Ummæli notenda

Þessi síða er hugsuð sem eins konar gestabók þ.e. ef þið hafið eitthvað að segja um vefinn eða matinn eða eitthvað annað. Ef þið hafið spurningar um vefinn, uppskriftirnar, innihald, aðferðir eða annað getið þið skoðað spurt og svarað en ef þið finnið ekki það sem þið leitið að þar, er best að senda mér fyrirspurn. Þessi síða er sem sagt ekki ætluð fyrir umræður eða spurningar.

Öll fallegu ummælin frá ykkur gleðja mig mikið. Stundum, ef ég er að klóra mér í höfðinu yfir því hvers vegna ég sé að þessu öllu saman, les ég þau yfir og verð svo glöð og jákvæð að ég get ekki annað en fyllst orku sem aftur skilar sér í fleiri uppskriftum og betri vef! Það má segja að ummælin séu eins og eldsneyti sem ég sæki í reglulega til að fylla á orkutankinn minn!

Fyllið inn í formið hér að neðan og það sem þið skrifið mun birtast fljótlega á síðunni! Ég svara ekki ummælunum en ég les þau að sjálfsögðu öll og brosi yfirleitt út að eyrum

Ummæli

Anna K. Ólafsdóttir
04. okt. 2016

Sæl Sigrún.
Ég og maðurinn minn vorum að breyta mataræði okkar,og ég sé ekki betur en að uppskriftirnar þínar eigi eftir að hjálpa okkur mikið.

Hjónabandssælan er algjör dásemd. Ég notaði hindberjasultu og dökkt Agave síróp og það kom mjög vel út.

Hlakka til að prófa fleira.

Bestu kveðjur,
Anna Kristín

Helga Árna
10. jan. 2014

Sæl Sigrún.
Hjartans þakkir fyrir að halda þessari síðu úti! Hef reglulega, undanfarin 4-5 árin kíkt hér inn og prófað ýmislegt. Núna er ég í fæðingarorlofi nr. 2 og þó svo að það sé meira að gera með einn 2ja og hálfs árs og einn 3ja mánaða, þá hef ég unun af því að prófa eitthvað nýtt. Og múffurnar maður, ég og margumræddur Jóhannes deilum sama áhuga á þeim :) Bara enn og aftur takk fyrir að hjálpa okkur hinum að elda/baka gott og hollt.
Kveðja
Helga

Sonja B. Guðfinnsdóttir
19. júl. 2013

Frábærlega vönduð og efnismikil vefsíða. Flottar myndir. Er að spá hvort þú hafir einhverjar tekjur af þessu eða er þetta bara allt í sjálfboðavinnu. Alla vega, takk fyrir mig. Væri líka gaman að sjá mynd af konunni á bak við síðuna :-)

sigrun
20. júl. 2013

Takk Sonja. Vefurinn hefur verið í sjálfboðavinnu minni og mannsins míns frá degi 1....ekki ein króna í tekjur (allt í mínus svona fjárhagslega séð allavega) :)

Theodóra
15. apr. 2013

Sæl, ég er ekki vön að kvitta fyrir mig á svona síðum en ég verð bara að nota tækifærið núna og þakka þér kærlega fyrir frábæra síðu. Ég er búin að prófa fjölmargar uppskriftir og þær eru allar mjög góðar. Þú átt vissulega stóran þátt í því að margir eru farnir að huga að hollara og betra matarræði :)þar á meðal ég.

Sunna Siggeirsdóttir
27. mar. 2013

Kæra Sigrún!

Bloggið þitt hefur verið í uppáhaldi hjá mér í dágóðan tíma, eftir jól tók ég svo við starfi sem matráður á sambýli með einhverfum strákum og ég er búin að prófa helling af uppskriftum frá þér sem ég hafði ekki notað áður. Þær hafa allar slegið í gegn, ég vil bjóða strákunum uppá hollan og fjölbreyttan mat og mér finnst þú vera með sérstaklega gott úrval af ljúffengum fiskiuppskriftum við allra hæfi.

