Krydduð bláberjasulta

Það er eitthvað algerlega frábært við að blanda saman bláberjum og kanil...samsetningin er eins og fullkomið hjónaband. Svo væri titillinn líka fínn á klámmynd „Blá og krydduð" hmm eitthvað til að hugsa um. Þetta er sulta sem hægt er að gera á 5 mínútum ef til eru bláber í frystinum (eða nýtýnd úr móanum).&; Sultan er frekar þunn (meira eins og sósa) og hentar afar vel t.d. á nýbakaðar vöfflur. Hægt er að nota sultuhleypi (pectin...ég nota aldrei, aldrei, aldrei gelatin) en mér finnst best að nota ekkert slíkt og gera frekar minna magn í einu (og geyma skemur). Hægt er að frysta sultuna og er gott að frysta hana í smáum skömmtum.


Bláberjasulta, krydduð og bragðmikil

Þessi uppskrift er:

 • Án glúteins
 • Án mjólkur
 • Án eggja
 • Án hneta
 • Vegan

Krydduð bláberjasulta

Gerir um 200 ml af sultu

Innihald

 • 200 g bláber
 • 1 tsk sítrónusafi
 • 0,25 tsk malaður negull (enska: cloves)
 • 0,5 tsk kanill
 • 4 msk agavesíróp

Aðferð

 1. Maukið bláberin smástund í matvinnsluvél (nokkrar sekúndur) eða kremjið þau vel með skeið.
 2. Sjóðið berin í litlum potti ásamt sítrónusafanum, kryddinu og agavesírópinu.
 3. Látið bullsjóða í nokkrar mínútur og hrærið vel.
 4. Hellið sultunni í skál eða í krukku.
 5. Geymist í viku í ísskáp en aðeins lengur ef krukkan hefur verið sótthreinsuð.

Gott að hafa í huga

 • Sultuna má frysta. Best er að frysta hana í smáum skömmtum.
 • Nota má sultuna sem heita (eða kalda) bláberjasósu ofan á t.d. bökur og ís.

Ummæli um uppskriftina

Drífa Garðarsdóttir
19. ágú. 2012

einstaklega góð

sigrun
20. ágú. 2012

Gaman að heyra Drífa :)

Ragga
28. ágú. 2012

Takk fyrir.

Skrifa ný ummæli

Vinsamlegast athugið að reiti merkta með * þarf að fylla út.
 
Innihald þessa svæðis verður ekki sýnilegt almenningi.
Þessi spurning hér að neðan er til að varna því að spamvélar geti sett inn sjálfvirkar færslur.
Vinsamlegast leggðu saman tölurnar og skrifaðu niðurstöðurnar. T.d. fyrir einn plús þrír, skaltu skrifa 4.
þrír plús þrír eru