Meðlæti
Hér má finna alls kyns meðlæti sem hentar með alls kyns mat hvort sem þið eruð að halda grillveislu, vantar ídýfu fyrir hollar kartöfluflögur, sósur með fiskinum eða salatinu o.s.frv.
Ananas- og rauðrófusalat frá Naivasha
Þetta salat fékk ég fyrst í Naivasha sem er í Kenya, fyrir norðan Nairobi.
Appelsínu- og ólífusalat frá Morocco
Þetta salat er frískandi og sumarlegt og alveg frábært til að bera fram sem öðruvísi salat hvort sem þið berið fram hefðbundið grænt salat líka eða ekki.
Avocado-, ananas- og rauðlaukssalat
Þetta salat er frísklegt og gott meðlæti með t.d. grillmat. Það minnir mikið á Afríku en uppskriftin er þó bara úr hausnum á mér (en undir miklum afrískum áhrifum).
Banana-, möndlu- og jógúrtsalat
Þetta salat er mjög hollt og bragðgott og er einkar fljótlegt í undirbúningi. Það passar vel með krydduðum mat eins og þeim sem maður fær stundum frá Indlandi og Mexico.
Cashewhneturjómi
Þessi rjómi er sniðugur fyrir þá sem þola ekki mjólkurvörur eða soyarjóma en vilja samt gera vel við sig t.d. á tyllidögum.
Coriander og papaya raita (jógúrtsósa)
Þetta salat passar vel með ýmsum mat, þó sérstaklega vel með krydduðum indverskum mat því þetta er svona „kælisalat" :) þegar maður er alveg með logana í munninum!!!
Coriander- og perusalsa
Þetta er gott meðlæti, afar ferskt og hollt og passar með réttum frá ýmsum löndum t.d. frá Indlandi, Thailandi, Afríku og meira að segja með grillmatnum á Íslandi.
Döðlusulta
Þetta er heimsins einfaldasta sulta og passar rosa vel með t.d. vöfflum, í haframjölstertur (milli laga) ofan á kex með osti, ofan á hummus og margt fleira.
Einfalt hrísgrjónasalat
Mig vantaði einhvern tímann meðlæti með einhverju sem ég var að elda og ég átti bara þetta hráefni í ísskápnum.
Einfalt salat með tahini salatsósu (dressingu)
Salöt finnst mér best ef í þeim er blanda af grænu, sætu og hráu. Mér finnst sem sagt best að blanda saman grænum blöðum, svolitlu af sætu (eins og mango, eplum, jarðarberjum, vínberjum).
Ferskur aspars með appelsínu-sesamsósu
Þetta er nú eiginlega forréttur, mjög spes (en góður) á bragðið og hentar ekki með öllu. Ég hafði smjörbaunasalat í aðalrétt og þetta var mjög gott með.
Franskar kartöflur
Bíðið við , franskar kartöflur á vef CafeSigrun er það ekki prentvilla? Er konan orðin klikkuð????
Grillsósa Abdalla Hamisi
Þegar við fórum í eina af ferðunum okkar til Afríku (Kenya) vorið 2006 þá gistum við á stað, sunnarlega á Diani ströndinni í Mombasa.
Grísk salatsósa
Þetta er holl og góð sósa sem hentar með alls kyns mat, t.d. grænmetisbuffum, niðurskornu grænmeti, grillmat, á salöt o.fl.
Grænmetismauk
Ég fann þessa uppskrift í Gestgjafanum og ég smakkaði maukið fyrst hjá Önnu Stínu mágkonu minni. Við kláruðum maukið upp til agna.
Gulrótar-, ananas og rúsínusalat frá Kenya
Þetta salat hef ég fengið oft og mörgum sinnum í Kenya. Ég hef líka fengið salatið í Tanzaníu enda kannski ekki skrýtið þar sem ananas vex á báðum stöðum og er mikið notaður í matargerð.
Hnetusósa frá Uganda
Hnetusósa er víða borin fram í Uganda og ekki sjaldan sem ég borðaði hnetusósu með mat þegar ég var í Uganda 2008 enda er hún hriiikalega góð og ekkert ósvipuð Satay sósu.
Hrísgrjónasalat
Þessi réttur er stútfullur af hollustu. Í honum eru paprikur, avacado, hýðishrísgrjón, tómatar og fleira.
Hummus
Við fáum okkur afskaplega oft hummus og nýbakað brauð, með fullt af grænmeti og það er ofsalega góð máltíð. Maður verður alveg pakksaddur.
Irio (kartöflustappa með lauk og baunum)
Þessi réttur er eins afrískur og hugsast getur. Þetta er hefðbundinn matur hjá Kikuyu ættbálkinum, svona eins og grjónagrautur er hjá okkur. Irio er afskaplega milt og gott fyrir magann.
Kachumbari (tómat- og rauðlaukssalat)
Uppskriftin kemur frá Lucy Mwangi mágkonu minni sem er frá Kenya.
Kalt hrísgrjónasalat
Þetta hrísgrjónasalat er fullt af vítamínum, próteinum, flóknum kolvetnum og hollri fitu.
Kartöfluflögur
Kartöfluflögur.....Whaaaaaat? Jábbs. Prófið bara sjálf.
Klettasalat með rauðrófum og parmesan
Ég fékk svipað salat á krá einni í London sem er þekkt fyrir góðan mat enda er eigandi staðarins enginn annar en Gordon Ramsay.