Takk kærlega fyrir að hafa þetta aðgengilegt og frítt :)

Með kveðju, Sunna

Hulda S
24. nóv. 2012

Þetta er æðisleg síða ég veit að ég þarf að breita mataræðinu hér á bæ og ég veit að ég ætla að fara eftir ráðum þínum og byrja rólega og minka og skipta út.
og svo ætlum við að baka einhvað af smákökkunum þínum þær líta svo vel út :)

Jóhanna Ólafsdóttir
18. feb. 2012

Hæhæ, ég vil þakka þér fyrir þessa frábæru síðu!! ég var að greinast með meðgöngusykursýki og fyrir sælkerann mig þá er þessi síða bara snilld :D
Ég prófaði að gera í gær pekanhnetu hrákökuna þína og nammi namm!! hún var æðisleg, og það besta var (fyrir utan bragðið) þá mældist ég eins og ég á að vera fastandi eftir eina sneið :D

takk æðislega fyrir að nenna þessu :)

Helga Þorbjarnardóttir Skjelbreia
05. feb. 2012

Sæl Sigrún!
Þetta er mjög flott síða hjá þér, mjög velunnin og uppsett og smekkleg, med fullt af flottum myndum. Og margar girnilegar uppskriftir sem ég hlakka til að prófa :-) Ég tók samt eftir einu sem ég vildi benda þér á og það er að ég hef rekið mig á að sumar uppskriftir eru skráðar vegan þótt þær innihald egg, t.d. sumar buff uppskriftirnar. Það er auðvitað erfitt að gera allt villulaust á svona mikilli vefsíðu, svo ég vildi bara benda þér á þetta.
Annað sem mig langar að benda þér á er podcast sem ég hlusta oft á og er ofboðslega velgert og fræðandi, "Vegetarian food for thought" med Colleen Patrick-Goudreau (www.compassionatecook.com). Hún talar um allt mögulegt í sambandi við að vera vegan, lesir oft smásögur líka. Mér datt í hug að benda þér á þetta þegar ég sá að þú kallar "free-range" kjúklinga "hamingjusama". Þú ættir að hlusta á þáttinn hennar um "free-range" kjúklingabú :-) Kveðja frá Noregi, Helga.

sigrun
05. feb. 2012

Sæl

Það er lang best að senda mér tengla að uppskriftum sem ekki eru rétt merktar. Ég er búin að fara í gegnum buff/borgara uppskriftirnar og uppfæra svo þær ættu að vera réttar núna. Ef þú rekst á uppskrift sem er ekki rétt merkt, endilega láttu mig vita. Saman getum við nefnilega gert betri vef :)

Varðandi Goudreau þá þekki ég til hennar. Ég kaupi aðeins free range kjúklinga af þeim aðilum sem eru 100% vottaðir sem slíkir og eru einnig með lífræna ræktun. Þessir aðilar eru marg vottaðir og pottþéttir og ég myndi ekki kaupa af þeim nema það væri öruggt að þeirra kjúklingar væru í raun "hamingjusamir". Ég reyndar kaupi bara fyrir manninn minn og börn því ég borða ekkert kjöt sjálf. Kv. Sigrún

Sigurveig Pálmadóttir
27. jan. 2012

Mikið er þetta skemmtileg vefsíða. Hér eru framandi og öðruvísi uppskriftir, skilmerkilega og vel sagt frá og uppsetning síðunnar hreinleg. Það var gaman að skoða og fræðast á þessum stað. Hafið þökk og eigið gott gengi.
Sigurveig

Ásta
22. jan. 2012

Síðan þín er alveg meiriháttar!

