Salöt sem meðlæti
Í raun geta flest salöt verið meðlæti, það er bara spurning um hver aðalrétturinn er! Stundum henta salöt eins og rauðlauks- og agúrkusalat vel með t.d. grillmat en svo henta matarmeiri og grænni salöt með léttari mat. Salat ætti maður að venja sig á að borða sem oftast því það frábær leið til að fá vítamín í kroppinn, og alveg án þess að maður velti því mikið fyrir sér. Það er einnig mikilvægt að venja ung börn fljótt við að borða grænt með matnum því þannig eru þau meðvituð um að salat sé ekki eitthvað sem fólk borðar stundum, þegar það er pínt til þess heldur eitthvað sem er fastur hluti af tilverunni og jafn sjálfsagt og að drekka vatn með matnum.
Ananas- og rauðrófusalat frá Naivasha
Þetta salat fékk ég fyrst í Naivasha sem er í Kenya, fyrir norðan Nairobi.
Appelsínu- og ólífusalat frá Morocco
Þetta salat er frískandi og sumarlegt og alveg frábært til að bera fram sem öðruvísi salat hvort sem þið berið fram hefðbundið grænt salat líka eða ekki.
Avocado-, ananas- og rauðlaukssalat
Þetta salat er frísklegt og gott meðlæti með t.d. grillmat. Það minnir mikið á Afríku en uppskriftin er þó bara úr hausnum á mér (en undir miklum afrískum áhrifum).
Banana-, möndlu- og jógúrtsalat
Þetta salat er mjög hollt og bragðgott og er einkar fljótlegt í undirbúningi. Það passar vel með krydduðum mat eins og þeim sem maður fær stundum frá Indlandi og Mexico.
Coriander og papaya raita (jógúrtsósa)
Þetta salat passar vel með ýmsum mat, þó sérstaklega vel með krydduðum indverskum mat því þetta er svona „kælisalat" :) þegar maður er alveg með logana í munninum!!!
Coriander- og perusalsa
Þetta er gott meðlæti, afar ferskt og hollt og passar með réttum frá ýmsum löndum t.d. frá Indlandi, Thailandi, Afríku og meira að segja með grillmatnum á Íslandi.
Einfalt hrísgrjónasalat
Mig vantaði einhvern tímann meðlæti með einhverju sem ég var að elda og ég átti bara þetta hráefni í ísskápnum.
Einfalt salat með tahini salatsósu (dressingu)
Salöt finnst mér best ef í þeim er blanda af grænu, sætu og hráu. Mér finnst sem sagt best að blanda saman grænum blöðum, svolitlu af sætu (eins og mango, eplum, jarðarberjum, vínberjum).
Grísk salatsósa
Þetta er holl og góð sósa sem hentar með alls kyns mat, t.d. grænmetisbuffum, niðurskornu grænmeti, grillmat, á salöt o.fl.
Gulrótar-, ananas og rúsínusalat frá Kenya
Þetta salat hef ég fengið oft og mörgum sinnum í Kenya. Ég hef líka fengið salatið í Tanzaníu enda kannski ekki skrýtið þar sem ananas vex á báðum stöðum og er mikið notaður í matargerð.
Hrísgrjónasalat
Þessi réttur er stútfullur af hollustu. Í honum eru paprikur, avacado, hýðishrísgrjón, tómatar og fleira.
Kachumbari (tómat- og rauðlaukssalat)
Uppskriftin kemur frá Lucy Mwangi mágkonu minni sem er frá Kenya.
Kalt hrísgrjónasalat
Þetta hrísgrjónasalat er fullt af vítamínum, próteinum, flóknum kolvetnum og hollri fitu.
Klettasalat með rauðrófum og parmesan
Ég fékk svipað salat á krá einni í London sem er þekkt fyrir góðan mat enda er eigandi staðarins enginn annar en Gordon Ramsay.
Kókosbananar með afrískum áhrifum
Afbragðsgott sem meðlæti með krydduðum mat t.d. indverskum og thailenskum en einnig hentar hann vel með bragðmiklum afrískum mat.
Möndlu- og agúrkusalat
Þetta salat er alveg hreint dæmalaust hollt og hreinsandi. Það er beinlínis barmafullt af vítamínum, próteinum, kalki, trefjum, steinefnum, andoxunarefnum og ég veit ekki hvað.
Mung baunaspírur
Þessar hefðbundnu baunaspírur sem maður kaupir t.d. í austurlenskan mat eru yfrleitt mung baunir. Það er auðvelt að láta þær spíra og þær eru afar bragðgóðar.
New York salat með grilluðu grænmeti og hnetum
Þetta salat er undir beinum áhrifum frá New York. New York er eins og allt sem maður sér í sjónvarpsþáttum og bíómyndum og auðvitað meira en það! Þvílíkt matarhimnarríki.
Rauðrófusalat - tvær útgáfur (krydduð og sæt)
Flestir Íslendingar þekkja rauðrófusalat sem gjarnan er borið fram á jólunum eða notað ofan á rúgbrauð ásamt t.d. síld.
Salat í nestið
Mér finnst þetta salat alveg ferlega fínt í nestið. Það hefur holla fitu úr avocadoinu, trefjar og prótein í kjúklingabaununum og svo allt vítamínið úr ávöxtunum og grænmetinu.
Salat sem passar með ýmsum mat
Þetta salat er hægt að nota við ýmis tækifæri og með ýmsum mat enda létt að búa til og afskaplega litríkt og fallegt. Fullt af vítamínum!
Salsa
Þetta er uppskrift að hefðbundnu salsa sem oft er notað í mexikanskan mat en passar einstaklega vel sem meðlæti með öðrum mat líka, ekki síst grillmat sem og inn í vefjur.
Sumarlegt salat með appelsínum og vatnsmelónu
Þegar maður borðar þetta salat finnur maður eiginlega hollustuna streyma um sig enda er salatið algjör heimsmeistari í hollustu. Svo getur maður skipt út hráefni og bætt við.