Kaldar sósur

Síða 1 af 1

Ég hef aldrei, aldrei, aldrei skilið hitaeiningaríkar sósur í brúsum. Sérstaklega þar sem þær gera lítið annað en að fóðra æðarnar að innan með óhollustu. Sérstaklega líka þar sem útbúa má hollar, kaldar sósur á innan við 10 mínútum.


Coriander og papaya raita (jógúrtsósa)

Þetta salat passar vel með ýmsum mat, þó sérstaklega vel með krydduðum indverskum mat því þetta er svona „kælisalat" :) þegar maður er alveg með logana í munninum!!!

Einfalt, sumarlegt og litríkt salat

Einfalt salat með tahini salatsósu (dressingu)

Salöt finnst mér best ef í þeim er blanda af grænu, sætu og hráu. Mér finnst sem sagt best að blanda saman grænum blöðum, svolitlu af sætu (eins og mango, eplum, jarðarberjum, vínberjum).

Holl og góð salatsósa

Epla- og tamarisósa (dressing)

Þessi tamarisalatsósa (dressing) er fín yfir salöt og alls kyns borgara og grillmat. Hún er algjörlega fitulaus og hentar því vel fólki sem vill fá bragðgóða salatsósu en ekki of hitaeiningaríka.

Ferskur aspars með appelsínu-sesamsósu

Þetta er nú eiginlega forréttur, mjög spes (en góður) á bragðið og hentar ekki með öllu. Ég hafði smjörbaunasalat í aðalrétt og þetta var mjög gott með.

Grillsósan fína frá Afríku

Grillsósa Abdalla Hamisi

Þegar við fórum í eina af ferðunum okkar til Afríku (Kenya) vorið 2006 þá gistum við á stað, sunnarlega á Diani ströndinni í Mombasa.

Grísk salatsósa

Þetta er holl og góð sósa sem hentar með alls kyns mat, t.d. grænmetisbuffum, niðurskornu grænmeti, grillmat, á salöt o.fl.

Grísk tzatziki ídýfa

Þetta er fín ídýfa t.d. með brauði en einnig er gott að nota hana með alls konar grilluðum mat.

Hvítlauksjógúrtsósa

Þetta er létt og fín sósa með t.d. niðurskornu grænmeti, grænmetisbuffum og borgurum o.s.frv. Hún hentar einnig einstaklega vel með grillmat hvers konar sem og bökuðum kartöflum.

Bláberjasulta, krydduð og bragðmikil

Krydduð bláberjasulta

Það er eitthvað algerlega frábært við að blanda saman bláberjum og kanil...samsetningin er eins og fullkomið hjónaband.

Majones í skál

Majones

Þessi uppskrift kemur upprunalega frá breskri konu að nafni Eliza Acton og gaf hún uppskriftina út árið 1840. Ég bætti aðeins við uppskriftina þ.e. setti sinnepsduft, karrí og svolítið agavesíróp saman við.

Majones, aldrei hollt svo sem en heimatilbúið er alltaf best

Majones II

Heimatilbúið majones.

Mangokarrísósa, hentar með margvíslegum mat

Mangokarrísósa

Þessi uppskrift hentar með alls kyns mat, t.d. kjúklingi og fiski og einnig með alls kyns grænmetisréttum, helst þá af indverskum toga. Létt og góð sósa og passlega sterk!

Holl og virkilega góð pastasósa

Pastasósa

Þessa pastasósu geri ég gjarnan þegar ég hef nægan tíma og mig langar að dútla í eldhúsinu. Það er eitthvað svo dásamlegt að búa til sína eigin pastasósu.

Pítusósa

Þessi létta pítusósa er nú tööööööluvert hollari en hefðbundin pítusósa sem er bara eitrað kransæðakítti. Þessi pítusósa passar vel með pítubrauði, sem ídýfa eða ofan á salat.

Raita gúrkusósa

Þetta er sósa sem er oft notuð með indverskum mat því hún „kælir" munninn ef maður er að borða eitthvað sterkt. Þetta er líka fín ídýfa fyrir alls kyns niðurskorið grænmeti.

Raita með gúrku og myntu (jógúrtsósa)

Raita (jógúrtsósa) er algerlega ómissandi í indverskri matargerð þar sem hún „jafnar út" bragð.

Holl og góð sinnepssósa

Sinnepssósa

Þessi sinnepssósa er holl og góð og passar með alveg ótrúlegum fjölda af uppskriftum.