Aldís Tryggvadóttir
11. des. 2011

Kæra Sigrún.
Mér þykir þessi síða ekki bara frábær heldur þykir mér líka beinlínis vænt um hana :)
Ég vona svo innilega að þú hættir aaaaaaldrei að töfra í eldhúsinu og leyfa okkur hinum að njóta góðs af. Sjálf er ég í svipaðri stöðu og þú: með einn 4,5 árs og annan 5 mánaða og mínar ducy stundir eru einmitt að fara á vefinn þinn og skoða uppskriftir, þótt ég prófi þær ekki allar þá bara til að skoða myndirnar og leyfa bragðlaukunum að ímynda sér hvað þetta sé gómsætt. Og er það ekki tær snilld að geta borðað svona góðan mat frá cafesigrunu en samt verið að borða hollt? Eh, jú takk!!!
Takk fyrir allt og fyrir að deila þessum yndisaukum með okkur - það er ómetanlegt og alls ekki sjálfsagt. En eins og Albert gamli vinur minn Einstein sagði jú forðum er ,,þekking einskis virði fyrr en maður lætur hana af hendi".
Bestu kveðjur í hasarinn´þín megin og gleðileg jól :)

Katla
10. nóv. 2011

Vá, rosalega flott síða og spennandi að prófa alla þessa girnilegu rétti :-)

Ingibjörg Edda
04. nóv. 2011

Sæl Sigrún

Dóttir mín var að greinast með mjólkur, eggja og hveitiofnæmi og er að byrja að gera tilraunir í brauðbakstri en það hefur ekki tekist sérlega vel. Var því ósköp glöð þegar mundi eftir vefnum þínum og ætla að prófa eitt brauðanna á morgun. Mér finnst þetta mjög erfitt því það er hveiti, mjólk eða egg í svo mörgu en vinnan verður auðveldari þegar maður rekst á svona frábærar vefsíður eins og þína.

Kærar þakkir, Ingibjörg

telmahuld
15. ágú. 2011

Sæl, ég rakst á þessa síðu í dag og er líklega búin að lesa hverja uppskrift gaumgæfilega í gegn. Get ekki beðið eftir að prófa eitthvað en ég hef einmitt verið að reyna að breyta til smátt og smátt í minni matargerð - salöt og skyrdrykkir verða afskaplega leiðinlegir til lengdar þegar maður reynir við hollustuna...

Takk fyrir að deila þessu með okkur!

Telma

Edda Péturs
13. ágú. 2011

Sæl Sigrún

Ég bara mátti til með að þakka þér fyrir þessa síðu. Ég hef verið að dunda mér við að elda og baka með uppskriftunum þínum og allt sem ég hef gert hingað til hefur verið alveg dásamegt.

Í gær var ég með smá matarboð fyrir vini þar sem ég var með humarsúpuna þína í forrétt, Tandoori kjúklinginn(frá Helgu)í aðalrétt, kókosbrauðbollur með og döðlukökuna í eftirrétt. Ég svindlaði smá og setti smá þeyttan rjóma í súpuna og bræddi dökkt súkkulaði yfir kökuna og skreytti með jarðarberjum. Þetta var alveg himneskt allt saman og heppnaðist ótrúlega vel! Allir alveg þvílíkt saddir og sælir og ég lét alla vita að þessar uppskriftir væru af síðunni þinni :)

Takk æðislega fyrir!
kv. Edda

ellamagga
30. apr. 2011

Frábær síða sem ég er búin að nota mikið í mörg ár.
Nýja "lúkkið" ótrúlega flott. Var einmitt að drífa í að koma mér upp uppskriftaboxi, er nefnilega æði oft að koma aftur og aftur út af sömu uppskriftunum
Takk takk
kveðja
Ella

Hebba
27. apr. 2011

Frábær síða :)Í langann tíma var ég alveg búin að fá nóg af að elda,fannst það bara orðið leiðinlegt, svo sneri ég við blaðinu,og vinkona mín benti mér á þessa síðu og nú er GAMAN að elda :)hlakka alltaf til að elda núna,svo hollt og gott og gaman.
Þú ert æðisleg :)
Kveðja og þakklæti
Hebba

Þetta er yndisleg, æðisleg og frábær síða sem er alltaf að verða flottari og flottari. Til hamingju Sigrún og takk fyrir þetta góða og gagnlega framtak.

