er neytt.


Vítamínbomba

Appelsínu, gulrótar og engifersdrykkur

Þessi drykkur er fullur af C vítamíni og er hreinsandi líka. Engiferið róar magann og oft hefur engifer verið talið betra en sjóveikistöflur þegar maður er sjóveikur.

Hressandi engifer- og melónudrykkur

Engifer- og melónudrykkur

Þessi drykkur er bara fullur af hollustu. Engifer er hreinsandi og gott fyrir meltinguna og melónan er full af vítamínum. Nota má bæði Galia melónu (ljósgræn að innan) eða hunangsmelónu.

Epla- og vínberjasafi

Epla- og vínberjasafi

Þessi drykkur er nú eins einfaldur og þeir gerast helst. Nota má blá, græn eða rauð vínber (blá eru hollust því þau innihalda mest af andoxunarefnum) en mikilvægt er að þau séu steinalaus.

Gulrótarsafinn sívinsæli

Gulrótar- og sellerísafi

Þessi safi er frægur í safaheimum (sennilega jafn frægur og Madonna í mannheimum) en líklega þarf hann samt ekki lífverði og svoleiðis.

Detoxdrykkur

Hreinsandi peru-, gulrótar- og engifersafi

Þennan hreinsandi (detox) drykk er gott að gera í safapressu en fyrir þá sem eiga ekki slíka græju er alveg hægt að mauka perurnar í blandara en þá er drykkurinn aðeins þykkari.

Hreinsandi og nærandi drykkur

Hreinsandi sítrusdrykkur

Þessi drykkur minnti mig alveg svakalega á Afríku þegar ég var að smakka hann til og sérstaklega á Kenya en þar eru appelsínur eilítið súrari en þessar sem við eigum að venjast á Íslandi.

Einstaklega hressandi og kemur á óvart

Hressandi morgundrykkur með sætri kartöflu

Þessi drykkur kemur manni af stað á morgnana. Það er smá leyniinnihald í uppskriftinni en það er sæt kartafla! Það er gaman að bjóða gestum upp á þennan drykk og leyfa þeim að giska á innihaldið.

Vítamínríkur sellerísafi

Járnríkur sellerí-, rauðrófu- og gulrótarsafi

Þessi kemur beint af beljunni svo að segja eða réttara sagt úr bókinni Innocent smoothie recipe book: 57 1/2 recipes from our kitchen to yours og er ein af mínum uppáhalds.

Sumarlegur og frískandi safi

Kiwi- og límónusafi

Þegar Jóhannes smakkaði þennan drykk sagði hann: „Þennan drykk væri ég til í að kaupa oft”.

Hreinsandi og nærandi safi

Peru- og engifersafi

Þessi safi er afar hreinsandi og vítamínríkur þar sem perur innihalda helling af&;C vítamíni. Til dæmis inniheldur ein pera 11% af ráðlögðum dagskammti af C vítamíni (og sama gildir um kopar).

Eiturrauður og vítamínríkur safi

Rauðrófu- og gulrótarsafi

Þessi safi er stútfullur af vítamínum og hollustu.

Rauður og hollur drykkur

Rauðrófudetoxdrykkur

Ég fann þessa uppskrift aftan á umbúðum drykkjar sem ég keypti frá Innocent hér í London en sá var einmitt detox drykkur.

Sætur og járnríkur risaeðludrykkur

Sætur og járnríkur spergilkálssafi (risaeðludrykkur)

Þessi drykkur er einstaklega vítamínríkur og hressandi. Í spergilkáli (brokkolíi) er mikið af C og K sem og A vítamínum.