Rauðrófu- og gulrótarsafi
1. júlí, 2007
Þessi safi er stútfullur af vítamínum og hollustu. Rauðrófur (rauðbeður) eru fullar af járni og gulrætur eru yfirfullar af A vítamíni (Beta Carotene) ásamt B1, B3, B6, fólinsýrum og kalíum (potassium), járni og svo mætti lengi telja. Gulrætur örva meltinguna og virka einnig hreinsandi á innvolsið í okkur. Sama má segja um engiferið og peruna. Eplið er nú bara til að geta sagt „epli á dag kemur heilsunni í lag” en það er samt voða gott í þennan safa og gerir drykkinn sætari! Hægt er að útbúa drykkinn án þess að eiga safapressu (kaupið þá rauðrófusafa, gulrótarsafa, eplasafa, perusafa í heilsubúð og rífið engiferið sjálf og blandið eftir smekk) en alltaf er best að pressa ávextina sjálfur.
Eiturrauður og vítamínríkur safi
Þessi uppskrift er:
- Án glúteins
- Án mjólkur
- Án eggja
- Án hneta
- Vegan
- Hráfæði
Rauðrófu- og gulrótarsafi
Fyrir 2
Innihald
- 1 lítil rauðrófa
- 1 pera, vel þroskuð
- 1 epli
- 3 litlar gulrætur
- 2 sm bútur ferskt engifer
Aðferð
- Ef notuð er safapressa:
- Þvoið rauðrófu, epli, peru og gulrætur. Skerið allt nema gulrætur í nokkra bita.
- Flysjið gulrótina og setjið hana í safapressuna ásamt rauðrófunni, perunni og eplinu. Setjið engiferið í safapressuna undir lokin. Berið fram strax.
- Ef ekki er notuð safapressa skal blanda saman rauðrófusafa, perusafa, eplasafa og gulrótarsafa og hella í könnu. Afhýðið engiferið og rífið það fyrir ofan könnuna svo safinn af því (nokkrir dropar)leki ofan í hana. Hrærið vel.
- Hellið í glös og berið fram strax.
Gott að hafa í huga
- Nota má fleiri epli í stað perunnar og nota má eplasafa eingöngu í staðinn fyrir perusafa ef þið finnið hann ekki.
- Athugið að skera rauðrófurnar ekki á plastbretti eða trébretti því hún litar gríðarlega. Best er að nota bretti úr t.d. gleri.
Tengdar uppskriftir
© CafeSigrun 2024