Melkorka
09. apr. 2011

Æ, svo gott að geta komist inn á þessa síðu úr öllum látunum í þjóðfélaginu. Eins og að komast í skjól frá rigningu og roki og geta bara haft það huggulegt í hlýjunni.

Ingibjörg T.
01. apr. 2011

Til hamingju með glæsilega síðu, hún er ekkert smá vinsæl og ég held að þú hafir breytt mörgum lífum, til hamingju með það. Guð blessi þig Sigrún! Það er ekki lítið að gera þetta og ég veit að Hann blessar þig fyrir þessa óeigingirni!
Ég er rosalega ánægð að geta bakað af þessari síðu, maðurinn minn er svo sólginn í eitthvað sætt og vill oft vera að kaupa eitthvað kex og drasl með háu sykurinnihaldi. En nú er ég bara farin að BAKA! Og hann finnur engan mun þegar ég nota Agave sýróp og spelt og auðvitað er þetta hundrað sinnum hollara (og auðvitað bragðbetra en búðardrasl, sbr.hafrakex og brauð)! Þetta hefur breytt lífi mínu, nú get ég líka fengið mér sjálf en ég hef aldrei gert það vegna lamandi samviskubits af að lesa innihaldslýsingar á þessu drasli sem hann var að kaupa.
Vonandi áttu góðan dag og góða helgi, ég var að skrá mig á póstlistann og hlakka til að fá góðar uppskriftir.
Takk!

Hulda Freyja
24. mar. 2011

Komdu sæl Sigrún. Ég þarf að byrja á nýjum hollum lífsstíl og þvílík sæla og léttir að hafa aðgang á síðunni þinni. Þú ert búin að gera alla þessa vinnu og það eina sem ég þarf að gera er að versla og búa til og mig hlakkar til. Ástarþakkir fyrir góða síðu og takk fyrir aðganginn.

hjordish88
14. mar. 2011

Ohh finnst þetta yndisleg síða, bara góðir réttir hérna inni :D

Nina Rún
14. mar. 2011

Æðisleg síða hjá þér, og hún er orðin rosalega flott. gaman að fá uppskriftir af mat sem er góður og hollur! :o)

Anna Sigga
13. mar. 2011

Sæl Sigrún.
Vil bara þakka þér fyrir að halda úti þessum frábæra vef sem ég nota mjög mikið. Prófaði að gera Afmælisdöðlutertuna núna um helgina og það er öruggt að hún verður gerð aftur við fyrsta tækifæri sem gefst :)

Með kveðju og þakklæti
Anna Sigríður Guðnadóttir

Ásta M
05. mar. 2011

Sæl Sigrún

Ég má til með að þakka þér fyrir vefinn. Hann er smátt og smátt að verða fastur liður af daglega lífi hér á bæ.
Ég var að enda við að baka muffins með bláberjum og pekahnetum og súkkulaði muffins og VÁ hvað þær eru góðar!
Merkilegt hvað svona bakkelsi er mun bragðríkara og betra heldur en dísætar kökuuppskriftir.

Ég hreinlega dái þennan vef :)

Bestu kveðjur
Ásta

pingala
01. mar. 2011

Sigrún þessi síða er algjört æði og þú ert alveg frábær að deila þessu með okkur, ég varð svo rosalega glöð að finna hana og þér mjög þakklát, þú ert alveg með þetta ;). þú átt alveg stóran þátt í því að ég hreinlega nenni að breyta um matarvenjur og slp. geri, sykur og hveiti. Þú hefur greinilega góðan smekk á mat, það skiptir svo miklu máli :) takk aftur fyrir þetta og gangi þér rosalega vel
ps. þú ert mj. góður penni og gaman að lesa sögurnar við uppskriftirnar

Syssa
13. feb. 2011

Hæhæ og til hamingju með glæsilegan vef. Ég er búin að vera lengi að reyna að færa mig yfir í hollari mat en átt erfitt með að finna almennilegar uppskriftir ásamt fræðsluefni á einum og sama staðnum. Nú er ég orðinn fastagestur á síðunni þinni, er búin að skipta út óhollustinni í eldhússkápunum fyrir betri vörur og er stöðugt að prófa nýjar uppskriftir frá þér.

