Epla- og tamarisósa (dressing)

Þessi tamarisalatsósa (dressing) er fín yfir salöt og alls kyns borgara og grillmat. Hún er algjörlega fitulaus og hentar því vel fólki sem vill fá bragðgóða salatsósu en ekki of hitaeiningaríka. Uppskriftin er úr Demuths bókinni minni (Demuths er frábær grænmetisveitingastaður í Bath, Englandi).

Þessi uppskrift er:

 • Án glúteins
 • Án mjólkur
 • Án eggja
 • Án hneta
 • Vegan

Epla- og tamarisósa (dressing)

Gerir 200 ml

Innihald

 • 50 ml tamarisósa
 • 150 ml eplasafi
 • 0,5 tsk agavesíróp (má sleppa)
 • 0,5 tsk sítrónusafi
 • 2 sm bútur engifer, afhýddur og rifinn
 • 1 tsk paprika eða 0,5 tsk cayennepipar

Aðferð

 1. Blandið saman tamarisósu, eplasafa, agavesírópi, sítrónusafa og papriku í skál. Hrærið vel.
 2. Afhýðið engiferið. Haldið rifjárni fyrir ofan skálina og látið safann leka í skálina (en ekki engiferið sjálft). Hrærið öllu vel saman.

Gott að hafa í huga

 • Salatsósan er góð með salati, grænmetisborgurum og buffum, grillmat og fleiru.

Ummæli um uppskriftina

Engin ummæli hafa verið rituð

Skrifa ný ummæli

Vinsamlegast athugið að reiti merkta með * þarf að fylla út.
 
Innihald þessa svæðis verður ekki sýnilegt almenningi.
Þessi spurning hér að neðan er til að varna því að spamvélar geti sett inn sjálfvirkar færslur.
Vinsamlegast leggðu saman tölurnar og skrifaðu niðurstöðurnar. T.d. fyrir einn plús þrír, skaltu skrifa 4.
sjö plús tíu eru