Rauðrófu- og gulrótarsafi

Þessi safi er stútfullur af vítamínum og hollustu. Rauðrófur (rauðbeður) eru fullar af járni og gulrætur eru yfirfullar af A vítamíni (Beta Carotene) ásamt B1, B3, B6, fólinsýrum og kalíum (potassium), járni og svo mætti lengi telja. Gulrætur örva meltinguna og virka einnig hreinsandi á innvolsið í okkur. Sama má segja um engiferið og peruna. Eplið er nú bara til að geta sagt „epli á dag kemur heilsunni í lag” en það er samt voða gott í þennan safa og gerir drykkinn sætari! Hægt er að útbúa drykkinn án þess að eiga safapressu (kaupið þá rauðrófusafa, gulrótarsafa, eplasafa, perusafa í heilsubúð og rífið engiferið sjálf og blandið eftir smekk) en alltaf er best að pressa ávextina sjálfur.


Eiturrauður og vítamínríkur safi

Þessi uppskrift er:

 • Án glúteins
 • Án mjólkur
 • Án eggja
 • Án hneta
 • Vegan
 • Hráfæði

Rauðrófu- og gulrótarsafi

Fyrir 2

Innihald

 • 1 lítil rauðrófa 
 • 1 pera, vel þroskuð
 • 1 epli
 • 3 litlar gulrætur
 • 2 sm bútur ferskt engifer

Aðferð

 1. Ef notuð er safapressa:
 2. Þvoið rauðrófu, epli, peru og gulrætur. Skerið allt nema gulrætur í nokkra bita.
 3. Flysjið gulrótina og setjið hana í safapressuna ásamt rauðrófunni, perunni og eplinu. Setjið engiferið í safapressuna undir lokin. Berið fram strax.
 4. Ef ekki er notuð safapressa skal blanda saman rauðrófusafa, perusafa, eplasafa og gulrótarsafa og hella í könnu. Afhýðið engiferið og rífið það fyrir ofan könnuna svo safinn af því (nokkrir dropar)leki ofan í hana. Hrærið vel.
 5. Hellið í glös og berið fram strax.

Gott að hafa í huga

 • Nota má fleiri epli í stað perunnar og nota má eplasafa eingöngu í staðinn fyrir perusafa ef þið finnið hann ekki.
 • Athugið að skera rauðrófurnar ekki á plastbretti eða trébretti því hún litar gríðarlega. Best er að nota bretti úr t.d. gleri.

Ummæli um uppskriftina

Engin ummæli hafa verið rituð

Skrifa ný ummæli

Vinsamlegast athugið að reiti merkta með * þarf að fylla út.
 
Innihald þessa svæðis verður ekki sýnilegt almenningi.
Þessi spurning hér að neðan er til að varna því að spamvélar geti sett inn sjálfvirkar færslur.
Vinsamlegast leggðu saman tölurnar og skrifaðu niðurstöðurnar. T.d. fyrir einn plús þrír, skaltu skrifa 4.
fimm plús þrír eru