Hingað til hef ég mest notað uppskriftavef sem heitir www.allrecipes.com en það sem ég er mest ánægð með þar er að fólk getur gefið uppskriftunum stjörnur og skrifað athugasemdir við þær sem getur verið mjög gagnlegt. Væri rosagaman að sjá þannig fítus á síðunni þinni einhvern tíman í framtíðinni.

En endilega haltu þessu áfram og mokaðu inn uppskriftum á vefinn þinn :-)

Sigrún Hj
04. feb. 2011

Þú ert náttúrulega að grínast með þessar súkkulaðibitasmákökur Lísu Hjalt... almáttugur hvað þær eru góðar. Grínlaust þær bestu sem ég hef smakkað á ævinni.

En ein ábending - ég sleppti agave sýrópinu því mér fannst 75gr af sykri ásamt 10 döðlum alveg nóg "sætuefni" og ég gat ekki merkt að það kæmi að sök. Bara hugmynd! :)

En til hamingju annars með nýja glæsilega vefinn og tilnefninguna.

Linda Dögg
30. jan. 2011

Þú ert snillingur, gaman að lesa hvað þú skrifar við hvern rétt og frábærar uppskriftir. Takk fyrir mig!

Guðrún María
28. jan. 2011

Takk kærlega fyrir frábæra uppskriftir og ráð. Ég hef notað síðuna þína í nokkur ár og hún klikkar aldrei!

Jenny
11. des. 2010

Sæl og blessuð Sigrún,
mig langaði til hrósa þér fyrir breytingarnar á síðunni. Ég hef mikið notað síðuna þína undanfarin ár.
Ég er með barn með fæðuofnæmi og finnst merkingarnar við uppskriftirnar núna algerlega frábærar og ennþá betra er að geta merkt strax inn hvað maður vill ekki að uppskriftirnar innihaldi. Frábærar úrbætur :-)
Takk fyrir
Jenny

Melkorka
01. des. 2010

Lykillinn að hollu nesti: Mjög vel unnið og útaffyrir sig efni í heila bók. (Finnst að fólk eigi að láta vita þegar það er ánægt)

Alma
29. nóv. 2010

Vá Sigrún. Þetta var biðarinnar virði. Dásamlegt alveg. Uppskriftaboxið ótrúlega sniðugt.
Innilegar hamingjuóskir. Mig klæjar í puttana að fara að baka úr jóladálkinum.
Kær kveðja
Alma María

Asdis
24. nóv. 2010

Sæl Sigrún

Síðan þín er alveg frábær og meiriháttar breytingar sem þú hefur gert ! Hægt að geyma allar uppáhald uppskriftirnar á sínum stað og allt svo hollt og gott :)

Til hamingju !
Ásdís

Elsku Sigrún,

Nú er ég búin að nota þessa síðu síðan ég byrjaði að búa fyrir um fjórum árum. Ég held að ég noti hana að meðaltali tvisvar í viku og jafnvel oftar og er alltaf jafn ánægð. Eins líður mér og mínum alltaf jafn vel á sál og á líkama eftir þær máltíðir sem við sækjum hingað. Ég tala oft um síðuna þína og mæli með henni við alla sem ég þekki sem hafa gaman af að elda.

Takk fyrir frábæran vef og ég tek undir með þeim sem að hafa hvatt þig til að gefa út uppskriftabók.

Bestu kveðjur,
Jóna Sólveig og fjölskylda

Kristín Einarsdóttir
22. nóv. 2010

Hæ Sigrún
Ég vil þakka þér kærlega fyrir þessa frábæru síðu! Ég er nýbyrjuð að halda heimili með kærastanum mínum og finnst allveg frábært að geta fundið svona frábærar uppskriftir hjá þér þegar maður er komin með leið á pizzunni og hafragrautnum ;)
Við höfum reglulega tilraunaeldhús og erum að fikra okkur hægt og rólega áfram í heimi eldhúsins :)

Gangi þér vel og takk fyrir!
Mínar bestu kveðjur
Kristín!

Gyða Guðjónsdóttir
19. nóv. 2010

Nýi vefurinn er alveg meiriháttar.
Gaman að sjá að hægt er að velja uppskiftir sem eru t.d. eingöngu Vegan.

Þú ættir að taka saman nokkrar uppskriftir og gefa út matreiðslubók um jólin! (Kannski aðeins of seint fyrir þessi jól, en ef þú gæfir út bók með völdum uppskiftum þá er ég viss um að hún myndi verða metsölubók)

Gerða Óskarsdóttir
18. nóv. 2010

Til hamingju með þessa frábæru og flottu síðu Sigrún, ég er búin að fylgjast með í nokkur ár og finnst frábært að hafa aðgang að svona flottum og góðum uppskriftum. Takk kærlega fyrir þetta æðislega framlag. Ég ætla að halda áfram að fylgjast með spennandi réttum.!!!

Guðrún
18. nóv. 2010

Sæl Sigrún

Mig langar hrósa þér fyrir nýja útlitið á síðunni hjá þér, það er æðislegt! og þakka þér innilega fyrir að deila þessum uppskriftum með okkur hinum....ég gerði fiskiréttinn frá Goa í fyrradag og hann var æði, takk fyrir mig.

Ingibjörg Jónsdóttir
18. nóv. 2010

Stórglæsileg nýja síðan - til hamingju!
Og auðvitað allt gott sem ég hef mallað uppúr síðunni líka :)
Hlakka til að fylgjast með áfram eins og ég hef gert í mörg ár. Besta kveðja, Inga

Addý
18. nóv. 2010

Innilega til hamingju með nýja vefinn Þetta er stórglæsilegt

Lísa Hjalt
18. nóv. 2010

Innilega til hamingju með nýja vefinn, þetta er STÓRGLÆSILEGT hjá ykkur ;-)

Melkorka
12. nóv. 2010

Var að baka fjórfalda uppskrift af Gullnum piparkökum fyrir barnaafmæli á morgun. Átti reyndar ekki kanil, setti engifer í staðinn, kom bara vel út. Vildi hafa eitthvað jólalegt í afmælinu þar sem það er svo stutt í jólin finnst mér.

Viktoría
12. nóv. 2010

Sæl

Mig langar til að þakka þér kærlega fyrir þessa frábæru síðu!

Dóttir mín var að greinast með glúten ofnæmi og við það þurfti að breyta ýmsu í matatvenjum heimilisins. Það er ekki auðvelt verk en verður það með svona frábærri síðu :) hún er vel upp sett og þú útskýrir svo vel áður og á meðan maður er að fikra sig í gegnum uppskriftirnar. Takk kærlega:)

Melkorka
09. nóv. 2010

Sesam og döðlu orkubitar, snilld! Æðislegt líka að geta skipt út innihaldsefnum. Get ekki beðið eftir að komast í kaupstað og prófa þessar.

Þóranna Hrönn
07. nóv. 2010

Vildi bara segja takk fyrir mig. Gerði jólakonfektmolana þína í dag og þeir vöktu svooo mikla lukku í matarboðinu sem ég var í, margir að biðja um uppskriftina og allir að tala um þetta :)

Bestu kveðjur!

Melkorka
06. nóv. 2010

Hvenær koma jólin á Cafe Sigrún?

Guðný
23. okt. 2010

Kókos grillaði kjúklingurinn....guð minn góður, ekkert smá góður....þið verðið að prufa hann, hann sló þvílíkt í gegn á heimilinu hjá öllum, alveg frá 10ára aldri og uppúr :)

Kærar þakkir fyrir uppskriftirnar.